Færsluflokkur: Evrópumál

EES-svelgurinn stækkar

eu-flageurope-1045334_960_720Tilskipanavaldið (ESB) ætlar nú að heimta fé af þeim sem enn hafa sloppið við að borga fyrir losun gróðurhúsalofttegunda.

Íslensk stjórnvöld sjá um að koma EES-áþjáninni á.

Tilskipun 2023/859 fyrirskipar viðskiptakerfi "sem mun ná utanum losun frá byggingum, vegasamgöngum og viðbótargeirum"-. Þetta nýja kerfi, "ETS2-kerfið verður rekið samhliða ETS-kerfinu en losun frá því mun áfram reiknast sem samfélagslosun sem fellur undir svokallaða beina ábyrgð ríkja-"(ESR, nr 2018/842)

Skilji nú hver sem betur getur óráðssvamlið (skriffinnamálið) frá Brussel í íslenskri þýðingu! ETS-kerfið tottar fleiri og fleiri milljarða af íslenskum fyrirtækum í losunarkvótabrask, flugfargjöld hækka, vöruverð hækkar, útflutningstekjur minnka, fátæktin eykst eins og í ESB en ESB-braskarar fitna!

https://samradapi.island.is/api/Documents/ae7b1e88-47cf-ee11-9bc1-005056bcce7e

Útblástur koltvísýrings og hauglofts frá mannsathöfnum hefur ómælanleg áhrif á loftslag Jarðar. Stærstu bankar heims, sem létu áður vélast af græna fagurgalanum https://www.climateaction100.org/, eru nú að hætta að veita "grænum fjárfestingum" forgang. Þær borga sig ekki og bankamenn trúa ekki lengur á "grænu" blekkingarnar. https://www.theguardian.com/business/2024/mar/05/us-banks-leave-esg-finance-climate-crisis

West Virginaríki hefur bannað fjóra stóra banka frá þáttöku í verkefnum vegna andstöðu bankanna við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn og þáttöku í ESG-stefnunni um "sjálfbærarar" fjárfestingar. https://www.foxbusiness.com/politics/west-virginia-cracks-down-on-major-banks-over-environmental-activism

En Evrópusambandið heimilar sínum stórmeðlimum að reka kola- og gasorkuver þó við eyjarskeggjarnir (sem álpuðumst til að láta lélegt (eða timbrað?) alþinig veita því vald hér) séum látnir blæða fyrir að nota eldsneyti.

Ríkisstjórn Íslands býður mönnum að gera athugasemdir við lagafrumvörp á Samráðsgátt https://island.is/samradsgatt/mal/3686 Það er blekkingaleikur, EES/ESB-tilskipunum er aldrei breytt, þær verða alltaf að lögum og reglugerðum með sama innihaldi og þegar þær komu frá Brussel (nema þær séu um skipaskurði, járnbrautir eða gasröralagnir), stundum er bætt við einhverjum óþarfa frá brjósti ESB-hermikráka hér.

 


Stríð að skella á

Cettafree-photo-of-ddayEitt af gáfnaljósum ESB, og núverandi forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, segir að nú séru fyrirstríðstímar. 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/03/29/evropa_nu_a_fyrirstridsarum/

Dómsdagsspámannakór Evrópusambandsins fékk góðan samherja þegar Macronapoleon Frakklandskeisari sagði að gæti þurft að senda franska hermenn til bardaga við Rússa (þeir eru þegar mættir).

Sjálfskipaða spámenn og ofurgáfaða leiðtoga Vesturlanda hefur lengi langað til að splundra Rússlandi og komast í auðlindir þess, Napoleon reyndi 1812, Hitler 1941 og Churchill og Truman mótuðu stríðsstefnu gegn Rússlandi 1946. https://www.frjalstland.is/2024/03/30/ovinur-buinn-til/

Obama og Biden tóku upp stríðsþráðinn 2014 og komu af stað stríði gegn Rússunum í Donbas.


ESB á kaf í mykju

eu-flageurope-1045334_960_720Bændur Evrópusambandsins vilja ekki láta græna bölið verða til þess að þeir verði lagðir niður. https://www.frjalstland.is/2024/02/12/graena-bol-landbunadar-evropusambandsins/

Þeir mótmæla tilraunum sambandsins til að eyðileggja þeirra atvinnugrein með vitfirrtum "grænum" stefnumálum. Þeir mæta til Brussel og dæla mykju á Evrópusambandið.  https://www.youtube.com/watch?v=vwKGlJqmC2A


Hernaður Íslands

nato-26848_960_720Skotfærakaup Íslands 300_milljónir.

Þau fáheyrðu tíðindi berast að Ísland muni kaupa skotfæri handa hryðjuverkastjórn Úkraínu sem nú hefur í heilan áratug rekið tilefnislaust árásarstríð gegn rússneskum borgurum landsins, og nú líka Rússlandi sjálfu, á vegum NATO og ESB. https://www.frjalstland.is/2024/01/27/vaxandi-hernadur-gegn-russlandi/

Sjaldan launar kálfurinn ofeldið en Rússar, sem skotfærin eru ætluð til að drepa, hafa í 8 áratugi verið dygg vinaþjóð, ein mikilvægasta viðskiptaþjóðin og auk þess stuðningsþjóð Íslands og gert Íslandi kleyft að verjast ágengni Breta og fleiri V-Evrópuvelda og verja fiskimiðin.

Íslendingar geta ekki lengur státað af því að vera friðelskandi þjóð. Við erum ekki einu sinni trygg okkar bestu vinum. Það verður rannsóknaefni hvernig þetta gat gerst en ljóst er að áhrifamenn landsins og stjórnmálahreyfingarnar sem komist hafa til valda ráða ekki við að halda merki Íslands á lofti en hafa gert Íslendinga að aumkunaverðum leppum stríðsmangara Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og NATO.

Skömm íslenskra ráðamanna verður erfit að afmá.


Er ESB fyrirmynd?

frakklandsfániNilovpexels-photo-9267417Evrópa þarf nú að búa sig undir stríð við Rússland segir einn af Brusselgáfnaljósunum (hjá ESB þýðir "Evrópa" ESB þó aðeins rúmur helmingur Evrópubúa búi í ESB). Evrópusambandið hefur sagt sínum meðlimum að koma sínum hagkerfum í stríðsham því Rússar muni ráðast á ESB (mbl 20.3.2024)! Eins og margt annað frá ESB er sá spádómur byggður á umfangsmiklum lygavef sem hefur verið spunninn í rótgróinni heimsvaldahyggju V-Evrópu sem hefur ásælst auð Rússlands í aldir.

Macronapoleon Frakklandskeisari og Brusselþursana dreymir um að ESB taki við sríðsrekstrinum gegn Donbas og Rússlandi af Bandaríkjunum sem hafa rekið hernaðinn síðan Obama-stjórnin hóf hann 2014 með stuðningi ESB og NATO. Afskipti ESB og NATO og viðbrögð Rússa við þeim eru að leggja Úkraínu í rúst https://www.frjalstland.is/2024/02/29/ukraina-logd-i-rust/

Ætlar eyríkið Ísland að vera með í stríðshlaupi ESB/NATO gegn Rússlandi? Er ESB sú fyrirmynd sem Ísland þarf, lönd þar búa við meiri vandamál og fátækt en Ísland og þróast nú í átt að múslimaríkjum meðan sjálfum Evrópubúum fækkar. Viljum við lög ESB yfir okkur? Uppbygging iðnaðar og orku er að stranda, landbúnaðurinn er að kikna, samkeppnislög ESB/EES og Samkeppniseftirlitið standa í vegi fyrir þróun atvinnufyrirtækjanna, umhverfistilskipanirnar stöðva uppbygginguna, loftslagstilskipanirnar færa fúlgur fjár til Brusselbáknsins. Og nú er stríðsandinn kominn yfir Vesturevrópuveldin eins og svo oft áður með geigvænlegum afleiðingum. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/03/22/katrin_fundadi_med_forsaetisradherrum_evropurikja/

Það er löngu kominn tími til að segja Ísland frá valdi Brussel, EES-samningnum og vitfirrtum stríðsæsingi gegn Rússlandi sem hefur verið ein öruggasta vinaþjóð Íslendinga og hefur aldrei gert árás á Vesturevrópu þó þurft hafi að reka Vesturevrópska heri heim eftir að þeir höfðu drepið milljónir Rússa. https://www.frjalstland.is/2024/01/27/vaxandi-hernadur-gegn-russlandi/

 


Bankakerfinu má bjarga

bankarHiteshpexels-photo-1739855Þetta er klárt og málið leyst! Landsbankinn á pening og getur keypt hlut í Íslandsbanka af ríkinu og þarf ekki að fara að braska með einhver tryggingafélög!

Þá verður hægt með timanum að fækka bönkum og stækka Landsbankann og gera hann að öflugum 100% þjóðarbanka án áhrifa áhættusækinna "fjárfesta" sem mundu setja hann á hausinn fyrr eða síðar.

Bábiljuspekingar eru enn til sem vilja einkavinavæða helst allt sem ríkið á, þeir einkavinavæddu gömlu ríkisbankana og komu á regluverki EES sem saman rústaði bankakerfinu og skattgreiðendur fengu allt í fangið https://www.frjalstland.is/2023/10/08/hrunid-fimmtan-ara/ Og nú segja þeir að ríkið eigi að selja sinn hlut í bönkum og nota féð í "innviði".

Gáfnaljósin meðal þessara bábiljuspekinga eru ekki vitrari en svo að þeir átta sig ekki á að bankar eru með mikilvægari innviðum hvers lands. Stór banki í eigu ríkisins mundi leiðrétta á vissan hátt hina glæpsamlegu einkavæðingu bankakerfisins og efla uppbyggingu unga fólksins.

Einkavæðing bankanna var ein af verstu gerðum íslenskra stjórnmálamanna síðari tíma sem ásamt með lögleiðingu EES fór nærri því að setja Ísland í þrot. Þrátt fyrir að neyðarlög hafi tekið EES úr sambandi og Sigmundur Davíð hafi sigrað braskarana og bjargað ríkissjóði standa endursmíðuð bankaflökin og EES-áþjánin í vegi fyrir að unga fólkið geti byggt upp sinn efnahag, regluverkið er hannað fyrir staðnað og fátækt landsvæði ESB. https://www.frjalstland.is/2023/07/01/fataektarmenning/


3 stríð í gang

hermennKongkamsripexels-photoStríðsríkið stefnir nú á að halda gangandi 3 stríðum: Í Úkraínu, Mið-Austurlöndum og Kína.

Verktökustríð nýnasistanna í Úkraínu á vegum Bandaríkjanna hefur staðið í 10 ár en Evrópusambandið er að reyna að taka við. Stríðið gegn Palestínu, Líbanon, Jemen og Íran fór af stað í byrjun vetrar. En gengið í Hvíta húsinu er nú að munda byssurnar gegn Kína. Bandarískir hermenn eru komnir til Kinmen eyja rétt við strönd Kína. https://asiatimes.com/2024/03/us-green-berets-deploying-to-taiwans-front-line/

Manndráp stríðsríkisins í Írak, Afganistan, Serbíu, Líbíu og Afríku hafa minnkað en manndráp og þjófnaður heldur áfram í Sýrlandi.

Af því að Bandaríkin eru okkar helsta bandalagsríki ættu íslensk stjórnvöld að hætta að naga neglurnar og segja Könunum að hætta þessu áður en við aumingja bandamennirnir fáum líka allan heiminn upp á móti okkur!


Nýtt járntjald

ESB og NATO hafa nú strekkt nýtt járntjald gegnum Evrópu, frá austurlandamærum Finnlands að austurlandamærum Rúmeníu við Svartahaf. Og nú á að reyna að teygja það austur að Don og suður að Svartahafsströnd.

explosion-67557__480Það hefur þegar tekið við af gamla járntjaldi Churchills og Trumans sem gekk í gegnum Berlín og suður í Adríahaf en það var strekkt eftir að Rússar gersigruðu Þjóðverja og hröktu flótta þeirra vestur og tóku Berlín og austurluta Þýskalands og mesta alla Austur-Evrópu undir sitt vald eftir að hafa hreinsað svæðið af Þjóðverjum. Ekki átti að sleppa ófreskjunni aftur af stað til Rússlands.

En ófreskjan villti á sér heimildir en sýnir nú sitt innra eðli. Nýja járntjaldið á að gera það sama og það gamla, útiloka og einangra Rússland og leggja það í framhaldi undir Bandaríkin&leppa til þess að stela auðlindum þess og sleppa auðvaldinu í þær.

ESB sagðist ætla að koma á friði í Evrópu en sýnir nú sinn tilgang og er orðið stríðsbandalag. NATO átti að verja okkur gegn Ráðstjórnaríkjunum sem leystust upp fyrir aldarþriðjungi. En ESB og NATO hefur tekist að koma í veg fyrir samstarf og friðarvilja og hafa haldið Evrópu í innri flokkadráttum og úlfúð og undirbúa nú stríð við Rússland. Hernaðarhreiðrum er nú dritað niður austur við nýja járntjaldið og herflokkarnir flykkjast þangað.

Íslendingar þurfa að segja sig frá stríðsmangi Evrópusambandsins og NATO.

https://www.frjalstland.is/2024/01/27/vaxandi-hernadur-gegn-russlandi/


Bjarni í sókn fyrir Ísland

Sharma-free-photo-of-lake-and-victoria-memorial-behind-in-kolkataBjarni Ben var að gera fríverslunarsamning við eitt stærsta og hraðast vaxandi hagkerfi heims, Indland. https://economictimes.indiatimes.com/news/economy/indicators/india-to-remain-fastest-growing-major-economy-in-2024/articleshow/106416321.cms?from=mdr

Það voru okkar fríverslunarsamtök, EFTA, sem sáu um að gera samninginn, Sviss, Noregur, Ísland og Liechtenstein mynda EFTA. Það fylgja engar kvaðir um að Indland fái tilskipanavald með samningnum eins og Evrópusambandið fékk með EES-samningnum.

Samningurinn opnar á aukin og frjáls viðskipti við Indland á ýmsum sviðum en Indland er að slíta sig laust frá gömlu nýlenduherrunum og þeirra kumpánum. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/03/10/ad_saekja_taekifaerin_og_landa_theim/

Nú getur Bjarni einbeitt sér að undirbúningi að fríverslunarsamningi við Evrópusambandið svo hægt sé að losna við EES-samninginn áður en atvinnuvegir Íslands verða rústir einar.https://www.frjalstland.is/2023/12/28/thetta-er-ordid-nog/


Úkraína lögð í rúst

tank-5125073_960_720Afskipti ESB- og NATO-landa hafa leitt hörmungar yfir Úkraínu. Stór hluti íbúanna er farinn, flestir til Rússlands, heilu árgangar ungra manna eru sem næst horfnir. Ukraínumenn eru smám saman að átta sig á hvað hefur gerst þrátt fyrir að einhliða áróður stjórni umfjölluninni.

Hernaður NATO-landa í Írak, Júgóslavíu, Afganistan, Líbíu, Sýrlandi, Yemen, Palestínu er gegn smáþjóðum sem geta ekki rönd við reist. En nú eru stríðsherrarnir í Washington, London og Brussel farnir að kássast uppá helsta kjarnorkuveldi heims, Rússland, og stórþjóðir Asíu, Kína, Indland, Íran.

Okkar bandamenn eru ekki bara aumkunarverðir heldur líka heimskir og hættulegir.

https://www.frjalstland.is/2024/02/29/ukraina-logd-i-rust/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband