Færsluflokkur: Evrópumál
Boris búinn
8.7.2022 | 16:48
Hávaðasamasti stríðsæsingamaður Evrópu, einleikari í eigin leikþætti valdagræðginnar, er búinn, hættan á kjarnorkustríði hefur minnkað um sinn þar með. Boris var mikill tilþrifamaður og gerði það sem aðrir gátu ekki. Hann frelsaði Breta frá ESB. En þegar lífskjör almennings hrundu, verð á lífsnauðsynjum var komið upp úr getu almennings, lífskjarakreppan lagðist yfir, lauk leikþætti Bórisar. Það var græna blaðran, vitfirringin um að banna eldsneyti og kjarnorku, sem varð Boris að falli. Æsifréttamiðlarnir flýttu bara fallinu. Með vindmyllum og sólorkuverum skall á orkukreppa, of dýr orka og orkuskömmtun. Vöruverð fylgdi á eftir, nauðsynjar urðu of dýrar. https://www.frjalstland.is/2022/04/03/vaxandi-fataekt/
Boris reyndi að kenna Rússum um kreppuna en landar hans sáu í gegnum það. Öfgafull framganga hans gegn Rússlandi og stríðsmangið með leppstjórninni í Úkraínu minnkuðu fylgi hans meðal vitiborinna Breta. Stríðsórar gegn Rússum eru að vísu hluti af breskri menningu en þeir yngri trúa þeim ekki lengur og treysta ekki fjölmiðlum, hvað þá stjórnmálamönnum.
Evrópumál | Breytt 10.7.2022 kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
NATO út úr skápnum
5.7.2022 | 14:14
Aðalritari NATO (sá sem kemur í sjónvarpið með stríðsæsingar á holræsa-ensku og minnir á Göbbels) viðurkenndi á blaðamannafundi (ekki mikið sagt frá honum í falsfréttafjölmiðlum ESB og NATO-landa) að NATO hafi síðan 2014 verið að undirbúa að nota Úkraínu í umboðsstríð við Rússland.
"Raunveruleikinn er að við höfum verið að undirbúa þetta síðan 2014-" https://www.azerbaycan24.com/en/us-led-bloc-has-been-preparing-since-2014-to-use-ukraine-for-proxy-conflict-with-russia/
Hann minntist ekki á þátt þátt NATO i valdaráninu í Kænugarði í febrúar 2014 sem var upphafið að Úkraínustríðinu.
https://www.frjalstland.is/2022/05/05/bloduga-valdaranid-i-ukrainu/
NATO og Joe fram yfir dag
3.7.2022 | 15:51
Verkefni NATO lauk 26.12.1991, þá átti að leysa bandalagið upp. Í staðinn gerðu Bandaríkin og Evrópustríðsveldin það að stríðsfélagi með útþenslu og sundurlimun Rússlands sem markmið. Þau sviku samninga sem gerðir voru við Rússa, s.s. 1997-samning um að Bandaríkin mundu ekki hafa fasta nærveru margra hermanna í Póllandi. Árangurinn varð óhugnanlegur stríðsrekstur NATO-landa og ESB með Úkraínu sem lepp og unga Úkraínumenn sem byssufóður.
"Bandaríkjamenn vilja ekki stríð við Rússland en NATO og okkar eigin heimsku leiðtogar eru að draga okkur inn í stríð sem enginn mun vinna. Mögnun stríðs vegna Úkraínu, sem er ekki í NATO, skapar hættu á kjarnorkustríði, það er valdabrölt sem setur allan heiminn í hættu. Við ættum að draga okkur úr NATO" (Majorie Taylor Greene) https://www.newsweek.com/marjorie-taylor-greene-nato-war-russia-war-ukraine-conflict-mtg-1720627
Jon Voight vill ákæra Joe Biden. "Látið ekki þennan forseta, Joe Biden, rífa niður með lygum hverja tommu sem kostuðu fórnir með blóði, svita og tárum" (Jon Voight). https://www.newsweek.com/jon-voight-seeks-president-joe-biden-impeachment-twitter-video-gop-democrats-republicans-1720729
bloggið skrifar Friðrik Daníelsson
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland í stríð?
30.6.2022 | 16:56
EES-samningurinn hefur valdið miklum usla í islensku þjóðfélagi og hefur nú orðið til þess að Ísland hefur dregist með í stríðsrekstur. Ísland hefur tekið þátt í viðskiptabönnum og flutningi vopna til stríðssvæðisins. Íslenska þjóðin hefur ekki fengið að segja hvort hún vill taka þátt í stríðsrekstri.
Með tilskipanavaldinu sem EES-samningurinn færði ESB, stjórnar sambandið viðskiptabönnum á Rússland. Tilskipanirnar fóru að flæða í mars 2014, sú fyrsta 18.mars um "þvingunaraðgerðir - í ljósi ástandsins í Úkraínu"! https://www.frjalstland.is/2022/03/07/utthensla-nato-og-esb-orlagarik-mistok/
"Ástandið" samkvæmt ESB var "innlimun Rússa á Krím", kunnugleg ESB-rangfærsla, Krím ákvað að sameinast Rússlandi í þjóðaratkvæðagreiðslu 16. mars. 2014. En hið raunverulega neyðarástand varð þegar Obama/Biden-stjórnin og sendlar þeirra í ESB og NATO frömdu blóðugt valdarán eftir að lögleg stjórn Úkraínu hafnaði aðild að ESB. Valdaræningjarnir komu til valda leppstjórn, studda af öfgahreyfingum, sem hóf strax í febrúar 2014 árásir á eigin borgara: Borgarastyrjöld.
EES-samningurinn er farinn að valda hættu á að Ísland dragist inn í stórstyrjöld vegna þáttöku í umboðsstríði ESB gegn Rússlandi. Það er orðin þjóðarnauðsyn að losa landið undan samningnum og taka utanríkismálin föstum tökum. Tilefnislaus fjandskapur við Rússland er runninn undan rifjum hættulegra kaldastríðsþursa og landsölumanna sem hafa aðgang að fjölmiðlum og breiða út rakalausar fullyrðingar.
https://www.bjorn.is/dagbok/ofgar-i-thagu-russa
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/06/30/russnesk_lygi_sem_menn_a_vesturlondum_falli_fyrir/
Þátttaka Íslands í stríðsæsingum gegn einu stærsta kjarnorkuveldi heims er hrein vitfyrring.
https://www.frjalstland.is/2022/05/05/bloduga-valdaranid-i-ukrainu/
bloggið skrifar Friðrik Daníelsson
Evrópumál | Breytt 2.7.2022 kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í slæmum félagsskap
26.6.2022 | 14:41
Margir þjóðarleiðtogar hafa áttað sig á að ESB er slæmur félagsskapur. Kína og Indland styðja ekki stríðsrekstur ESB og NATO gegn Rússlandi. Forseti Serbíu, sem hefur orðið fyrir manndrápum NATO, Aleksandar Vucic, segir að ESB sé í beinu stríði við Rússland og hugsi ekki um annað.
Utanríkisráðherra Rússlands, sem á traust margra Íslendinga, segir ESB og NATO, með því að gera Úkraínu og Moldovu að umsóknarríkjum, að reyna að koma saman bandalagi til að berjast við Rússland svipað og Nasistar reyndu gegn Ráðstjórnarríkjunum fyrir Seinni heimsstyrjöldina.
Vegna EES-samningsins hefur Ísland dregist inn í stríðsrekstur ESB og NATO og tekið þátt í viðskiptabönnum og vopnaflutningum. Það er mikið áhyggjuefni velviljuðum Íslendingum að landið sé komið í félagsskap stríðsæsinga.
https://www.frjalstland.is/2022/05/31/evropusambandid-hervaedist/
Harmaáætlun með vindmyllur
24.6.2022 | 12:19
Alþingi er búið að vera að kúgast yfir harmaáætlun (eða var það rammaáætlun) sem setur hömlur á nýtingu auðlinda en loftslagsráðherra var sáttur.
Forsætisráðherann bjargar orkumálunum, hún ætlar að fá arð af vindmyllum: "-strax þyrfti að setja ramma um hvernig arður af vindorku rynni til þjóðfélagsins-" (Rúv 17.6.2022). Engu þjóðfélagi hefur tekist að fá arð af vindmyllugörðum, aðeins kostnað og umhverfisspjöll.
"Græna" vitfirringin er á batavegi og ESB farið að auka kolabrennslu.
Nú er auðvelt að ljúga orkukreppu Vesturlanda upp á Rússa en hún stafar af rangri orkustefnu síðustu áratugi. Verðhækkun á gasi og olíu í ESB í ár varð meiri en ella vegna þess að ESB skaut sig í fótinn með viðskiptabönnum á besta birgjann.
https://www.frjalstland.is/2022/06/22/rammaaaetlun-vindmyllur-og-kol/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rússarnir eru að koma!
21.6.2022 | 15:43
Rússagrýlan er farin að hræða krakkana og ungmennin sem gerð hafa verið að okkar fulltrúum. Þórdís heldur að "-rússnesk herför geti farið að nálgast íslenskt yfirráðasvæði nú þegar Rússar gera sig svo digra við nágrannaríki ýmisst með beinum hernarðaraðgerðum í Úkraínu eða með ógnandi tilburðum-" (Mbl 21.6.2022).
Það þarf að kenna krökkunum (og reyndar mörgum fullorðnum sem fá ekkert annað en falsfréttasvamlið frá meginfjölmiðlunum) sögu samskipta Íslands og Rússlands. Rússar hafa aldrei sýnt Íslandi fjandskap eða farið með hernaði gegn Norrænumælandi þjóðum að fyrra bragði, reyndar ekki heldur V-Evrópu. Þeir hafa stutt Ísland í baráttu við NATO-lönd allt frá lýðveldisstofnun. Hernaður þeirra á rússneskumælandi svæðum Úkraínu nú er gegn fasistískri leppstjórn Bandaríkjanna og ESB í Kænugarði sem hefur stundað dráp á rússneskumælandi íbúum þar í 8 ár. Í raun hryðjuverk. https://www.frjalstland.is/2022/05/05/bloduga-valdaranid-i-ukrainu/.
Breskar sögur af nálægð og hótunum Rússa eru venjulegir breskir stríðsórar, breska ríkisstjórnin rekur "task force" til þess að bera út lygar um Rússa. Margir leiðtogar NATO og ESB, stríðsæsingamennirnir sem minna á Göbbels, eru miklu hættulegri íslensku þjóðaröryggi en Rússar. https://www.frjalstland.is/2022/05/31/evropusambandid-hervaedist/
Heimildamenn Rússa sögðu þeim í fyrra að NATO væri með tilbúnar áætlanir um herstöðvar í Austur-Úkraínu við landamæri Rússlands. NATO er þekkt fyrir að ráðast á þjóðir með manndrápum, m.a. Serba nágranna Rússlands.
Evrópumál | Breytt 22.6.2022 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meiri falsfréttaflutningur
19.6.2022 | 19:42
Færri og færri treysta fréttadagskrám meginfjölmiðlanna, þetta kom í ljós í nýrri rannsókn Reuters. Falsfréttaflutningurinn, og ekki síst þöggun frétta sem ekki samrýmast skoðunum miðilseigandans, hefur breiðst út og aukist hratt.
Vaxandi fjölda fólks finnst fjölmiðlarnir undir óeðlilegum stjórnmálaáhrifum. https://www.reuters.com/business/media-telecom/more-people-are-avoiding-news-trusting-it-less-report-says-2022-06-14/
Eftir að vopnuðu átökin hófurst í Úkraínu 2013 hefur fréttaflutningurinn þaðan orðið æ hlutdrægari og eftir íhlutun rússneska hersins 2022 hefur hann náð nýjum hæðum í rangfærslum og yfirhylmingum.
Margir meginfjölmiðlar Vesturlanda, ekki síst Bretlands og Bndaríkjanna, stunda meðvitaðar þagganir og rangfærslur. Bretar hafa stofnað sérstakan verkefnishóp "gegn áróðri Rússa" sem virðist í raun miðstöð rangfærslna um Rússa og átökin í Úkraínu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað varð af fiskinum?
17.6.2022 | 23:13
Þegar Ísland varð frjálst 17. júní fyrir 78 árum var nógur fiskur í sjónum og langt fram yfir miðja öld var veitt margfalt magn á við það sem vísindamenn nú náðursamlegast leyfa. Hafró vill nú veiða enn minna. https://www.hafogvatn.is/is/midlun/frettir-og-tilkynningar/i-dag-kynnir-hafrannsoknastofnun-uttekt-a-astandi-nytjastofna-og-radgjof-fyrir-naesta-fiskveidiar
Eins og allir rétttrúaðir menn vita er orsökin fyrir minni fisk í sjónum hamfarahlýnunin, og meðfylgjandi hlýnun sjávar, eins og boðberar guðspjallsins um eyðileggingu loftslagsins af mannavöldum predika árlega. En samkvæmt mælum Hafró https://www.frjalstland.is/kolnun-sjavar/ heldur sjórinn afram að kólna, þá minnka fiskgengdirnar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vopnamiðstöðin
15.6.2022 | 18:40
NATO-ríki halda árfam stríðsrekstrinum í Úkraínu, tugir NATO-starfsmanna sitja nú í herstöð Bandaríkjanna í Stuttgart og sjá um að senda vopn til Úkraínustjórnar, hafa þegar sent 66.000 tonn, 8 milljarða dollara virði. https://www.bbc.com/news/world-europe-61816337
En hermenn Úkraínustjórnar, þar á meðal þúsundir málaliða á mála frá NATO-löndum, ráða lítið við rússneska herinn, þeir nota nýju vopnin til þess að sprengja íbúðahverfi, íþróttamannvirki og fæðingadeildir í Austurhéruðunum eins og þeir hafa gert í 8 og 1/2 ár. https://www.rt.com/shows/news/557150-rtnews-june-15-09msk/
Rússarnir eru búnir að króa Úkraínuhermennina inni í efnaverksmiðju, Azot, þar sem þeir halda þúsundum borgara sem lifandi skjöldum. Rússar buðu 12 tíma hlé til að koma fólkinu burt en Úkraínuhermenn sleppa fólkinu ekki. út. https://www.rt.com/russia/557203-ukraine-severodonetsk-humanitarian-corridor/
Evrópumál | Breytt 16.6.2022 kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)