Færsluflokkur: Evrópumál

Steinaldarlandbúnaður

sri-lanka-1037002_960_720Á Sri lanka hefur verið hungursneyð, bændur hafa verið látnir taka upp "lífrænan" landbúnað og fá ekki nægan tilbúinn áburð, uppskeran er því rýr. Hollenskir bændur eru næstir, þeir eiga nú að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, sérstaklega hláturgass (köfnunarefnissýrings) með því að farga búfé og minnka áburðarnotkun. Kanadískir bændur sjá fram á þrot, leiðtogar landsins eru langt leiddir af loftslagsbábiljum og vilja að bændur fari í búhætti steinaldar. Þó hefur mistakastjórnin sunnan landamæranna vinninginn, hún ætlar að eyða 370 milljörðum í loftslagsvána!

Eins og lesendum Frjáls lands er kunnugt er engin loftslagsvá í aðsigi. Gróðurhúsalofttegundirnar svokölluðu, koltvísýringur og haugloft, frá mönnum hafa ekki mælanleg áhrif á loftslag, sama er að segja um köfnunarefnislofttegundirnar frá húsdýrum, ræktarlandi og áburði, þær verða að jurtanæringu í hringrás Jarðarinnar. Heilaþvegnir stjórnendur Sri lanka, ESB-Hollands, Kanada og Bandaríkjanna eru að reyna að koma á búskaparháttum steinaldar á fölskum forsendum. Þeir verða settir af.

En EES-samningurinn tryggir að röðin kemur að okkur að taka upp steinaldarbúskap.

Valdasjúklingar og gróðabraskarar World Economic Forum hafa tekið grænu tískuna í gíslingu og vilja koma á "Great Reset"-byltingu sem þýðir að við verðum að hætta að borða kjöt.


Ísland í stríð?

soldiers-1172111_960_720Á Ísland að taka þátt í stríði með ESB? Aðildin að EES og veik stjórn utanríkismála hefur flækt landið í vopnaflutninga til stríðs í Úkraínu. Þar eru NATO- og ESB-lönd vopnabirgjar, yfirstjórnendur, fjármagnendur, hernaðarráðgjafar, herþjálfarar, njósnarar, málaliðabirgjar og áróðursskáld. ESB ætlar nú að auka framlög til hermála um hundruðir milljarða evra.

Josep Borrell, utanríksimálastjóri ESB, segir: Innrás Rússa í Úkraínu hefur vakið okkur upp um öryggi og varnir ESB - vegna lítilla fjárfestinga er varnarmáttur okkar ónógur fyrir þær ógnir sem við stöndum frammi fyrir-

https://www.frjalstland.is/2022/05/31/evropusambandid-hervaedist/

Josep má ekki segja en það voru ESB- og NATO-aðilar sem ógnuðu Rússum og byrjuðu ófriðinn: Vopnuð árás NATO- og ESB- aðila með launuðum vígamönnum og öfgaskríl á löglega kjörin stjórnvöld Úkraínu hófust sama dag og Úkraína hafnaði aðild að ESB.

https://www.frjalstland.is/2022/05/05/bloduga-valdaranid-i-ukrainu/

Það hefur löngum verið best fyrir okkur að taka sem minnstan þátt í stríðsbrölti og lygaflækjum ESB-landa.

Bloggið skirfar Friðrik Daníelsson


Siðasta vígi lýðræðisins

clownpexels-photo-8172283Leikarar leppstjórnarinnar í Úkraínu segja að stríðið snúist um að verja lýðræðið! Falsfréttamiðlar Vesturlanda útvarpa gríninu. En lýðurinn í Úkraínu má sín lítils. Zelenskystjórnin hefur afnumið lýðræðið og bannað stjórnarandstöðuna. Úkraínskir menn eru settir fyrir framan byssukjafta Rússa. Og þegar þeir gefast upp skýtur Úrkaínustjórn sprengjum á búðirnar þar sem þeir eru í haldi. En hringja fyrst í Rússana og spurja hvort helv. svikararnir, sem eru að segja frá níðingsverkum í Donbas, séu ekki örugglega komnir í stríðsfangabúðirnar. Sprengjubrot amerísku HIMARS-sprengjanna eru í rústum Yelenovka-búðanna.

Fasistastjórnin í Úkraínu hefur nú framið hryðjuverk í átta ár. Það sem kallað er "her" Úkraínu eru hættulegar illverkasveitir sem skjóta amerískum og enskum sprengjum á íbúðahverfi í Rússahéruðum Úkraínu. Og risakjarnorkuverið í Zaporizhzhya. Flugskeytunum er reyndar stjónað beint frá Bandaríkjunum.

Það eru Bandaríkin og sendlarnir í NATO og ESB sem eru í stríði við Rússland. "Úkraínuher" ræður ekkert við rússneska herinn og hafa Amnesty International vararð við þeim:

"Úkraínuher hefur skapað almennum borgurum hættu með því að koma herstöðvum og vopnum fyrir inni í íbúðahverfum, þar eru skólar og sjúkrahús - Slíkar aðferðir brjóta alþjóða mannréttindalög og setja borgarana í hættu með því að breyta almannabyggð í skotmörk stríðsins-"

https://www.amnesty.org/en/latest/news/2022/08/ukraine-ukrainian-fighting-tactics-endanger-civilians/


Finnafjörður

oil rigpexels-photo-3207536er framtíðar staður stórskipahafnar við Bakkaflóa, aðdjúpur og hreinn af botnklettum. Þar verða birgðastöðvar fyrir gas og olíu frá Drekasvæðinu, Norður-Íshafi, Barentshafi, Grænlandi, Rússlandi og Færeyjum. Það er þess vegna óþarfa sóun á íslenskum landkostum að leggja þar höfn fyrir hernaðarbrambolt NATO

eins og einhverjum hefur dottið í hug. Hernaðarhöfn yrði bara aðdráttarafl fyrir sprengjur Rússa og Kínverja ef menn trúa óvinaímyndum NATO- og ESB-stríðsmangaranna.

Við Finnafjörð er dýrmætt land undir starfsaðstöðu og innviði (braskararnir eru farnir að leggja það undir sig). Þar verða auk birgðastöðva olíuhreinsunarstöð, petrokemisk stöð og þeirra framvinnslur. Það er ekki mjög langt í jarðhita Axarfjarðar, þarna gæti því vaxið upp fjölbreytt og mannmargt  (með innfluttum verkamönnum) atvinnusvæði.


Eitur úr samkeppnislögum EES

samkepnniseftirlit-"Við höfum sérstaka stofnun, Samkeppniseftirlit, sem er ætlað það verkefni að efla samkeppni. Því miður skilja forsvarsmenn hennar ekki að Evrópureglurnar, sem leiddar hafa verið i íslensk lög og þeir eru að framkvæma, eru miðaðar við virka markaði og eiga ekki við í fákeppninni hér heima-"

-"Sú staðreynd blasir við að fæstir markaðir á Íslandi eru frjálsir. Allt frá árinu 1993, þegar sérstök samkeppnislög tóku fyrst gildi hér á landi, hefur orðið mikil samþjöppun í átt til fákeppni. Flestir markaðir eru orðnir eitraðir af fákeppni. Keppt er um stóru viðskiptavinina en aðrir eru misnotaðir-" (Ragnar Önundarson, úr grein í Mbl 27.7.2022 https://www.mbl.is/mogginn/bladid/grein/1814653/?t=513815512&_t=1659031227.7254453

Sjá einnig umfjöllun um samkeppnislög EES á

https://www.frjalstland.is/2021/04/01/samkeppniseftirlitid-skadar-samkeppnishaefnina/

 


Árviss hitamet

climate-change-2493562_960_720Frá því loftslagsblekkingarnar hófust fyrir þrem áratugum hefur stöðugt verið dreift falsfréttum um "hitamet". Árvisst koma fréttir frá Evrópu um "hæsta hita sem mælst hefur" í hitabylgjum sem koma með vindi frá Sahara. Fjölmiðlarnir hafa síðan viðtöl við veðurfræðinga (þeir eru ekki loftslagsfræðingar) sem segja að metin séu vegna hlýnunar loftslags.

Hitametin eru yfirleitt mæld þar sem umhverfi mælanna hefur getað breyst með tíma og ekki verið kortlagt eða fylgst með vísindalega, mælarnir gefa þess vegna aðeins staðbundin, tímabundin gildi af veðurfari. Oft eru mælarnir innan um mannabyggð eins og í einni helstu "mann-mauraþúfu" heims, London, þar sem þéttbýlið hitar loftið. Næst-síðasta metið var frá Heathrow, einum umferðaþyngsta þotuvelli heims, síðasta frá helsta orustuþotuvelli Englands, Coningsby, þar sem þoturnar virka eins og tröllvaxnir gaslampar. Metið frá 2019 var frá skjólgóðum lundi á Lundúnasvæðinu. Nokkurra ára gamalt franskt hitamet var frá bílstæði með nýlögðu malbiki. Ástralskt hitamet var nálægt útblæstri kælikerfis stórrar byggingar.

Hitamet eru ómarktæk sem loftslagsmælingar nema vísindalega sé hægt að sanna að mælarnir hafi verið í óbreyttu umhverfi og aðstæðum í öld eða svo og án áhrifa sem geta breyst með tíma; trjágróðri, mannvirkjum, hitauppsprettum. Hitametin frá Evrópu sem okkar fjölmiðlar útvarpa eru yfirleitt loftslagi óviðkomandi, þau eru slembimælingar á veðrabrigðum sem loddarar nota til að reka áróður.

https://www.itv.com/news/calendar/2022-07-19/lincolnshire-registers-joint-hottest-ever-uk-temperature 


Skattfé í drekana

batterycar-7235247_960_720Þú getur keypt niðurgreiddan rafdreka (á hjólum) án þess að taka þinn þátt í að borga vegaslit þó drekinn þinn sé 1/2-1 tonni of þungur og spæni upp malbikinu. Ef þú átt alvöru bíl og borgar skattinn þinn borgar þú bæði kostnaðinn af þínum bíl og líka af rafdrekum hinna.

-Tekjur ríkissjóðs af gjöldum á bíla minnka um 20 milljarða á árinu vegna örrar fjölgunar rafbíla- (Fréttablaðið  21.7.2022)

Nú ætla okkar stjórnvöld, sem eru flækt í neti loftslagsvitfirringar ESB/EES, að leggja ný gjöld á bíla til þess að borga fyrir niðurgreiðslurnar á rafdrekunum sem þó bjarga loftslaginu ekki eins og rannsóknir Hagfræðistofnunar sýna (Mbl.22.7.2022) en þeir valda meiri og meiri skemmdum á umhverfi Jarðarinnar.

https://www.frjalstland.is/2019/10/29/rafbilavaedingin-vanhugsud/


Geislahætta af Úkraínu

nuclear powerplantpxclimateaction-4168906_960_720Leppstjórn ESB og NATO í Úkraínu heldur áfram hryðjuverkum gegn Rússum Úkraínu með aðstoð öfgaflokka. Manndrápin hafa nú staðið yfir í 8 ár og 8 mánuði slétta. Nú fær leppstjórnin ný vopn frá húsbændunum í Washington og Brussel sem þeir nota til að drepa óbreytta borgara rússnesku héraðanna https://www.rt.com/shows/news/559237-rtnews-july-20-16msk/.

Að berjast við rússneska herinn geta þeir ekki.

Síðustu tilraunir leppstjórnarinnar í Úkraínu til hryðjuverka eru að sprengja risa-kjarnorkuverið í Zaporozhye.

https://www.rt.com/russia/559319-zaporozhye-nuclear-power-plant-attacked/

ATH! Vestrænir fjölmiðlar segja aðeins frá árásum sem hægt er að ljúga upp á Rússa, rússneski fjölmiðillinn RT er oft með fyllri og sannari umfjöllun um aðalatriði en þeir vestrænu. 


Vindrellur og rafeldsneyti

windmilldeathgrulla-montes-cierzoGulli loftslagsráðherra (loftslagi óviðkomandi) telur vera hraða þróun í vindmyllum. Hann telur erfitt að ná "loftslagsmarkmiðum Íslands" nema með nýtingu vindokru (Mbl.13.7.2022). "Loftslagsmarkmið Íslands" eru tilskipanir frá þéttbýlum Evrópulöndum og hafa komið af stað lífskjarakreppu þar.

Þróun vindmylla hefur aðallega verið vaxandi kostnaður og tíðari lokanir, þær eru byggðar og reknar með fjáraustri frá skattgreiðendum og gefa dýrasta rafmagnið. Þær skemma umhverfi, landsfegurð og heilsu manna og dýra og særa fugla og eru léleg orkumannvirki.

Að framleiða rafeldsneyti með vindmyllum er ósjálfbært á báðum hæðum. Vindmyllurafmagnið er of dýrt og rafeldsneyti (rafgreiningarvetni) þarf tvöfalt meiri orku en það gefur af sér, það verður aldrei samkeppnishæft við jarðgasið.

Orkukerfi Íslands yrði fljótt að verða baggi á landsmönnum ef menn treysta á að ESB kaupi vetni til frambúðar á verði sem borgar framleiðslukostnaðinn (og landskemmdirnar). ESB stimplar jarðgas "grænt" þegar íbúarnir fara að krókna úr kulda (ath. að stimplanir ESB eiga ekkert skylt við verkfræði). Það er til ofgnótt af jarðgasi um alla Jörð, það er ódýrt og hagkvæmt. Nóg er til af kolum, notkun þeirra eykst nú í ESB.

Loftslagsmarkmið Íslands (Evrópusambandsins) hafa ekkert með loftslag að gera en eru ofurdýrar fátæktargildrur fyrir Íslendinga sem eru handhafar heimsmets í reyklausri orku. Vitfirringunni lýkur ekki fyrr en EES hefur verið aflétt.

https://www.frjalstland.is/2021/10/08/vindmyllur-og-orkukreppan/


Óráðherra?

fuel-1596622_960_720Moggi (11.7.2022) hefur eftir Þórdísi: "Viðskipti við Rússland ekki verið af hinu góða"

Rússland bjargaði Íslandi frá efnahagshruni eftir fjandsamlega efnahagsárás NATO-ríkis árið 1952. Rússar keyptu íslensku vörurnar handa almenningi og seldu okkur olíuvörur allt þar til EES-ruglið skall á 1994. Hagstæð, smurð og snurðulaus viðskipti í 40 ár. Viðskipti við Rússland héldu áfram allt til vors 2014 að Ísland fékk fyrirmæli frá ESB/NATO, byggð á lygum, um að setja viðskiptabann á Rússland.

Það þarf að koma ábyrgð á stjórnmálaflokka, sem treyst er fyrir ráðherrastólum, að þeir sjái til þess að þeirra fulltrúar hafi lágmarks þekkingu og verði marktækir og upplýstir og fari ekki með óráð um málefni íslenskrar þjóðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband