Færsluflokkur: Evrópumál
Engar fleiri virkjanir
4.3.2025 | 14:15
Það er búið að lögleiða svo mikið af tilskipunum frá Evrópusambandinu að virkjanir og rafmagnslínur eru ekki lengur byggðar https://www.frjalstland.is/2025/03/02/leyfisveitingakerfi-ees-veldur-orkuskorti/.
Framvegis verða það bara franskir og norskir braskarar sem fá að reisa vindmyllur og reka þær á kostnað íslenskra skattgreiðenda en eins og kunnugt er ganga vindmyllur ekki fyrir vindi heldur niðurgreiðslum hins opinbera, sbr. reynslu nágrannalanda https://www.frjalstland.is/2021/10/08/vindmyllur-og-orkukreppan/. Vindorkuver enda jafnan í gjaldþroti og þá þarf ríkið að láta rífa flökin fyrir mikinn pening. Í hinu (skin)heilaga umhverfishimnaríki Svía er nú verið að stöðva og hætta við hvert vindorkuverkefnið eftir annað https://8sidor.se/alla-valjare/2024/09/vindkraft-blir-stoppad/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vanhæf ríkisstjórn
1.3.2025 | 15:35
Þorgerður og Kristrún hafa nú afhjúpað sig sem vanhæfa ráðherra sem fleipra með stóryrðum og grófum ásökunum um forustu mikilvægustu bandamannaþjóðar Íslendinga. Þær segja um fund Selenski í gær (28.2) með forustu Bandaríkjanna -"þetta var eins og þeir hefðu einsett sér að mæta þarna-forsetinn og varaforsetinn- til þess að niðurlægja Selenski"!. Það sem gerðist var að Selenski hagaði sér eins og dóni og móðgaði bandarísk stjórnvöld og bar fram eina lygina eftir aðra framan í forsetann og varaforsetann. Og var því vísað á dyr! (mbl 1.3.2025)
Ráðherrar okkar spilla fyrir friðarumleitunum Bandaríkjastjórnar og framlengja stríðið með óhróðri um forustu Bandaríkjanna. Og "stuðningi við Úkraínu", peningum frá íslenskum skattgreiðendum svo Banderítaklíkan (nasistinn Stefan Bandera er þjóðhetja þeirra) í Kænugarði geti haldið áfram að drepa Rússa með vestrænum vopnum.
Þorgerður heldur að "Evrópa" (les NATO-Evrópa) sé með burði til að tryggja varnir Íslands og vill "Evrópu standa enn sterkar og Ísland þar á meðal" með glórulausum stríðsæsingum og vopnavæðingu. Þeir sem þekkja eitthvað í sögunni vita að Ísland hefur aldrei getað treyst á stuðning eða varnir Evrópulanda en fengið að horfa upp í fallbyssukjafta þeirra og orðið fyrir tilraunum þeirra til að setja Ísland í þrot (1952, 2008), þeir sem helst stóðu að því, Bretar, vilja nú senda sinn her inn í Úkraínu til þess að "tryggja öryggi"!. Við Íslendingar höfum ekkert að gera með "varnir" þessarra landa, okkar verjendur til 74 ára, Bandaríkin, eru eitt helsta herveldi heims.
"-Það er Rússland sem er ofbeldismaðurinn í þessu öllu saman"- segir ráðherrann og bergmálar blekkingar um að innrás Rússa hafi verið tilefnislaus. Það er fjarri lagi. Bandaríkjastjórn Barak Obama og aðilar í ESB komu leppstjórn að völdum sem hóf stríðið gegn rússneskum íbúum Austur-Úkraínu á vegum NATO- og ESB-landa fyrir réttum 11 árum. Árið 2022 var búið að þenja Úkraínuher upp í að vera stærri en nokkur her NATO-Evrópu. Rússlandsher var sendur inn í Úkraínu þegar her Banderítanna hafði rekið stríðið gegn Rússum Austur-Úkraínu í 8 ár. Og eftir að Bandaríkin, NATO- og ESB-lönd höfðu viljandi brotið alla samninga sem gerðir höfðu verið við Rússland (samningarnir voru m.a. um stækkun NATO og ofsóknir gegn rússneskum borgurum Úkraínu (Minsk).) Það er því eðlilegt framhald nú að ábyrg stjórnvöld, sem nú hafa tekið völdin i Bandaríkjunum, bindi endi á stríðið sem Obama og Biden og evrópskar strengjabrúður hófu.
Óhróður forsætisráherra og utanríkisráðherra Íslands er fyrir neðan allar hellur og samræmist ekki þeirri ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Fleipur íslenskra ráðherra er að gera okkar öflugustu bandamenn og vinaþjóðir, Bandaríkjamenn og Rússa, að óvinum íslensku þjóðarinnar. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eiga að segja af sér án tafar.
Evrópumál | Breytt 3.3.2025 kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kristrún ruglar
22.2.2025 | 13:29
"Það fer ekki á milli mála hver árásaraðilinn sé í innrásarstríði Rússlands í Úkraínu-" segir frú forsætisráherra sem ætlar til Úrkaínu til að sýna landinu stuðning. https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/02/21/kristrun_fer_ekki_a_milli_mala_hver_redst_a_hvern/
Þetta er sami uppspuninn og lygasmiðjur NATO- og ESB-landa hafa haldið að okkur á annan áratug.
Það sem Kristrún þyrfti að vita er að þennan dag, 22. febrúar árið 2014 var löglega kjörinn forseti Úkraínu flæmdur úr embætti af vopnuðum sveitum ríkisstjórnar Obama. Aðstoðarutanríkisráherra hans, Victoria Nuland, sá um framkvæmdina sem hafði verið lengi í undirbúningi og kostað 5 milljarða dollara. Þátt tóku nýnasistar Úkraínu en nasistinn Stefan Bandera er þjóðhetja landsins. Ýmsir aðilar í ESB og NATO voru líka þátttakendur. https://www.frjalstland.is/2022/05/05/bloduga-valdaranid-i-ukrainu/
Leppstjórnin sem var komið að völdum eftir valdaránið hóf innrásarstríð gegn Donbasshéruðunum sem höfðu lýst yfir sjálfstæði enda útlit fyrir að nýnasistar og erindrekar USAID og CIA tækju völdin. Kænugarðsstjórnin setti af stað kúgunaraðgerðir gegn Rússum Úkraínu sem varð til þess að gerðir voru samningar, Minsk I og II, um réttindi þeirra 2014 og 15. Þeir samningar voru þverbrotnir án tafar eins og loforð NATO um að þenja hernaðarbandalagið ekki til Austur-Evrópu.
Árið 2021 fengu rússnesk yfirvöld njósnir af áætlunum Bandaríkjanna um að setja upp herstöðvar í Austur-Úkraínu. Í febrúar 2022 var Rússneski herinn sendur inn í Úkraínu, aðallega til hjálpar Donbassbúum en einnig til að reyna að afvopna Kænugarðsstjórnina. Hún hafnaði fyrirliggjandi friðarsamningum vorið 2022 að fyrirmælum bresks fulltrúa frá NATO.
Í janúar sl. urðu þau straumhvörf í Bandaríkjunum að til valda kemur forseti sem tekur til við að vinda ofan af Rússahatrinu sem hefur stjórnað utanríkismálum Vesturlanda síðan á dögum Trumanns og Churchill. Hann hefur nú ákveðið að stöðva Úkraínustríðið sem hefur verið stríð Bandaríkjanna frá upphafi. Það er auðvitað mistök hjá okkar ráðherra að fara til Úkraínu til þess að styðja stríð sem er ekki þeirra stríð og Bandaríkin eru að stöðva.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfirvofandi hætta
12.2.2025 | 13:45
Hætta á að nýju ríkisstjórninni takist að láta Alþingi afsala sínu löggjafarvaldi endanlega til Evrópusambandsins er nú yfirvofandi.
Ábyrgir Íslendingar spyrja sig hvernig það gat skeð að svona óábyrgt og kjarklaust fólk komst á valdastóla Íslenska lýðveldisins.
Augljóst svar er að 39% landsmanna (sem kusu stjórnarflokkana) hafa ekki vit á hagsmunamálum Íslands.
Þingmálaskrá stjórnarinnar sýnir að hún mun ekki gera neitt sem til frambúðar horfir en gutla með skítareddingar í í EES-tilskipanakraðakinu sem sett hefur verið í lög og reglur Íslands. https://www.frjalstland.is/2025/02/11/thingmalaskra-156-logjafarthings-2025-ees-mal/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Orkuver út á sjó
20.1.2025 | 17:32
Við getum nú hætt að reyna að hlýða glópskum EES-tilskipunum, sem stöðva orkuuppbygginguna, og í staðinn framleitt kjarnorku á sjónum þar sem tilskipanasvartnætti EES/ESB nær ekki til!
Líklega ódýrasta og öruggasta leiðin til þess að komast hjá áþján EES/ESB í orkumálum væri að semja við stærsta kjarnorkuveraverktaka heims, Rosatom, um að útvega okkur fljótandi kjarnorkuver. Við getum hnýtt það við bryggju og tengt við flutningskerfið.
Kjarnorkuver eru miklu hagkvæmari en vind- eða sólorkuver.
EES-samningurinn stöðvar þróun orkukerfisins og atvinnuuppbygginguna. Stofnanir landsins eru orðnar eins og kolkrabbar sem teygja griparmana í uppbyggingarverkefnin og drekkja þeim í feni EES/ESB-regluverksins.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Virkjanastopp EES
15.1.2025 | 20:25
Alþingi álpaðist til að setja enn eina glórulausa EES-tilskipunina frá Evrópusambandinu í lög, "vatnatilskipunina" 2000/60, sem stjórnar Umhverfisstofnun og kemur í veg fyrir að sú stofnun geti veitt leyfi fyrir Hvammsvirkjun. Allar_nýjar_vatnsaflsvirkjanir_i_uppnámi
Þessi tilskipun er ekki sú eina sem stöðvar uppbyggingu Íslands, haugur af tilskipunum frá ESB vegna EES hefur staðið í vegi fyrir eðlilegum framkvæmdaundirbúningi í orkugeiranum síðustu áratugi https://www.frjalstland.is/2023/09/12/ees-log-stodva-throun-byggdar/
En við getum bara slappað af. Utanríkisráherra/frú okkar er í Brussel og ætlar að koma okkur í Evrópusambandið með skít og skinni, með aðstoð RÚV, Evrópusambandið hlýtur að senda okkur ölmusu í staðinn fyrir brottfallnar tekjur af virkjunum eins og gert er í sambandinu þar sem almenningur verður fátækari með hverju árinu sem líður. En það endar nátúrulega með að ESB flosnar upp eins og þegar er greinilga hafið. Eins og kunnugt er sögðu Grænlendingar sig úr ESB fyrstir þjóða og fá nú tilboð um að sameinast Bandaríkjunum! Sem er ekki líklegt að þeir þiggi heldur.
Evrópumál | Breytt 16.1.2025 kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Útlend stofnun ræðst inn
8.1.2025 | 17:53
Eftirlitsstofnunin með að við hlýðum Evrópusambandinu (EES-samningnum), ESA, réðst inn í íslenskt fyrirtæki!
Þetta hefur ekki gerst áður. Sjálfstæðar þjóðir heimila ekki erlendum efirlitsstofnunum að taka hús á sínum bogurum.
Það var EES-samningurinn sem afsalaði framkvæmdavaldi til Brussel. Nú eru afleiðingarnar að koma í ljós: Útlendir valdsmenn ráðast inn í íslensk fyrirtæki og væna þau um lögbrot (á Evrópusambandslögum)! Alþingi álpaðist til að gera samkeppnislög ESB að íslenkum lögum 1993. ESA fékk heimild til að sekta Íslendinga, það var fáheyrður ræfildómur hjá Alþingi að leyfa erlendum aðila að ganga að borgurum landsins með févíti. https://www.althing.is/lagas/nuna/2005044.html
Þetta sannar og sýnir að EES-samningurinn brýtur stjórnarskrá lýðveldisins: Ólöglegur, ekki marktækur. Eftirlitsmenn frá Brussel hafa ekki neitt erindi hér og eiga að hypja sig.
Evrópumál | Breytt 9.1.2025 kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lýðræðið í uppnámi
30.12.2024 | 18:35
Nærri þriðjungur landsmanna fékk ekki fulltrúa á Alþingi í kosningunum, stjórn landsins hefur ekki meirihluta landsmanna a bak við sig, aðeins 40%.
Ef ekki tekst að bæta framkvæmd lýðræðisins getur landið setið uppi með algert valdaleysi í eigin málum, gjaldmiðil annarra manna og auðlindirnar komnar í eigu útlendinga.
https://www.frjalstland.is/2024/12/30/islenska-lydraedid-i-uppnami/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stefnuyfirlýsing
28.12.2024 | 17:24
nýju ríkisstjórnarinnar byrjar vel og lofar góðu um margt þó greinilega sé margt sagt af bjartsýni enda nýliðar að byrja sem þurfa frið til að átta sig. Verðmætasköpun, menningu og heilbrigði á að auka, vonandi gengur það vel.
Það á að hagræða og einfalda stjórnsýslu, breyta húsnæðismarkaðnum, herða eftirlit með starfsmannaleigum, auka orkuöflun. Og auðlindir landsins verði þjóðareign. Allt ágætt en nýja ríkisstjórnin á eftir að reka sig á að hún getur ekki stjórnað öllu, það þarf að afnema (eða hunsa) margs konar reglu-og lagaákvæði frá EES til þess. Til dæmis eiga aðilar í EES rétt til að eiga jarðlendur með orkulindum og að nýta orkuna, þar er forgangur þjóðarfyrirtækja Íslendinga andstæður EES. Húnæðismarkaðurinn kemst ekkí í lag meðan bankarnir eru reknir með regluverki EES og "fjárfestar" fá að braska með íbúðir.
Svo koma tískumálin í yfirlýsingunni: Styrkja við orkuskipti, vindorkunýtingu, kolefnishlutleysi. Alt saman draumórar sem stjórnað er frá Brussel og mundu kosta þjóðarauðinn verði reynt að koma þeim í framkvæmd.
Í lok stefnuyfirlýsingarinnar kemur svo vondur hortittur:
-" utanríkisstefnu sem byggir á - náinni samvinnu við Evrópusambandið, - norræn ríki og NATO - þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna (les aðlögunar) um aðild Íslands að Evrópusabmbandinu - erlendum sérfræðingum falið að vina skýrslu um kosti og galla krónunnar-".
Nýja ríkissjórnin verður að fá tíma til að átta sig á hvað eru hagsmunir landsmanna. Sjálfstæð og hlutlaus utanríksstefna er fyrirskrifuð af okkar lýðveldisstofnendum. Aðild að Evrópusambandinu yrði til þess að sökkva Íslandi niður í vandamál deyjandi fátæktar- og hernaðarsambands. Missir eigin gjaldmiðils yrði stjórnlaus peninga- og efnahagsstefa sem gerði Ísland að bónbjargarlandi sem þyrfti að reiða sig á annarra manna peninga. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/21/stefnuyfirlysing_rikisstjornarinnar_i_heild_sinni/
Evrópumál | Breytt 29.12.2024 kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stríðssamband
3.12.2024 | 16:46
Evrópusambandið er orðið stríðssamband eins og vísir menn sáu að mundi gerast þegar helstu stríðsþjóðir V-Evrópu stofnuðu til bandalags fyrir 7 áratugum. Meira að segja dátunum í NATO er nú orðið nóg um og segjast alveg geta ráðið sjálfir við Rússa!
-Kaja Kallas er orðin kommissar í utanríkismálum og öryggismálum Evrópusambandsins af því að hún borðar Rússa í morgunmat (að eigin sögn) og var ónothæf heima í Litháen. https://commission.europa.eu/about/organisation/college-commissioners/kaja-kallas_en
-Andrius Kublius er orðinn stríðskommissar Evrópusambandsins af því að hann hefur verið Rússahatari í áratugi og vann í brunarústum Litháen eftir að landið lenti í Evrópusambandinu og misti ungu kynslóðina til útlanda. https://www.politico.eu/article/andrius-kubilius-defense-space-chief-european-parliament-hearing-russia/
-Annalena Baerbock, utanríkisráð"herra" Þýskalands, er vinsæl hjá gáfnaljósum Evrópusambandsins af því að hún hreytir svívirðingum í Rússa og Kínverja (mikilvægustu viðskiptalönd Þýskalands). https://sputnikglobe.com/20241203/cringe-diplomacy-germanys-fm-unleashes-tirade-of-threats--accusations-during-china-trip-1121079546.html
-Ursula var með spillingarmál yfirvofandi (í hermálaráuneyti Þýskalands) en er illa haldin af Rússahræðslu og var því gerð að forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins https://commissioners.ec.europa.eu/ursula-von-der-leyen_en
Og ræfils Norðurlönd eru búin að fá stríðsæsingaluðrur sem leiðtoga sem hegða sér eins og óðir hundar.
Með þetta fólk sem leiðtoga á Evrópusambandið og lepparnir, EES, ekki eftir annað en að verða kjarnorkustríði að bráð.
https://www.frjalstland.is/2023/12/19/stridsundirbuningur/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)