Loftslagsóeirðir í Síle

santiago_oeir_ir1165965.jpgAlmenningur í Síle er búinn að uppgötva að honum er ætlað að borga fyrir "loftslagsmál" ríkisstjórnarinnar. Það sama uppgötvuðu mótmælendur (Gulu vestin) í París í sumar og komu af stað óeirðum vegna verðhækkana á orku.

Götubardagarnir í Santíagó í Síle eru vegna stórhækkana á fargjöldum í lestarkerfi borgarinnar. Í nafni "loftslagsmála" voru lestarnar látnar fara að nota orku frá vindmyllum og sólhlöðum sem er fokdýr og óörugg. Ástandið er vandræðalegt fyrir Sílestjórn sem átti að halda næstu "loftslagsráðstefnu" Sameinuðu þjóðanna nú í desember en hefur nú aflýst henni vegna reiði almennings.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/10/20/thrir_letust_i_eldsvoda_i_motmaelunum/


Bloggfærslur 31. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband