Bretland frjálst - Ísland næst

british-lion.jpgBretar eru sigurvegarar! Enn og aftur standa okkar öflugu nágrannar sem sigurvegarar í baráttunni við valdagráðugar meginlandsþjóðir. Þeir endurheimta nú sjálfstæðið eftir nærri hálfrar aldar áþján Brusselvaldsins. Þar með eru allar sögulega mikilvægustu samskiptaþjóðir Íslands utan múra ESB en við sitjum föst innan þeirra vegna EES

Okkar stjórnvöld þykjast vera að semja við Breta um mikilvæg mál. Fáir þora að segja að meðan Ísland er í EES gilda lög og reglur ESB hér svo okkar stjórnvöld geta aðeins samið um sjálfsagða hluti og það sem ekki er búið að afhenda ESB yfirstjórnina yfir.

Svo illa er komið fyrir Íslendingum að það verður ESB  en ekki íslensk stjórnvöld sem munu semja við Breta um mikilvæg samskipti Íslands og Bretlands. Það er orðið tímabært að segja EES-aðildinni upp og endurheimta sjálfstæðið. Og semja á jafningjagrundvelli beint við okkar helstu samskiptalönd.

Frjálsir Bretar ryðja Íslandi braut


Bloggfærslur 31. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband