Er EES alþjóðlegt?

irritated-committee-three-people-shouting-speaker-78550313.jpgBjörn Bjarnason er formaður starfshóps Guðlaugs Þórs um EES-samninginn sem á að skila af sér næsta haust. En álit Björns kom i dag í Morgunblaðinu:

 

EES-aðild í stjórnarskrá

Björn segir m.a.: "---fræðimenn getur greint á um hvort EES-gerð sé þess eðlis að hún rúmist innan stjórnarskrárinnar. Þeir eru hins vegar allir sammála um að laga beri stjórnarskrána að alþjóðasamstarfi--- Ótti stjórnmálamanna ræðst af andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þar tengjast illu andarnir sem áður er getið. Þá má kveða niður með því að festa aðildina að EES eina í stjórnarskrána---"

Fullyrðingin "fræðimenn allir sammála" er rökleysa og staðlausir stafir. EES er ekki "alþjóða" heldur "milliríkja" og svæðisbundinn. Grundvöllur EES er ekki "samstarf" heldur "stjórnvaldsafsal" til ESB.

Að festa samning um afsal stjórnvalds til hrörnandi og einangraðs yfirþjóðlegs valdabákns í stjórnarskrána er svo fjarstæðukennt að það þarf ekki að ræða. Það sem þarf að ræða, fyrir utan stjórnarskrárbrot vegna EES,  er hinn mikli og vaxandi skaði sem EES-samningurinn veldur.

Samtökin Frjálst land hafa gert úttekt á mörgum þáttum EES, sjá meðal annars:

Goðsagnirnar um EES-samninginn

Ábati og ókostir EES

Afleiðingar tilskipanavaldsins

Valdastofnanir ESB og EES samningurinn


Bloggfærslur 28. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband