Færsluflokkur: Evrópumál
EES-aðildin kostar iðnaðinn og flugið stórfé
14.1.2021 | 22:47
Ein útbreiddasta hjarðheimskan er að "kolefnishlutleysi" og minna "kolefnisspor" bæti loftslag.
I raun er staðan sú að jurtir jarðar hafa tekið svo mikinn koltvísýring úr loftinu að það þyrfti að margfalda koltvísýringsútblásturinn til að koma aftur á góðum koltvísýringsstyrk fyrir gróðurinn. Það getum við því miður ekki. En braskarar geta grætt á útblásturskvóta ESB sem okkar iðnaður og flugfélög þurfa að eyða stórfúlgum í að kaupa.
EES-aðildin kostar iðnaðinn og flugið stórfé
Evrópumál | Breytt 15.1.2021 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
EES samningnum þarf að segja upp og breytast í Brexit samning.
13.1.2021 | 10:14
Ef íslensk og norsk stjórnvöld ætla að sinna hagsmunum sínum gagnvart ESB þurfa þau að bregðast við nú þegar Bretar hafa náð góðum viðskiptasamningi án þess að þurfa að lúta lagavaldi Brussel á flestum sviðum.
Rifta verður EES samningnum, því hann er ekki lengur besti fríverslunarsamningurinn, jafnvel samningur ESB við Kanada er betri að þessu leyti.
"Lögfræðingurinn og þingmaðurinn Marit Arnstad, fyrrum samgönguráðherra í ríkisstjórn Miðflokksins fyrr á áratugnum, segir að með samkomulaginu sjáist að hægt sé að viðhalda verslun við ESB á annan hátt en felst í EES samkomulaginu."
Þeir fá aðgang að innri markaðnum og sameiginlegri verslun, sem er eftirsóknarvert, en þeir þurfa ekki að vera með í samræmdu reglugerðarumhverfi sem setur einstökum löndum þröngar skorður í eigin stefnumótun, sagði Arndstad. Heming Olaussen, sem stýrir EES nefnd Sósíalíska vinstriflokksins tók í sama streng, ásamt því að benda á þá niðurstöðu í samkomulaginu að Bretar losna undan valdi Evrópudómstólsins. Brexit samkomulagið tryggir sjálfstjórn þjóða á betri hátt en EES samkomulagið gerir fyrir okkur, segir Olaussen að því er fram kemur í frétt Express í Bretlandi.
Samkomulag Breta við ESB betra en EES
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stóru misstök stjórnvalda,-að treysta á ESB
11.1.2021 | 08:39
Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans var mjög gagnrýnin á stjórnvöld í útvegun bóluefna fyrir þjóðina í Víglínunni í gær og furðar sig á því að Ísland skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni, þegar það sé yfirlýst stefna hérlendra stjórnvalda að vera utan þess.Björn Rúnar benti á að Ísland ætti kost á að treysta á lyfjastofnanir Bandaríkjanna og Bretlands í mati á bóluefnunum.
Kári Stefánsson hefur einnig haft uppi svipaða gagnrýni. Þeir hafa báðir haldið því fram að íslensk stjórnvöld hefðu getað tekið forystu í undirbúningi bóluefnakaupa í júlí þegar ljóst var hvaða aðilar voru komnir með bóluefnið á annað þróunarstigið, þannig hefðum við getað tekið mikilvægt skref til að útvega og bólusetja alla þjóðina á skömmum tíma,-eins og Ísrael stefnir nú í klára á næstu tveimur mánuðum.
Í þessu máli er aumkunarvert að sjá hvernig Forsætis-og Heilbrigðisráðherra reyna að réttlæta það að Ísland hengi sig við ESB í þessu máli. Sami orðhengilshátturinn er notaður í þessu máli og þegar Ísland er viðhengi við ESB í loftlagsmálum, "mikilvægt að standa saman", "það styrkir Ísland að vera í samráði við löndin í kringum okkur" og annað í þeim dúr. Þau hafa meira að segja sagt að við gætum ekki gengið fram hjá Lyfjastofnun Evrópu,-enn og aftur skín EES samningurinn í gegn,-þó heilbrigðismál á Íslandi séu utan samningsins.
Þessi tvö mál sýna svo ekki verðu um villst, að íslensk stjórnvöld, sama hvaða flokkar stjórna, hafa gefist upp á því að vera fulltrúar sjálfstæðrar þjóðar. Þau eru farin að tala eins og fulltrúar þjóða í miðstýrðu ESB.
Hvernig stendur á því? Er þetta minnimáttarkennd?
Þessi kynslóð núverandi stjórnmálamanna kemst ekki í fótspor forvera sinna hvað pólitískan stórhug varðar, sama í hvaða flokki þeir voru, - því miður.
EES andstaðan í Noregi
9.1.2021 | 11:27
Er annað landslag í stjórnmálum í Noregi og á Íslandi? Í Noregi vill Hægri flokkurinn og Verkamannaflokkurinn ganga í ESB, þó veruleg andstaða verkalýðshreyfingarinnar sem er sterk í flokknum, sé því andsnúin.
Andstaða við EES samninginn hefur vaxið undanfarin ár og ekki ólíklegt að hún hafi veruleg áhrif á þingkosningar í haust. Verður það sama upp á teningnum til Alþingiskosninga í haust?
"Andstæðingar aðildar Noregs að EES-samningnum gætu því endað í oddastöðu í kjölfar kosninganna í haust. Eina leiðin fram hjá því væri að Verkamannaflokkurinn og Hægriflokkurinn myndi samstarf, en litlar líkur eru á því."
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/09/telja_brexit_betri_kost_fyrir_noreg_en_ees/
"Steingervingar" í stjórnmálum og innflutningsklíkan.
7.1.2021 | 10:06
Einkenni steingervinga eru að hafa steingerst í fortíðinni. Í mannlífinu má sjá slíka "steingervinga", en þeir eru fáir því lífið leyfir ekki stöðnun og neyðir flesta til að þróast áfram. Í stjórnmálin safnast þó hlutfallslega margir "steingervingar" saman til óheilla fyrir samfélagið. Meðal þeirra eru fyrrum formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem vilja ganga í björg ESB og steingerast þar. Trúblinda þeirra er svo mikil á ESB að þeir taka hagsmuni útflutningsatvinnuvega þjóðarinnar fram yfir óskir innflutningsheilsala sem sjá má glögglega í nýrri skýrslu um viðskiptahagsmuni Íslendinga. Horft út fyrir Evrópu
Ef reynt er að greina af hverju f.v. formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins gengu í björg, verður strax fyrir skýr mynd. Heilög hendi heildsalana sem stjórna Samtökum atvinnurekanda lofaði þeim viðreisn með stofnun flokks undir þá. Í flokki þeirra, Viðreisn, er pólitíska áherslan á að loka sig af inn í sovétsku bandalagi sem þorir ekki í fríverslun við heiminn heldur lokar sig af með tollmúrum, enda á fallandi fæti. Önnur pólitísk stefnumið er að leggja af landbúnað á Íslandi, ekki af aðdáun á stefnumálum Samfylkingarinnar, heldur af vilja heildsalanna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bretar frjálsir, Íslendingar ófrjálsir
2.1.2021 | 14:52
Sendiherra Breta segir í viðtali í Morgunblaðinu í morgun m.a;
Nú höfum við tækifæri til að móta hagkerfið okkar sjálf, ekki eftir höfði 27 annarra landa,
Það er hinsvegar staðreynd að þegar þessar 27 þjóðir ESB hafa komið sér saman um einhverja málamiðlun, þurfa Íslendingar að taka það upp í lög og löggjafainn, Alþingi, má ekki breyta stafkrók, heldur ber að samþykkja möglunarlaust. Þetta nákvæmlega voru Bretar að koma sér úr.
Kostnaður Breta við að gera viðskiptasamning við ESB var að fórna fiskveiðilandhelgi sinni til margra ára. - En íslenskir stjórnmálaflokkar sem eru taglhnýtingar ESB vilja hinsvegar færa ESB fiskveiðilandhelgi Íslendinga með inngöngu í ESB, en lita þann vilja sinn með orðskrúði sem þau skilja ekki einu sinni sjálf.
Bretar frjálsir - við sitjum eftir
29.12.2020 | 14:10
Nýársdagur og Bretar verða aftur frjálsir. Þeir náðu viðskiptasamning við ESB/EES eftir mikið þjark. Fiskimennirnir voru sviknir og samningurinn er opinn á mörgum sviðum, barátta Breta við ESB heldur því áfram.
"Velkomin til framtíðarinnar og samningsumleitana án enda - tíu blaðsíður í samningnum eru um fjöldann af sameiginlegum nefndum, ráðum, vinnuhópum og talbúðum með als kyns völd" (David Allen Green).
En aðalmarkmiðið náðist: Bretar hætta að lúta tilskipanavaldi og dómsvaldi ESB, þeir setja nú sín eigin lög og reglur og dæma innanlands í sínum málum.
En við jólasveinarnir á Klakanum sitjum eftir innilokaðir í kvöðum ESB/EES. Það þýðir að ESB hefur yfirstjórn á hvaða vörur frá Bretlandi má selja hér og ESB getur í krafti EES truflað samskipti okkar við Bretland. Okkar mikilvægustu viðskiptalönd (Bretland ásamt Bandaríkjunum og Rússlandi) verða frá áramótum öll utan múranna og ýmiss samskipti okkar við þau háð ESB-veldinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frelsið endurheimt
22.12.2020 | 14:02
Það er bæði dýrt og erfitt að endurheimta glatað frelsi. ESB vill ekki að breska þjóðin fái frelsið sem hún kaus 23.6.2016. ESB vill ekki semja, hótar og útilokar.
Barátta Breta hefur afhjúpað ESB sem valdabákn sem hefur áhuga á yfirráðum yfir þjóðum en hunsar lýðræði og frelsi. En forsprakkar ESB, gömlu stríðsþjóðir meginlands Evrópu, misreiknuðu viljastyrk Breta eins og fyrri daginn. Breska þjóðn endurheimtir frelsið á nýársdag.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ónýtar vindmyllur
19.12.2020 | 16:37
Reynsla nágrannalanda af vindmyllum er að þær gera orkuna dýrari og óöruggari og valda rafmagnsleysi. Þær verða fljótt ónýtar en þegar þarf að fjarlægja þær kemur oft í ljós að eigendurnir eru gróðabrallarar (með væmið "grænt" nafn) sem ekki næst í.
Kostnaðurinn við niðurrifið lendir á almenningi, ríkinu eða sveitarfélögum. Sveitarstjórn Rangárþings ytra er að reyna að losna við tvö vindmylluhræ, annað 3 ára brunarúst, en ekket gengur. Eigendurnir nást ekki. Hræin standa í náttúru Íslands til minningar um umhverfisvernd og "grænar" lausnir ættaðar úr EES-tilskipunum og fylgt eftir hér á okkar kostnað af íslenskum loftslagsskrumurum á fullum launum hjá okkur.
Er löggjafavald ESB eðlisfræðilögmál?
5.12.2020 | 16:39
Tímaritið Economist líkir löggjafavaldi ESB við eðlisfræðilögmál Newton. Það sem hreyfist verði ekki stöðvað.ESB valtar yfir aðildarríki.
Það sama á við Ísland. Alþingi er stimpilpúði fyrir lagasmíði ESB á öllum sviðum samfélagsins. Það má ekki breyta einum stafkrók í tilskipunum ESB en alþingismenn láta sér það vel lynda. Ef tilskipanir ESB eru ekki teknar upp ríður refsivöndur ESA yfir bak ráðuneytanna og embættismenn. ESB-lög hrannast upp.