Færsluflokkur: Evrópumál
Úkraína lögð í rúst
29.2.2024 | 19:38
Afskipti ESB- og NATO-landa hafa leitt hörmungar yfir Úkraínu. Stór hluti íbúanna er farinn, flestir til Rússlands, heilu árgangar ungra manna eru sem næst horfnir. Ukraínumenn eru smám saman að átta sig á hvað hefur gerst þrátt fyrir að einhliða áróður stjórni umfjölluninni.
Hernaður NATO-landa í Írak, Júgóslavíu, Afganistan, Líbíu, Sýrlandi, Yemen, Palestínu er gegn smáþjóðum sem geta ekki rönd við reist. En nú eru stríðsherrarnir í Washington, London og Brussel farnir að kássast uppá helsta kjarnorkuveldi heims, Rússland, og stórþjóðir Asíu, Kína, Indland, Íran.
Okkar bandamenn eru ekki bara aumkunarverðir heldur líka heimskir og hættulegir.
https://www.frjalstland.is/2024/02/29/ukraina-logd-i-rust/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10 ára hörmungar Úkraínu
23.2.2024 | 14:54
Upphaf Úkraínustríðsins var valdarán Bandaríkjanna í Kænugarði sem heppnaðist að lokum þessa febrúardaga 2014 eftir að leigumorðingjar Bandaríkjanna höfðu drepið marga af lögreglumönnum og embættismönnum Kænugarðs.
Þegar svo Bandarikjastjórn hafði bak við tjöldin látið spillta lögreglu Kænugarðs skjóta á vopnlausan mannfjölda til þess að gera þáverandi Úkraínustjórn að blórabögglum og fá afsökun til þess að flæma hina "spilltu" rússavinveittu "mannadrápastjórn" frá völdum, var komið færi til þess að koma leppstjórn til valda. Þagar forsetinn hafði flúið undan morðingjunum komu erindrekar Obama/Biden-stjórnarinnar, með aðstoð nýnasista, að leppstjórn í Kænugarði sem hóf strax hernað gegn rússneskum borgurum þáverandi Úrkraínu.
Undirbúningur að stríðinu hafði staðið í árafjöld, byssumenn og launmorðingjar þjálfaðir, vopnabirgðum safnað, mútur höfðu kostað utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna 5 milljarða dala og spillingin orðin heimsmet eins og þekkt er frá málum Biden-feðga.
Ísland var dregið inn í refsiaðgerðir gegn Rússlandi, einu besta viðskiptalandi Íslands, á upplognum forsendum strax vorið 2014 undir forræði EES/ESB og NATO. Rússar voru m.a. sagðir hafa innlimað Krím (byggt Rússum), það rétta var að Krímverjar ákváðu sjálfir að sameinast aftur Rússlandi.
Þegar Rússlandsher kom Donbas loksins til varnar 2022 urðu forustumenn Vesturlanda að flokk óðra hunda https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2276171/ sem réðust á Rússland úr öllum áttum og brutu alla alþjóðasamninga sem máli skiptu. Nú tveim árum eftir að hundaæðið braust út eru forustumenn NATO og ESB-landa ennþá eins og dekurrakkar í hráskinnaleik og búnir að valda efnahagshrörnun og voli heima hjá sér og orðnir að athlægi mest allrar heimsbyggðarinnar.
En þjáning Úkraínufólksins heldur áfram þó það hafi ekkert til saka unnið nema að trúa lygum NATO og ESB.
https://www.frjalstland.is/2023/11/21/10-ara-strid/
https://www.frjalstland.is/2023/12/19/stridsundirbuningur/
Evrópumál | Breytt 24.2.2024 kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kúba Norðursins-málflutningur
6.2.2024 | 13:11
Háskólakennari í HÍ segir við Morgunblaðið (5.2.2023) - stjórnvöld hér á landi eins og flest önnur stjórnvöld í Evrópu hafa vanrækt verulega varnar og öryggismál fram að alsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu fyrir tveimur árum-
Hið rétta er að Ísland er með varnarsamning við eitt helsta herveldi heims, varnir landsins geta því varla orðið öflugri.
Það voru stjórnvöld í NATO, aðallega Obama-stjórn Bandaríkjanna með aðstoð ESB-aðila, sem hófu Úkraínustríðið fyrir 10 árum með blóðugu valdaráni og eftirfylgjandi gífurlegri hervæðingu Úkraínu og í framhaldinu hernaði á rússneskar byggðir landsins.
Það sem kennarinn kallar allsherjarinnrás Rússlands í Úrkaínu var gagnsvar með litlum hluta margmilljónahers Rússlands við drápum á rússneskum íbúum Úkraínu. Átta ár, tveir brotnir friðarsamningar við leppstjórnina í Kænugarði og NATO- og ESB-forustumenn, og margra ára vopnaskak og hótanir NATO höfðu þá kveikt hörð viðbrögð Rússlands.
Þegar Bandaríkin fá ábyrgan forseta er líklegt að NATO hætti að fara um heiminnn með manndrápum (eins og í Serbíu, Írak, Libíu, Afganistan, Sýrlandi, Rússlandi, Úkraínu, Jemen) og verði að kjaftaklúbb stríðsæsingamanna.
Áhugi Evrópulanda á hernaði nú hefur ekkert með varnir að gera. Háskólayfirkennarinn segir að við búum við ógn án þess að skilgreina það en af greininni sést að hann á við ógn af Rússlandi. Hann þarf að vita að Rússar hafa aldrei ráðist á, eða sýnt áhuga á að herja á Vestur-Evrópu að fyrra bragði og ekki líklegir til að gera það nú þegar hin auðlindalitla V-Evrópa er að sökkva í efnahagshrörnun og menningarupplausn "Græna Vítisins". Ástæða hernaðarhyggju V-Evrópulanda er sú sama og 1812 og 1939, landvinningaþrá og núna tilraunir til að innlima Ukraínu í ESB og NATO
Yfirkennarar Háskóla Íslands þurfa að geta gefið af sér agaða fræðimennsku og geta gert greinarmun á stríðsáróðri og ófölsuðum upplýsingum. "Kúba Norðursins" málflutningur er þeim ekki sæmandi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppspuni í 10 ár
2.2.2024 | 15:04
Stríðið sem Biden og Obama komu af stað fyrir 10 árum er gjöful uppspretta áróðurs og uppspuna.
Miðvikudaginn 24.1.2024 var Ilyusin Il-76 flugvél með 65 úkraínskum hermönnum á leið í fangaskipti skotin niður yfir Rússlandi með bandarísku Patriot flugskeyti frá hernaðarhreiðri Kænugarðsstjórnar í Liptsy í Kharkov héraði við landamæri Rússlands. 74 voru drepnir. Á flugskeytabroti í flakinu stóð Raytheon sem er bandarísk vopnasmiðja sem framleiðir Patriot.
Margar lygaútgáfur um illvirkið hafa komið frá Kænugarði og vestrænum fjölmiðlum. Bandarískir hermenn stjórna fugskeytasendingum Kænugarðsstjórnar svo þar er vitað hver tók í gikkinn.
Úkraínustjórn er vön að fremja hryðjuverk á sínum hermönnum. Þann 29.7.2022 sprengdu Kænugarðshermenn fangabúðir með úkraínskum hermönnum í Yelenovka og drápu 50.
Að skjóta niður flugvélar með farþegum er ekkert nýtt fyrir Kænugarðsstjórn. Flugvél Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu 17.7.2014 skömmu eftir að hernaður Kænugarðsstjórnarinnar gegn Donbas hófst. Flugskeytabrotin í flakinu voru úr vopnabúri Kænugarðsstjórnarinnar.
Áróðursmiðlar NATO-og ESB-landa auk Kænugarðs kenna Rússum um þessi illvirki og fleiri illvirki sem Kænugarðsstjórnin fremur.
Nú þegar Biden er að missa tökin ætlar stríðsklúbbur Evrópu, Evrópusambandið, að taka við stríðsrekstrinum gegn Rússlandi en þar er gömul reynsla af að drepa Rússa, nú verða settir 50 milljarðar evra í það.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjarasamninga þarf ekki
1.2.2024 | 14:01
Það er nóg að afturkalla hækkanir á opinberum álögum segir formaður starfsgreinasambandsins, Vilhjálmur Birgisson. Hann mælir af þekkingu sem ráðandi vilja kveða niður.
Sorphirðugjöldin vaða upp vegna ónýtra laga sem fyrirskipa "hringrásarhagkerfi" úr EES-tilskipunum https://www.althingi.is/altext/stjt/2021.103.html Sveitarfélögin mótmæltu lögunum enda eru þau fyrir fátæk samfélög inni á meginlandi Evrópu https://www.frjalstland.is/2020/07/04/reglur-esb-um-urgang-henta-ekki-fyrir-island/
Sveitarfélögin fóru að græða á lóðum (líklega var það hin ónýta borgarstjórn Reykjavíkur sem gekk á undan) sem áður var úthlutað á kostnaðarverði en nú á markaði sem braskarar ráða. Fasteignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi (Mbl 31.1.2023) enda fá braskararnir ("fjárfestar") að braska með íbúðarhúsnæði að vild. Og sveitarfélögin hækka fasteignagjöldin til að fjármagna sitt bruðl og skriffinnsku (stór hluti af EES-tilskipununum beinast gegn sveitarfélögunum). Ungir Íslendingar hafa nú verið dæmdir til að vera leiguliðar allt lífið.
Byggingareglugerðin er óhnitmiðaður sparðatíningur upp á 140 blaðsíður, síðasta var 70 síður, auk þess er alskyns EES-regluverk að gera húsnæði dýrara. https://files.reglugerd.is/pdf/0112-2012/current
Niðurgreiddir rafbílar valda hærri álögum, bifreiðagjöld og eldsneyti hagkvæmra bíla hækka upp úr öllu hófi til að fjármangna rafbílavitfirringuna.
Stýrivöxtum er haldið háum vegna verðbólgu sem stafar mest af hækkandi opinberum álögum og kostnaðarsömu regluverkskraðaki, bruðli ríkissjóðs og sveitarsjóða með fé almennings.
Evrópumál | Breytt 2.2.2024 kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við ráðum ekki
26.1.2024 | 15:57
Það er verið að skipta um lög í landinu. Það er verið að skipta um þjóð í landinu. Það er verið að draga landið í stríð.
Meira að segja Samtök iðnaðarins, sem áttu þátt í að koma EES-samningnum yfir þjóðina, hafa nú uppgötvað að EES-regluverkið hentar ekki (Mbl 24.1.2023). Þeir kenna það sk. "gullhúðun", ákvæðum sem okkar stjórnarráð bætir við EES-tilskipanirnar í íslensku reglugerðirnar. Þetta er auðvitað hverfandi lítið vandamál og aðeins feluleikur þeirra sem ekki vilja láta íslensk stjórnvöld stjórna í landinu heldur vilja láta ESB gera það. Það eru EES-tilskipanirnar sjálfar sem eru að keyra alla uppbyggingu fasta og stöðva þróun landsins. https://www.frjalstland.is/2023/09/12/ees-log-stodva-throun-byggdar/
Í framhaldi af EES-samningnum samþykktu okkar stjórnvöld sk. Schengensamning. Þessir tveir samningar hafa opnað landið fyrir hundruðum milljóna manna, ekki bara frá glæpasvæðum ESB heldur líka frá vanþróuðum löndum. Völdin yfir fólksinnflutningum fluttust til Brussel. Talsverður hluti fólksinnflutningsins er rekinn af glæpafélögum fólkssmyglara sem starfa í skjóli góðgjarnra grænjaxla í okkar stjórnkerfi og fjölmiðlum. Og alskyns flugfélög, sem hafa fengið leyfi til að fljúga hingað, skila ekki farþegalistum yfir innflutningin eins og þau eiga að gera. Óviðráðanleg vandamál eru farin að hrannast upp og friður meðal manna úti. https://www.frjalstland.is/schengensamningurinn-oraunhaefur-2/
Hernaðarsamtökin NATO og ESB draga okkar máttlausu forustumenn með í hernaðarrekstur til að ná undir sig auðlindum og stækka sitt yfirráðasvæði. Litla herlausa Ísland er þar með að einangra sig frá stærstum hluta heimsbyggðarinnar með tilefnislausum fjandskap við ákveðnar þjóðir. Og bjóða stríðshættu heim til Íslands. https://www.frjalstland.is/2023/12/19/stridsundirbuningur/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjálfstæðismálið
4.1.2024 | 14:30
Eini Alþingismaðurinn sem berst fyrir sjálfstæði landsins og afnámi EES-samningsins hefur nú sagt af sér þingmennsku og ætlar að bjóða sig fram til forseta (Mbl 3 & 4 jan., 2024). Forsetar síðustu áratugga hafa skrifað undir hver EES-lögin á fætur örðum möglunarlaust, þeir hafa samþykkt eitt stjórnarskrárbrotið eftir annað þar sem stjórnvald hefur verið framselt til Evrópusambandsins. https://www.frjalstland.is/2022/10/08/evropusambandid-setur-islandi-log/
Arnar Þór Jónsson þorir að tala skýrt um sjálfstæði landsins og um EES-samninginn sem hefur verið heilög kýr ráðandi valdaklíka. Með framboði Arnars kemst sjálfstæðismálið inn á umræðuvettvang þjóðmálanna þar sem þarf að útkljá það eftir 30 ára Þyrnirósarsvefn á vakt landsölumanna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ár glataðra tækifæra
29.12.2023 | 22:14
Íslendingar náðu ekki að endurræsa uppbygginguna og þaðan af síður sjálfstæðisbaráttuna á árinu sem er að líða heldur sukku dýpra í stöðnun og undirlægju.
Uppbygging orkukerfisins er strand og engin iðjuver byggð. Orkusalan komin í skúffufyrirtækjakerfi EES (kallað "markaðsvæðing"!). Orkulindir framtíðarinnar, djúpvarminn og Drekasvæðið, á hakanum. Landbúnað er ESB-regluverkið að afmá. Braskpeningar og álögur i loftslagssvindlinu flæða úr landi. Fátæktin blaktir, "fjárfestar" braska með íbúðir og felufé. Bankakerfið og fyrirtækin eru undir vaxandi áþján Brussel. Óþörfum Brussel-stofnunum fjölgar enn. Nytjaland, fyrirtæki og auðlindir færast á hendur erlendra eigenda. Ísland er að glata sínu tungumáli.
Ísland styður ennþá sríðsrekstur hernaðarbandalaganna ESB/NATO sem kostar þúsundir mannslífa og mætir vaxandi andstöðu jarðarbúa. https://www.frjalstland.is/2023/12/28/thetta-er-ordid-nog/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Götuskríll á launum
27.12.2023 | 19:16
Nú hefur götuskríll sett af stað skemmdarverk í höfuðborg Serbíu eftir að flokkur sem er óþægur við Brussel vann kosningarnar. https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/12/27/boda_24_tima_lokun_borgarinnar/
Upp er að koma sama munstrið og í Úkraínu fyrir 10 árum þegar Bandaríkin fjármögnuðu valdarán með þátttöku ESB- og NATO-aðila og úkraínskra nýnasista.
Meginfjölmiðlar Vesturlanda fá ekki fréttirnar af að það eru bandarískir, breskir og Evrópusambandsaðilar sem standa á bak við skrílslætin eins og í Kænugarði. Markmiðið er að hrekja sigurvegara kosninganna frá og koma að leppum sem hlýða Brussel, Washington og London skilyrðislaust.
Falsfréttamiðlarnir (AP, Reuters ofl) munu væntanlega á næstunni dreifa fréttum um ofbeldisverk Belgraðstjórnarinnar þegar Belgraðlögreglan verður neydd til að hreinsa skrílinn af götunum með valdi. https://www.frjalstland.is/2023/11/21/10-ara-strid/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Evrópustríð
21.12.2023 | 15:04
Evrópusambandið tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið hjá stærstu aðildarþjóðinni fyrrir 79 árum eftir að hafa drepið 27 milljónir Rússa og Úkraínumanna með þátttöku þjóðhetju Úkraínu, nasistans Stepans Bandera. Evrópusambandið ætlar að efla sríðsreksturinn og setja 50 milljarða evra (meira en 2 ára landsframleiðsla Íslands) í "stuðning við Úkraínu" og hefja aðildarviðræður (Úkraína hafnaði ESB-aðild 2013). Þá skiptir ekki máli þó einhver aðildarlönd séu á móti, ESB er ekki lýðræðissamband, þeir sem ekki hlýða Brussel eru sendir í kaffi meðan atkvæðagreiðsla fer fram. https://www.lemonde.fr/en/international/article/2023/12/20/olaf-scholz-s-successful-coffee-break-strategy-with-viktor-orban_6359543_4.html
"Stuðningurinn við Úkraínu" er stuðningur við að innlima landið í ESB og hefur hingað til orðið til þess að fórna úkraínskum hermönnum, á aðra milljón hafa þegar fallið eða særst. Þeim var sagt að þeir væru að berjast fyrir lýðræði og frelsi sem í Úkraínu hefur þýtt afnám lýðræðis, ógnarstjórn, kúgun og herskylda. Hálf þjóðin hefur verið hrakin úr landi. Úkraína er að verða rústir eftir afskipti ESB og NATO sem nú hafa staðið í 10 ár og síðustu 2 árin dregið herveldið Rússland inn í stríð til þess að verja rússneska íbúa Úkraínu og stöðva landvinninga Evrópusambandsins og NATO.
Þýskaland er að staðsetja 5000 þýska hermenn í Litháen 20 km frá landamærum Hvítarússlands. Skriðdrekar fyrir tvær þýskar skriðdrekasveitir hafa verið sendar að landamærunum. https://www.frjalstland.is/2023/12/19/stridsundirbuningur/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)