Schengen orðið dýrkeypt

police-guarding-waiting-line-refugees-tovarnik-croatia-september-guards-september-croatia-68054256-300x221_1359114.jpgBandaríkin banna nú ferðir fólks frá Schengensvæðinu inn til Bandaríkjanna, áður höfðu ferðir frá Kína verið takmarkaðar enda covid-faraldurin upprunninn þar.

Með Schengen ætlaði ESB að stjórna innflæði fólks til ESB. Það hefur mistekist hrapalega, kerfið hefur verið ónýtt í mörg ár og stjórnlaust innflæði alls kyns fóks hefur verið inn á svæðið. Nágrannar okkar, Bretar, Írar, Færeyingar og Grænlendingar höfnuðu aðild að Schengen en okkar stjórnvöld létu draga sig með eins og í flesta draumóra ESB og EES. Schengen óraunhæft

Eðlileg aðgerð Bandaríkjanna er því að loka á Schengenlöndin meðan covid-faraldurinn herjar. Ef Ísland hefði haft kjark til að standa utan Schengen, eins og okkar nágrannar með sjálfsvirðingu gerðu, væri Ísland ekki í banni Bandaríkjanna. Schengenmistökin hafa lengi verið okkur dýrkeypt en nú keyrir um þverbak.

 


Bloggfærslur 13. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband