Mesta vá mannkyns

coronavirus-4914028_960_720.jpgSjúkdómsfaraldrar eru mesta vá mannkyns. Innrás Marsbúa, loftsteinar og hlýnun loftslags eru tískufyrirbrigði sem gleymast. Útbreiðsla hættulegra sýkla hefur í aldanna rás lagt meirihluta heilla þjóða að velli, milljónir manna í einu.

Nú er sýkill kominn á stjá frá Kína og hefur sett allt á annan endann. Ekki í fyrsta skiptið, við misstum helming þjóðarinnar í einn fyrir sexhundrað árum en þessi er ekki eins vondur þó hann muni hafa slæm áhrif á líf og hag fólks. Vonandi verður í framtíðinni hægt að vinna með Kínverjum og stöðva útbreiðslu sýklanna snemma. Kínverjum hefur tekist að hemja þennan fjórum mánuðum eftir að hann byrjaði að herja.

https://www.frjalstland.is/2020/03/20/mesta-va-mannkyns/


Bloggfærslur 20. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband