Sigursælt heilbrigðiskerfi

covidpexels-photo-3902881.jpgVið sem erum alltaf að kvarta yfir heilbrigðiskerfinu vitum ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Raunveruleikinn er sá að Ísland hefur lengi verið öfund umheimsins vegna óvenjulegs árangurs í heilbrigðismálum. Íslendingar eru meðal hraustustu þjóða heims. Við vorum snemma heimsmethafar í baráttunni við barnadauðann. Berklarnir voru upprættir. Stöðugum faröldrum hefur verið hægt að halda innan marka.

Okkar heilbrigðiskerfi er sjálfstætt og faglega þróað, okkar fólk lætur ekki leiða sig í upphlaup og æðibunugang heldur eru teknar sjálfstæðar ákvarðanir. Okkur er óhætt að fara að ráðum okkar heilbrigðisfólks, þau hafa löngum verið sigursæl í sínu starfi.


Bloggfærslur 15. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband