Betra að vera utan EES fyrir sjávarútveginn?

"Fyr­ir ári var greint frá því í Morg­un­blaðinu að Evr­ópu­sam­bandið hefði samið um víðtæk­an fríversl­un­ar­samn­ing við Kan­ada þar sem gert væri ráð fyr­ir 100% toll­frelsi fyr­ir sjáv­ar­af­urðir og 98% toll­frelsi fyr­ir inn­flutn­ing til sam­bands­ins í heild sem eru betri kjör en fel­ast í EES-samn­ingn­um.

Síðan hef­ur sam­bandið samið um hliðstæð kjör við Jap­an. Fullt toll­frelsi með sjáv­ar­af­urðir Guðlaug­ur Þór sagði við Morg­un­blaðið af þessu til­efni að málið hefði verið tekið upp við Evr­ópu­sam­bandið í nóv­em­ber 2017. „Það er auðvitað orðið svo­lítið sér­stakt þegar Kan­ada hef­ur betri aðgang fyr­ir sjáv­ar­af­urðir en EFTA/​​EES-rík­in. Við erum að sækja á þá með þetta.“

Sér­stök kjör inn á innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir sjáv­ar­af­urðir voru ein af helstu rök­un­um fyr­ir aðild Íslands að EES-samn­ingn­um fyr­ir ald­ar­fjórðungi." 

Þetta sýnir svart á hvítu að allt gagnrýnislaust lof ráðamanna um "besta samning" fyrir sjávarútveginn í gegnum EES samninginn,-stenst ekki.


mbl.is Full fríverslun ekki fengist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrælahald í boði EES samningsins.

„Þetta er ekki eins­dæmi og því miður ber­ast ör­ugg­lega ekki öll svona mál til okk­ar því marg­ir fara til síns heima aft­ur eft­ir að hafa verið beitt­ir at­vinnu­of­beldi. Bar­átta verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar til margra ára gegn fé­lags­leg­um und­ir­boðum og glæp­a­starf­semi á vinnu­markaði er ekki úr lausu lofti grip­in og það er hreint hörmu­legt að ekki sé enn kom­in aðgerðaráætl­un í man­sals­mál­um og skipu­lagt sam­ræmt eft­ir­lit með öfl­ugri eft­ir­fylgni sem hef­ur að mark­miði að upp­ræta þessa brot­a­starf­semi með öll­um til­tæk­um ráðum,“ seg­ir Drífa.

"Frelsi" EES samningsins býður upp á gervifyrirtæki, svokallaðar vinnumiðlanir sem flytja inn lálaunað fólk, aðallega frá Rúmeníu, fara með það eins og skepnur í boði íslenskra fyrirtækja sem vilja græða á þessu fólki, og vegna "atvinnusamkeppnisfrelsi" EES samningsins standa stjórnvöld hjá og setja þessu þrælahaldi engin mörk.


mbl.is Drífa kallar eftir aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband