Misskilningur um EES á hærra plani

scaffoldmoon-2077332_960_720.jpgHaldinn var halelújafundur um EES í gær og gömlu lummurnar á borðum, Aðalatriðin (kostnaður, verslunarhöft, erlend áþján osfrv) hafa líklega ekki verið áhugaverð. Ráðherra utanríkismála spurði -"hvort einhverjum dytti í hug að Ísland gæti náð tvíhliða samningi við ESB-" (Mbl 7.2.2019 segir frá)

Í þessu felst misskilningur á háu plani: Ísland er með fríverslunarsamning við EB, gekk í gildi 1973 og er enn í fullu gildi og notkun og uppfærður. Hann nær yfir helstu útflutningsvörur Íslands og mun gilda eftir að EES fellur úr gildi. Ísland er auk þess aðili að WTO og GATS samningunum sem trygggja lága tolla. En helstu hindranir í viðskiptum nú til dags eru ekki tollar heldur "tæknileg" viðskiptahöft sem hrannast upp hjá ESB/EES. Þau losnum við ekki við fyrr en EES hefur verið felldur úr gildi. Og við getum þá sjálf ákveðið hvort við viljum niðurgreitt sýkla- og lyfjamengað kjöt frá ESB.

Goðsagnir um EES


Bloggfærslur 7. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband