Minni fyrirtæki þarf að örva

homeless-4772990_960_720.jpgBjarni Benediktsson vill örva minni fyrirtæki, þau skapa flest störf (Morgunblaðsfrétt 21.1.2020). Í Bandaríkjunum hefur efnahagslífið eflst mikið eftir að afnumdar hafa verið íþyngjandi reglugerðir. Ísland býr við mjög íþyngjandi reglugerðir, að mestu vegna EES, sem bitna harðast á minni fyrirtækjum. Kostnaður vegna regluverksins hefur verið áætlaður um 165 milljarðar króna á ári (sem dygði í ein 10 jarðgöng!)

Þegar íslenskt atvinnulíf þróaðist hraðast, áratugina eftir lýðveldisstofnunina, voru reglugerðir hóflegar og atvinnustarfsemi fékk að vera í friði. Það var heldur enginn virðisaukaskattur eða tryggingagjald eða staðgreiðsla eða lífeyrissjóðakvöð eða starfsleyfiskvöð eða kvóti. Atvinnuleysið var hverfandi.

Eitt það fyrsta sem  Bretar gera með útgöngunni úr ESB er að ræsta fram reglugerðakviksyndið frá Brussel. Og ekki þarf að bíða, fyrirtæki í ESB standa nú þegar í biðröðum til að fá að starfa í Bretlandi. Besta leiðin til að örva minni fyrirtæki á Íslandi er að afnema íþyngjandi EES-reglugerðir og skatta sem teknir hafa verið upp eftir fyrirmynd frá mismikið stöðnuðum ESB-löndum.

Sjálfvirk ESB-væðing


Bloggfærslur 23. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband