Erlendur landeigendaaðall

Eitt versta þjóðfélag sem hægt er að hugsa sér er þar sem kreddur og landeigendaaðall ráða ferð. Þanng var það á myrkum öldum Íslandssögunnar og nú gæti aftur stefnt í sama farið. Nokkrir stórfjárfestar í ESB geta líklega keypt obbann af nýtilegu íslensku eignarlandi af aðþrengdum bændum sem hafa litlar tekjur vegna samkeppni við niðurgreiddar búvörur frá ESB og oft takmarkaðar tekjur af ferðamönnum.

Samkvæmt EES-samningnum mega aðilar í ESB kaupa land á Íslandi. Ráðamenn okkar segjast vilja stöðva uppkaupin. Það er í raun mjög einfalt að gera það: Segja upp EES-samningnum. En hafa ráðamenn okkar kjark til þess?


Bloggfærslur 11. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband