Stjórnartíðindi ESB - (fjór)helsi íslenska samfélagsins.

ees viðbætir

Vefsíðuhluti EFTA heitir: EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins og geymir allar íslenskar þýðingar á gerðarflóðinu frá ESB.

Það sem af er árinu er búið að þýða um 2oo gerðir (nokkur þúsund blaðsíður) sem kallast á stofnannamáli EES; Tilskipanir, Reglugerðir, Tilkynningar, Ákvarðanir og eitthvað meira. Allt þetta flóð rennur athugasemdarlaust gegnum Alþingi, í ráðuneytin og svo til stofnanna ríkisins. Afleiðingin er enn aukin kostnaður fyrir atvinnulífið og almenning, sem var metinn 150 milljarðar á ári 2014- og ríkisútgjöld halda áfram að vaxa eins og púkinn á fjósbitanum vegna þessa. 

Í þessu gerða flóði er megnið hlutir sem okkur kemur lítið við, en allt sagt falla undir fjór-Helsið. Okkar litla samfélag er gert skylt að taka þetta flóð á sig eins og milljónaþjóðir. Hvenær á að bregðst við þessum ósköpum?   


Bændur þora

baendur944365.jpgFélagasamtök bænda hafa nú sent ríkisstjórninni áskorun og hvatt hana til þess að endurskoða EES-samninginn. Bændur sýna með þessu meira þor en aðrir atvinnuhópar: Þeir eru fyrstir til að kveða upp úr með EES.(Morgunblaðið 27.2.2019)

 

Endurskoðunin þarf að ganga hratt, flóð af sýklakjöti og lyfjaþolnum sýklum er að hefjast.

Fyrirskipa innflutning á hráum dýraafurðum


Bloggfærslur 27. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband