Jim Radcliffe: ESB ekki lengur samkeppnishæft

jim_radcliffe931048.jpgJim Radcliffe hinn enski, sem á eitt stærsta efnaiðnaðar-fyrirtæki heims og er umhverfisunnandi eins og Vopnfirðingar vita, sendi forseta framkvæmdastjórnar ESB bréf í fyrradag:

 

"-Alls enginn í mínum starfsgeira fjárfestir lengur í alvöru í ESB. Og hafa ekki gert það í mannsaldur. -Þeir fjárfesta í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum eða Kína. Evrópa var heimsleiðandi í efnaiðnaði með 30% hlutddeild fyrir ekki löngu, nú hrunið niður í 15%.-

-ESB er ekki lengur samkeppnishæft. Þar er orkan sú dýrasta í heimi og vinnulöggjöf sem býður atvinnurekendum ekki heim. Verst af öllu eru grænir skattar sem í besta falli er hægt að lýsa sem heimskulegum þar eð þeir hafa öfug áhrif við það sem ætlunin var. Bandaríkin eru á fullri ferð í uppbyggingu - gríðarstór verkefni í byggingu iðnaðar með brot af þeirri mengun sem áður var-"

Bréf Radcliffs til Junckers

 


Bloggfærslur 13. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband