Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Lokað
18.10.2020 | 18:44
Lokanir taka lífsviðurværi og kjölfestu fólks, valda hugarvíl og heilsubresti. Sárafáir deyja nú úr kóvíð, um 1700 Íslendingar hafa dáið síðan í apríl, 10 úr kóvíð. Venjulegt fólk án heilsuvandamála deyr ekki úr kóvíð. Stjórnvöld vísa í stofnanir (sumar lélegar eða spilltar) og segja lokanir nauðsynlegar.
Það komu Kínaveirur 1957 og 1968 (Hong Kong), drápu milljónir. Hong Kong afleiða hefur verið á kreiki í 52 ár, ygldi sig í fyrravor, kóvíð 2019 og börn gæti kannske orðið viðloða næstu 52 árin. Hömlur á útbreiðsluna nú geta tafið fyrir að flensan hjaðni.
Sérfræðingar frá virtum háskólum, Oxford, Harvard, Stanford og fleirum, segja að lokunaraðgerðir yfirvalda séu rangar. Í saðinn ætti að einbeita sér við að vernda þá gömlu og veiku en láta hina halda áfram lífi og starfi, þeir geta haft uppi einstaklingsvarnir, þeim batnar yfirleitt og verða ónæmir og breiða ekki út veiruna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.10.2020 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gjössovel að gegna!
16.10.2020 | 12:06
Atvinnulausar auðlindir
14.10.2020 | 20:29
Um 7,5% af raforku landsins er atvinnulaus. Lítil eftirspurn er eftir "grænni" orku sem menn hafa haldið að hægt væri að selja á uppsprengdu verði. Þegar upp er staðið er öllum sama hvort orka sé "græn" eða ekki, menn kaupa bara það ódýrasta. Kína framleiðir ódýra orku með kolum og ódýrt ál. Ísland getur ekki keppt við það nema orkuverðið sé hóflegt og stjórnvöld verji framleiðsluna eins og aðrar þjóðir gera. Ef álver lokar yrði um þriðjungur orkunnar atvinnulaus. Orkufyrirtækin koma þá skríðandi í faðm skattgreiðenda en margir þeirra verða orðnir atvinnulausir.
-"Álverið í Straumsvík er 51 árs en meðallíftími álvera er um 60 ár"- (Bjarni Bjarnason, Viðskiptamogginn 14.10.2020).
Álverið í Straumsvík er 23 ára og yngra að stórum hluta vegna endurnýjana. Álverið mun ekki loka vegna aldurs heldur vegna of hás orkuverðs, vanrækslu stjórnvalda og umhverfiskvaða ESB/EES. Tvö kísilver standa þegar atvinnulaus, öðru var lokað með valdníðslu, hinu með úthaldsleysi og fleiru.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.10.2020 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Landskemmdir í Önundarfirði
11.10.2020 | 22:27
Stór kúabú, kröftugur landbúnaður, getur þrifist í Önundarfirði. En nú er verið að eyða peningum skattgreiðenda í að moka ofan í skurði og sökkva mögulegu ræktarlandi til að þjóna loftslagsfölsunum ESB og Sameinuðu þjóðanna. -"með framkvæmdinni er stöðvuð árleg losun upp á 480 tonn af koltvísýringi"-
Þessi fullyrðing er dæmigerð umhverfistrúarsetning framreiknuð með falsvísindaformúlum Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Vísindaleg mæling á losun fyrir og eftir ímokstur skurða er ekki gerð. Mýravilpurnar sem myndast losa svo mýragas sem er 20-sinnum öflugra "gróðurhúsaloft" en koltvísýringur. https://www.frjalstland.is/2020/06/19/endurheimt-votlendis-illa-rokstudd/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orkustefna óvita og ESB
4.10.2020 | 15:15
Ríkisstjórnin hefur gefið út orkustefnu til 2050 í 12 "markmiðum", að mestu tekin upp úr tilskipunum frá ESB. Seint í rassinn gripið, mikilvægustu kaupendur íslenskrar orku eru þegar komnir með uppgjafahljóð. Stefnan nær svo langt fram í tímann að höfundar í Brussel og Reykjavík verða ábyrgðarlausir, að mestu búnir að geispa golunni 2050. Markmiðalistinn er án vitlegrar forgönguröðunar og blanda af sjálfsögðum hlutum og tískufyrirbærum:
3- "Orkukerfið fjölbreyttara"- Þetta þýðir aðallega vindmyllur og sólarpanela sem eru slæmir orkugjafar, mjög umhverfisspillandi og verða skammlífir hérlendis.
4-"Ísland er óháð jarðefnaeldsneyti---" Þetta eru tískudillur og draumórar ESB og heimsvaldasinna og geta ekki ræst.
5-"Orkumarkaður er virkur og samkeppnishæfur"- Samkeppnismarkaður orku á Íslandi er samkvæmt tilskipunum frá ESB og ónothæfur hér. Orkuframleiðsla á Íslandi þarf að vera án gróðakröfu og samkeppnishæf við orku landa þar sem eru fyrirtæki í samkeppni við íslensk fyrirtæki. Það er orkan hér ekki lengur vegna langvarandi vanrækslu.
10.-markmiðið er það mikilvægasta en óskilgreint: "Þjóðin nýtur ávinnings af orkuauðlindunum"- Þetta þýðir ef marka má núverandi undirlægjuhátt við ESB, að ríkið selur aðilum þar aðgang að auðlindunum.
Þetta markmið (10.) ætti að vera fyrst á listanum og orðast þannig:
Fallvatns- og varmaorkuauðlindir Íslands verði nýttar af almannafyrirtækjum á sem hagkvæmastan hátt til atvinnusköpunar og fyrir heimili og orkunotendur á Íslandi.
Þannig orðað meginmarkmið er nægilegt og segir að almannafyrirtæki haldi notkunarréttinum á orkuauðlindunum og að afskipti ESB verði afnumin. Sjálfbær_þróun_leiðarljós_í_orkustefnu_til_2050
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bílar eiga að vera léttir
29.9.2020 | 13:41
Þegar Porsche gamli hannaði Bjölluna, sem varð rúm 700 kíló, grunaði hann ekki að afkomandinn, e-Golf, yrði meir en eitt og hálft tonn vegna baráttunnar við hamfarahlýnun ESB. En farðu ekki á honum upp á heiði í vondu færi og kulda, það gæti klárast af rafhlöðunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Grænir málmar
23.9.2020 | 17:15
Ísland framleiðir græna málma (orð úr umhverfisguðspjöllum ESB). Þeir eru að vísu bara silfurglansandi eins og flestir málmar en léttir. Ál gerir bíla og flugvélar létt og orkusparandi, kísilmálmi er blandað í ál (10 þúsund tonn á ári hér) og hann er líka notaður í sólarpanela. Það sem gerir málmana virkilega græna er að koltvísýringur myndast við framleiðslu þeirra, eins og við flestar mannsathafnir, en hann gerir jörðina græna. En því miður er ESB að rústa framleiðslu málmanna og íslenskum iðjuverum.
Áþján EES komin á sjávarútveginn
21.9.2020 | 14:19
Þegar EES var samþykkt var lofað að sjávarútvegurinn væri undanþeginn ESB-valdinu. Það var blekking eins og við var að búast með EES. Ein ógæfulegustu lög sem komið hafa með EES eru samkeppnislög ESB, upprunalega sett 1993. Þau voru stjórnarskrárbrot og hafa staðið í vegi fyrir þróun fyrirtækja hérlendis, þar á meðal sjávarútvegsfyrirtækja.
Í vor sendi Samkeppniseftirlitið frá sér "ákvörðun" um að viðskipti með eignarhlut í sjávarútvegsfyrirtæki gæti valdið skaðlegri samþjöppun. Nú hefur verðbréfafyrirtækið Arev, og Hagfræðistofnun reyndar líka, komist að því að samkeppni er meiri í sjávarútveginum en í öðrum geirum (Mbl.21.9.2020). En hvað komu viðskiptin með eignarhlutina annars samkeppnislögum ESB/EES við, átti sjávarútvegurinn ekki að vera undanþeginn EES-áþjáninni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mannaflóð úr suðri
18.9.2020 | 20:19
Ein af aðgerðum ESB til að "sameina Evrópu", s.k. Schengensamningur sem Íslendingar ánetjuðust, var að opna landamæri og afnema vegabréfsáritanir milli aðildarlanda, einnig átti að hafa stjórn á fólksinnflutningi úr suðri inn til ESB-landa. En eins og margar "sameiningaraðgerðir" ESB hefur Schengen farið út um þúfur. Þegar mannasmyglararnir komu af stað flóði af ungum þróunarlandamönnum til Evrópu sumarið 2015 kom í ljós að Schengenkerfið dugði ekki, óþekktur fjöldi flæddi og flæðir enn stjórnlaust til og um Evrópu. Svokallaðar Dublinreglur voru til að hafa einhvern hemil á fólksflutningum. Sum lönd (Svíþjóð, Þýskaland) opnuðu í raun sín lönd, og þarmeð öll Schengenlönd, án þess að spyrja hina leyfis. Þar með opnaðist Ísland líka enda hefur ekki verið mikil stjórn á fólksflutningum milli Norðurlanda lengi. Svíþjóð og Þýskaland ráða illa við óöldina sem af hefur hlotist í sumum borgarhlutum, meira að segja sænska ríkisstjórnin, sem hefur verið stórmeistari í skinhelgi og hylmingum, hefur nú viðurkennt vandann.
Nýjustu fréttir frá ESB eru að Dublinreglurnar verði afnumdar. Schengensamningurinn er löngu ónýtur og ekki batnar það með afnámi Dublinreglnanna. Vont getur lengi versnað hjá ESB sem vill ekki að Íslendingar ráði hverjir búa á Íslandi.
https://www.frjalstland.is/2019/02/19/schengensamningurinn-longu-hruninn/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.9.2020 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
ESB hótar Bretum fram á síðustu stund
16.9.2020 | 17:32
Orrustan um Bretland 2020 færist nær lokum. ESB hótar að túlka samninginn frá í fyrra, um útgöngu Breta, til þess að hefta viðskipti Bretlands við Norður-Írland. ESB vill líka að Bretar hlýði Mannréttindadómstólnum en hans dómar hafa orðið til þess að Bretland situr uppi með hættulega menn.
Breska stjórnin stendur föst á sínum sjálfstæðisáformum og með þingið á bak við sig. Gæti endað með að Bretar yfirgefi ESB samningslausir en notist við WTO-samningana í staðinn sem margir stuðningsmenn stjórnarinnar telja full gott. ESB hótar Bretum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)