Færsluflokkur: Evrópumál

Svandís upprétt

skjaldarmerkiSvandís reis upp og fór að tala af visku strax og hún losnaði úr hættulegu ríkisstjórninni: -"öryggi Íslands er betur tryggt utan NATO".

Blaðamaður reyndi að fanga hana í net kaldastríðslyga til að segja að við þyrftum að vera í NATO til að verja okkur. En hún lét ekki fanga sig heldur lýsti með sannfæringu að Rússagrýlan væri ekki eina öryggishættan. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/03/segir_oryggi_islands_betur_tryggt_utan_nato/?origin=helstu

Þó ekki sé hátt risið á Vinstrigrænum núna hafa allir eitthvað til síns máls eins og Svandís í viðtalinu. Hennar flokkur í hættulegri ríkisstjórn dró Ísland í hernað NATO og ESB. Og klappaði Svía og Finna inn í hernaðarklúbbinn NATO í andstöðu við grundvallarstefnu frumherjanna.

Svandís gæti verið á leið að endurnýja Vinstrigrænaflokkinn með baráttu fyrir hagsmunum Íslands, sjálfstæði og fullveldi, friði og herleysi. Ef henni tekst að þvo grænu glýjuna framan úr flokknum og segja hann frá stríðsmangi NATO og ESB á hann langa framtíð fyrir sér. https://www.frjalstland.is/2020/12/10/graena-glyjan/

https://www.frjalstland.is/2024/01/27/vaxandi-hernadur-gegn-russlandi/#more-3204


Ómarktækur EES-samningur

eu-flageurope-1045334_960_720Guðmundur Alfreðsson, lögfræðingur í þjóðarétti hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði þegar EES-samningurin komst á dagskrá að hann samrýmdist ekki stjórnarskránni. Um bókun 35 sagði hann að samningsloforð um forgang EES-reglna væri ekki marktækt https://www.frjalstland.is/2024/10/26/ees-samningurinn-er-ekki-marktaekur/

Þetta var þaggað niður af þeim sem vildu koma Íslandi undir erlent vald og álit 4-manna nefndar þáverandi utanríkisráðherra  tekið fram yfir. Það álit reyndist rangt.


Órar OR

gufaNú ætlar Orkuveitan að fara að græða almennilega, 350 milljarða, á loftslagssvindlinu og ekki seinna vænna meðan margir trúa ennþá lygunum um skaðsemi koltvísýrings og fjárplógskerfi ESB um losun koltvísýrings (ETS) er enn ekki dautt. Leikfélagar OR ætla að dæla reyk frá Evrópusambandinu niður í karsprungið Reykjaneshraunið og vonast til að hann komi ekki upp aftur þegar hann hefur eyðilagt ferskvatnið í Reykjanesinu.

Það er borin von, sá hluti reyksins sem binst myndar s.k karbónöt en það eru einmitt þau sem valda gríðarlegri losun koltvísýrings úr hrauninu í kvikuumbrotum á Reykjanesi. Og koltvísýringsgasið seitlar upp úr sprungum ásamt með menguninni sem fylgir því frá ESB.

Aðferð Carbfix við að binda koltvisýring er óreynd og mjög takmörkuð og skiptir engu máli um loftslagið. Jörðin sjálf gleypir um 1000.000.000.000 tonn (þúsund gígatonn) af koltvísýring árlega en CarbfixOR ætla að byrja með um milljón tonn sem mótsvarar einum milljónasta hluta af því sem jörðin bindur án þatttöku OR eða ESB. Aðrar aðferðir eru betri, þekktari og öruggari, þar á meðal ræktun, s.s. skógrækt.

Verkefni stjórnenda OR er að einbeita sér að því að útvega okkur orku og koma í veg fyrir heitavatns- og rafmagnsskort í staðinn fyrir að leika sér við loftslagsloddara sem véla sveitamenn í glæfraverkefni (Mbl. 23.10.2024)


Heimssamvinna

Kazanfree-photo-of-kazan-kremlin-behind-cobblestone-streetBRICS eru vaxandi samtök sjálfstæðra þjóða sem standa utan stríðsbandalaganna (NATO og ESB) og vinna gegn valdi þeirra, aðallega á efnahagssviðinu. Efnahagsumfang BRICS er orðið stærra en gömlu iðnveldanna. Samtökin halda nú fund í Kazan þangað sem forsetar Kína, Indlands og Rússlands ásamt fleiri þjóðarleiðtogum mæta. https://brics-russia2024.ru/en/

Þetta er umhugsunarefni fyrir Ísland sem er orðið hjálenda ESB og NATO á meðan heimsbyggðin eflir sína efnahagssamvinnu og sjálfstæði og stefnir a frið. Þeir sem gerðu Ísland sjálfstætt 1944 sáu fyrir sér hlutlaust land með vináttu og samvinnu við allar þjóðir. Þeir voru sviknir strax 1949 af forustumönnum frá Sjálfstæðisflokki, Krötum og Framsóknarflokki, Bjarna Benediktssyni, Emil Jónssyni og Eysteini Jónssyni sem fóru til Washington og gerðu Ísland að NATO-landi en með í kaupunum var að hér yrði ekki her á friðartímum.  Það var auðvitað líka svikið. Bestu menn áttuðu sig strax á að NATO yrði kúgunarher Ameríku- og Breta-auðvaldsins og efndu til mikilla mótmæla 30 mars 1949 þar sem lögregla ífærð breskum herskrúða var látin slást við mótmælendur.

 


Hættuleg ríkisstjórn

nuclear-explosion-356108_960_720Ein hættulegasta ríkisstjórn sem komist hefur til valda í landinu er nú loksins að fara frá. Hún hefur komið landinu í stríð við vina-og viðskiptþjóð af uppspunnu tilefni sríðsæsingamanna NATO og Evrópu-sambandsins/EES. Hinn heimatilbúni óvinur er enginn annar en eitt helsta kjarnorkuveldi heims!

https://www.frjalstland.is/2022/08/19/island-tekid-i-strid/

Hún eyðir skattfé landsmanna í vopn og stríðsaðföng.

Hún stundar refsingar gegn vinveittum þjóðum og veldur hruni útflutningstekna og gjaldþroti fyrirtækja.

Hún hefur komið yfir landið vaxandi fjölda af lögum og reglum Evrópusambandsins/EES um orkumál og umhverfismál sem stöðva uppbyggingu hérlendis.

Hún hefur sökkt landinu dýpra í okurdýrar en óþarfar, gagnslausar og barnslegar "loftslagsskuldbindingar" sem Evrópusambandið stjórnar og hirðir fé af.

Hún hyggst láta Alþingi samþykkja að lög Evrópusambandsins, sem er nú að breytast í hernaðarsamband, sem berast með EES-tilskipunum, séu æðri landslögum. Og brjóta þannig stjórnarskrána einn ganginn enn.

Hún og núverandi Alþingisheimur þurfa að koma sér burt áður en meiri skaði skeður. Við skulum vona að landsmenn beri gæfu til þess að kjósa sér betri fulltrúa til Alþingis í komandi kosningum.

 


Danskur vindur

oldwindmillpexels-photo-6559426Nú stendur til að auka "samvinnu" Dana og Íslendinga í "grænum verkefnum" og orkuöflun. Hvergi í heimi er orka dýrari og óhagkvæmari en í Danmörku enda Danir lengi virkir þátttakendur í "loftslagsmálum"!

Danska ríkið á meirihluta í stærsta sjóvindmyllufyrirtæki heims, Örsted, stærsti vindmylluframleiðandinn er líka Danskur, Vestas. Risaverkefni Örsted hafa verið að stöðvast eitt af öðru þegar menn hafa áttað sig á hvert stefndi (vindmyllur ganga ekki fyrir vindi heldur ríkisstyrkjum!) https://www.theguardian.com/environment/2023/nov/01/rsted-cancels-two-us-offshore-windfarm-projects-at-33bn-cost

Í Svíþjóð keyrði stórt "rafeldsneytisverkefni" Örsted í strand í sumar. Þar átti að framleiða "rafeldsneyti", tréspíra úr rafgreiningarvetni og koltvísýring eins og í Carbon Recycling í Svartsengi. https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/ Það var auðvitað allt byggt á óskhyggju, það þarf tvöfalt meiri orku til að framleiða bara vetnið en sem fæst svo úr spíranum. Og ekki bætir úr skák að vindmyllurafmagnið í vetnisframleiðsluna er of dýrt og stopult. https://www.spglobal.com/commodityinsights/en/market-insights/latest-news/energy-transition/081524-orsted-scraps-swedish-flagshipone-e-methanol-project-under-development

Það er ekkert vitlaust að vinna með Dönum, bara ekki í orkumálum eða "grænum verkefnum"! https://www.frjalstland.is/2024/10/13/danskur-vindur/

Friðrik Daníelsson, efnaverkfræðingur


Slök leskunnátta

pisafree-photo-of-the-leaning-tower-of-pisaFrú ráðherra Þórdís telur að alþingismenn kunni ekki að lesa en Evrópusambandið sendi enn einn bleðilinn um að leskunnáttu væri hér ábótavant (Písa) en það átti reyndar bara við um unglingana okkar! Þórdís ætlar að láta alþingismen afsala löggjafarvaldi Alþingis endanlega þó standi að lesa í starfslýsingu þeirra: "Alþingi og forseti fara saman með löggjafarvaldið" sem þýðir að ef Alþingi reynir að gera löggjafarvald Evrópusambandsins æðra sínu eigin yrði það marklaus gerningur nema stjórnarskránni https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html yrði breytt en það tekur ár og dag og þá gæti verið búið að leggja Evrópusambandið niður.

Reyndar hefur Alþingi hingað til samþykkt möglunarlaust allt tilskipanafarganið frá Evrópusambandinu vegna EES þó einhverjar túlkanir hafi ekki verið í anda Brussel og einstöku glórulaus mál látin hanga á horriminni enda íslenska stjórnkerfið of lítið til að kyngja öllu EES-svamlinu. Það gerir því ekki mikið til þó alþingismenn kunni ekki að lesa, Evrópusambandið stjórnar áfram meðan landsmenn kjósa sér máttlaust Alþingi og ráðherrar eins og Þórdís fara með stjórnvald hér. Nú standa aðeins eftir 20% kjósenda sem styðja núverandi ríkisstjórn.


Stríðsglæpir NATO

eiffelpexels-photo-11299696Franskur rithöfundur og leikstjóri, Patrick Pasin, hefur lagt fram kæru hjá saksóknara í Brussel á hendur fyrrum framkvæmdastjóra NATO, Stoltenberg, fyrir stríðsglæpi.

Hann hafi brotið bæði mannréttindalög, stofnskrá Sameinuðuþjóðanna og NATO og aukið stríðið í Úkraínu og ekki dregið úr stríðsaðgerðum þegar hann gat það.

https://napieu.com/index.php/2024/10/03/former-nato-secretary-general-jens-stoltenberg-charged-with-war-crimes-at-brussels-prosecutors-office/

Það eru vaxandi raddir í Evrópu og Bandaríkjunum sem fordæma stríðsrekstur NATO og ESB gegn Rússlandi. Aðildarlönd ESB/EES og NATO hafa þverbrotið nærri því hvern einasta alþjóðasamning um ríkjasamstarf, réttindi og skyldur sem hægt er að brjóta og reynt að einangra Rússland frá samskiptum við aðrar þjóðir. Árangurin er m.a efnahagshrun og stjórnmálaleg upplausn sem er þegar farin að valda hörmungum sérstaklega í Evrópusambandinu og Bretlandi.


EES: Orkuskortur, þrælahald

landsvirkjunimagesLandsvirkjun fær ekki að virkja, EES-regluverkið stendur í vegi. Og versnar stöðugt. EES-lög stöðva þróun byggðar

Íslenskir afturhaldsmenn hjálpa til, gera athugasemdir, kæra og koma á "rammaáætlun" (uppbyggingarhöftum). Íslensk stjórnvöld eru of hrædd við ESB til að losa Ísland úr EES og setja íslensk lög.

Hundraðþúsund fátækir atvinnuleysingjar frá jaðarsettum svæðum Evrópusambandsins/EES eru fluttir til Íslands stjórnlaust í samræmi við EES-reglur og margir leigðir út af "starfsmannaleigum" og látnir búa í alls kyns hreysum, tilskipun 2008/104/EB https://www.althingi.is/lagas/nuna/2005139.html

Þenslan margumtalaða er aðallega afleiðing af "ESB-frelsinu", stjórnlausri fólksfjölgun og hægt að lækna ef íslensk stjórnvöld hefðu eitthvert bein í nefinu og segðu EES upp og settu íslensk lög í stað þess að treysta stöðugt á vaxtaokur.


Erindrekstur fyrir ESB

EUflag-3370970_960_720Ríkisstjórn Íslands gengur erinda Evrópusambandsins og ætlar að láta Alþingi samþykkja nærri 60 mál, nærri þriðjung þingmálanna í vetur, sem eru EES-fyrirskipanir, sumt mál sem ESA hefur nöldrað um, sum málin eru með mörgum tilskipunum eða reglugerðum frá Brussel. https://www.frjalstland.is/2024/09/17/thingmalaskra-155-loggjafarthings-2024-2025-ees-mal/

EES-tilskipunum er aldrei breytt efnislega þær eru bara þýddar og samþykktar af Alþingi eftirgennslanalaust. Samtök sem studdu aðild Ísland að EES eru nú farin að kvarta yfir að EES-tilskipanirnar séu "innleiddar með meira íþyngjandi hætti" en í ESB og kalla það "gullhúðun". Oft byggt á misskilningi, vandamálið er frekar að eftirlitsstofnanirnar sem eiga að framfylgja reglunum hérlendis taka sér meiri völd en meðalhófi gegnir en þær mega nota tilskipanirnar beint út úr hestmúla Brussel (þegar sameiginlega EES-nefndin hefur stimplað þær) og þurfa því ekki að fletta i því sem ráðuneytin gefa út. Þannig er nú búið að spilla virðingu íslenska Stjórnarráðsins okkar.

Stofnanirnar okkar þekkja ekki vinnubrögð eftirlitsiðnaðarins í Evrópusambandinu en þar eru menn vanir valdboðum frá opinberum skriffinnum sem oftast vita lítið um það sem þeir eru að setja reglur um. Eftirlitsstofnanirnar í Evrópu (það er í stóru skriffinnskulöndunum Frakklandi, Þýskalandi og fleirum) nota yfirleitt aðeins úr þeim það sem eðlilegt má teljast en horfa framhjá hinu. Okkar eftirlitsstofnanir eru svo hræddar við ESB að þær þora ekki að gera það.

Það að fjarlægir skriffinnar sem ekki þekkja íslenskt samfélag setji því reglur er vandamálið með EES-samninginn.

Það er semsagt Evrópusambandið sem segir Alþingi og Stjórnarráðinu fyrir verkum. Íslendingar eru svo hræddir við sambandið að þeir hlýða öllu svamlinu þaðan, miklu þægari en Norðmenn að sögn eins gamals EES-sérfræðings (Baudenbacher, sjá Mbl 16.9.2024)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband