Alþingi verður óþarft, þarf að fá samþykki frá ESB um lagasetningar.

Nú er verið að ræða innan EES fyrirmæli frá ESB að öll íslensk lagafrumvörp Alþingis og reglur íslenskra sveitafélaga skuli senda til ESB þremur mánuðum áður til samþykktar. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum, 

https://www.abcnyheter.no/nyheter/politikk/2019/02/20/195553957/solberg-ber-om-meldeplikt-til-eu

Þar segir m.a:

"Þegar stjórnvöld eða sveitarfélög hyggjast taka nýjar ákvarðanir sem hafa áhrif á þjónustumarkaðinn munu þau skyldug að tilkynna framkvæmdastjórn ESB, og eftirlitsaðila ESA, a.m.k þremur mánuðum áður en ákvörðunin öðlast gildi. Í þeim tilvikum þar sem þeir telja að ákvörðun muni fela í sér mismununarmeðferð mismunandi þjónustuveitenda, þá skal framkvæmdastjórnin eða ESA stöðva slíkar ákvarðanir..."

Þetta er staðfesting á að verið er að troða landinu inn í ESB, allt í boði íslenskra stjórnmálamanna gagnvart tilskipunarflóði ESB, sem er að ná hámarki með þessu.

Stutt er þá í að íslensk stjórnvöld verði að fá samþykki ESB fyrir efnahagsstjórn landsins.


Bloggfærslur 21. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband