Verðhækkun á bílum í boði ESB

vwbeetleautomobile-1853936_960_720.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Volkswagen bjallan var 750 kg en svipaður rafbíll er 1500 kg.

 

 

Opinber gjöld af nýjum bílum eiga nú að hækka mikið út af nýjum mæliaðferðum á mengun samkvæmt ESB. Þær heita "WLTP" (alheims samræmdar léttfarartækja mælingaaðferðir), dæmigerð nafngift hjá ESB sem gefur til kynna að eitthvað alþjóðlegt sé við reglurnar en ESB finnst að þeirra reglur eigi að gilda fyrir alla heimsbyggðina. Það er ekki svo að mengunin frá bílunum aukist, bara mæliaðferðin sem sýnir hærri gildi á koltvísýring svo hægt er að hækka opinber gjöld sem fara mest eftir einmitt koltvísýringsútblæstrinum (Mbl 6.7.2018). Mengun frá fólksbílum er reyndar mjög lítil miðað við annað frá mönnum, koltvísýringurinn er auk þess ekki eitraður þó önnur efni frá bílnum séu vond (koleinsýringur, köfnunarefnissýrlingar, sót). En versta mengunin kemur frá framleiðslu bílanna, sérstaklega rafbíla sem auk þess eru þungir og valda meiri svifryksmengun úr vegunum.

Það er dýrt spaug að taka upp allt reglufargan ESB um "mengun". Við þurfum nú þegar að keyra á dýru og lélegu eldsneyti samkvæmt uppskrift ESB sem skattgreiðendur niðurgreiða auk þess með stórfé. Og rafmagnsbílar frá mengandi verksmiðjum kosta skattgreiðendur og bílaeigendur fúlgur fjár, borga ekki einu sinni sinn skerf af vegaslitinu þó þeir séu blýþungir og slíti vegum mikið.


Bloggfærslur 8. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband