Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hamfarahlýnun með hafís

hafís11420211267750Landsins forni fjandi nálgast landið. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast skörulega við með milljarðatugum af skattfé, og sýna ESB hvað við getum,  og setja lög um kolefnishlutleysi, "til að halda aftur af hamfarahlýnun-", og lög um vindmyllur

ESB þyrfti líka að gefa út tilskipun um eldgos, Fagradalsfjall framleiðir meiri koltvísýring (6kt/dag) en eldsneytisbrennsla Íslendinga.

Falsspámenn hafa spáð hamfarahlýnun í aldarþriðjung en það var 2011 sem við flæktumst að óþörfu í hamfarahlýnun ESB. Síðasta áreiðanlega spáin frá Al Gore, 2009, var að Norður-Íshafið yrði íslaust 2013. En hafísinn gegnir ekki Nóbelsverðlaunahöfum, útbreiðslan er meiri nú (í mars) en fyrir 15 árum. Loftslagið breytist stöðugt.


"Báknið burt"

 "Báknið burt" - Allir vita að svona auglýsing er jafn útslitin og innihaldið. ER virkilega ekki hægt að hafa sannari og vitrænni málefni fyrir það sem stjórnmálamenn standa?

Eða líta þeir svo á að kjósendur séu kjánar sem hægt er að selja hvað sem er og það sé gleymt eftir kosningar?

BB

"Frá árinu 2000 -2018 hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 55%, en 18% á almennum vinnumarkaði. Þannig jókst vægi hins opinbera á vinnumarkaði úr 24% í 29%."

https://www.dv.is/eyjan/2020/01/24/baknid-blaes-ut-mikil-fjolgun-starfsmanna-nefnda-rada-og-stjorna-hja-rikinu/


Eiga útlend fyrirtæki að nýta ár og hveri?

BúrfellstöðESB ætlar að leyfa fyrirtækjum í ESB/EES að nýta íslenskar orkuauðlindir.

https://www.frjalstland.is/2021/04/15/eiga-orkufyrirtaeki-esb-ees-ad-virkja-orkulindir-islands/


Að sólunda frelsinu

europiean-union-brexit-eu-blue-flag-yellow-stars-bl-blu-sky-sopy-space-close-up-129222587-" Á mannamáli þýðir þetta að íslenskt löggjafarvald hefur að miklu leyti verið yfirtekið af erlendu valdi-"

Frelsi og sjálfsábyrgð íslenskrar þjóðar


Fyrirspurn til fjármálaráðherra

BúrfellstöðFrjálst land hefur sent fjármálaráðherra fyrirspurn:

A. Hefur verið skorið úr um hvort þjónustutilskipunin krefjist þess að ESB/EES-aðilar sitji við sama borð og íslensk almannafyrirtæki við úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda?

B. Ætla íslensk stjórnvöld, í trássi við umsögn Landsvirkjunar, að opna fyrir að ESB/EES aðilar nýti orkuauðlindir landsins með væntanlegum lögum um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni?

Í frumvarpinu https://www.althingi.is/altext/151/s/0900.html eru ákvæði sem valda vafa og opna á úthlutun til EES-aðila, Landsvirkjun hefur hvatt fjárlaganefnd til að taka af allan vafa.


63 þingmenn geta ekki sett lög án þess að þau mígleki.

Nú eru sóttvarnaaðgerðir sem áttu að tryggja betri vörn á landamærum, svo þjóðin gæti strokið sæmilega um höfuðið, fyrir bí.

Ný sóttvarnalög voru sett af hinu háa Alþingi eftir talsverða umræðu og að venju var lítil samstaða um lögin þó í húfi væru varnir lands og þjóðar.

Nú var reglugerð sem byggð var á þessum lögum skotin í kaf af héraðsdómara, VEGNA vankanta á lögunum.

1508328073_althingishusid_1354313.jpgSlík vinnubrögð Alþingis eru að koma upp trekk í trekk á undanförnum árum, þrátt fyrir gífurlega aukningu á aðstoðarmönnum þingmanna og ráðherra, sem áttu að bæta álag og vinnubrögð og þar að auki hafa þingmenn hækkað við sig launin þannig að nú ættu þau að laða til sín hæfara fólk. -EN HVAÐ? Sífellt verri vinnubrögð er niðurstaðan.

Spurningin er, er þetta leti eða almenn vanhæfni?


Rammaáætlun aula

windmillsunnamedAfturhaldsöflin, sem vilja friða uppblástur og banna mannvirki, tókst að setja höft á virkjanir fyrir 10 árum, s.k. Rammaáætlun, skriffinnska, aulaálit og tafir urðu árangurinn.

Orkufyrirtækin hafa lengst af verið í eigu lýðræðislega kjörinna stofnana almennings (þar til eitt þeirra lenti í einkavæðingu) og því óþarfi að setja á fót opinbera viðbótarskriffinnsku um virkjanir. Nú er komið í ljós að Rammaáætlunin er varasamur sandkassaleikur sem virðist vera að leiða til þess að orkubúskapnum og landsfegurðinni verður spillt með vindmyllum að hætti ESB. (Mbl.3.4.2021) Dýpkandi orkukreppa í ESB


Samkeppniseftirlegukindur

climbing_in_bureaucracy__alfredo_martirenaSamkeppniseftirlitið getur náttúrulega ekki leyft fyrirtækjum að sameinast til hægri og vinstri, þau gætu orðið of hagkvæm sem gæti ruglað samkeppnina og lækkað vöruverð á landsbyggðinni.

Og hugsið ykkur bara ef sjávarútvegsfyrirtækin yrðu enn hagkvæmari, hlutabréfin mundu rjúka upp og Jón og Gunna hefðu ekki efni á að kaupa þau og myndu bara áfram húka heima í Kínakóvinu innilokuð og útilokuð.

Samkeppniseftirlitið skaðar samkeppnishæfnina


Drekkir EES orkufyrirtækjunum?

þeystareykjavirkjunEins og lesendum Frjáls lands er kunnugt hefur EES-samningurinn splundrað orkufyrirtækjunum og gert þau óhagkvæmari með tilskipunum og "orkupökkum" sem hannaðir eru fyrir hnignandi iðnaðarlönd ESB. Næsta skref er að auka skattlagningu á orkufyrirtækin.

Sveitarfélög sem vilja fá fé út úr orkufyrirtækjunum ætla að virkja ESA (eftirlitsskrifstofuna sem passar að við hlýðum EES-samningnum) til að innheimta virkjanaskatt þó að orkuauðlindirnar séu eða eigi að vera eign þjóðarinnar (Mbl 31.3.2021). Það er nefnilega þannig að samkvæmt ESB/EES er hægt að túlka það sem ólöglega "ríkisaðstoð" (við fyrirtæki sem ríkið á!) að leggja ekki fasteignaskatt á virkjanirnar enda þótt það sé ekki ríkið sem tekur skattinn heldur sveitarfélögin! (Kunnugleg EES-þvæla úr m.a. samkeppnislögum ESB og Íslands).


Sannleiksráðuneytið

planet-of-the-apes-679911_960_720Stjórnmálamenn Norðurlanda rjúka upp til handa og fóta þegar Ebbi frændi sigar þeim á eitthvað. Nú vill Norðurlandaráð hefta málfrelsið (leiðari Mbl 29.3.2021)og láta Alþingi samþykkja tillögu gegn upplýsingaóreiðu:

-"Fyrir kosningarnar til Evrópuþingsins árið 2019 hvatti framkvæmdastjórn ESB til aðgerða í aðildarríkjunum og kynnti verkáætlun til að minnka áhrif upplýsingaóreiðu í álfunni og vernda grundvallargildi lýðræðisins.-

- Falsfréttir og áhrifi þeirra á kosningaúrslit og lýðræðið almennt hafa verið mikið til umræðu undanfarin ár, einkum í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóv. 2016 og þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit- Rannsóknir hafa leitt í ljós að erlendir aðilar hafa reynt að hafa áhrif á kosningar með ýmsum aðferðum, þar á meðal með því að dreifa falsfréttum-"

Þessi fullyrðing er dæmigerð falsfrétt, upplýsingaóreiða um óstaðfestar sögusagnir. Grófustu lygarnar um Trump, Brexit, Boris, Rússland eða Putin voru frá innlendum aðilum viðkomandi landa og stærstu falsfréttamiðlunum. Það er alltaf hægt að kenna "erlendum aðilum" um að hafa logið enda erfitt að sanna nokkuð þar sem ljóshraða-alheimsupplýsingadreifikerfi ríkir (nema í Kína, N-Kóreu og löndum þar sem ekki er lýðræði).

Traust á fjölmiðla hríðfellur

Málfrelsi er grundvallargildi lýðræðis þó Ebbi frændi vilji ákveða hvað er satt. Þá skiptir ekki máli hvað er rétt eða falskt. Það er fyrir neðan virðingu Íslendinga að taka þátt i umræðu Norðurlandastjórnmálamanna um ritskoðun samkvæmt Evrópustórveldum sem hafa lélega ritfrelsishefð, við erum varðmenn fornrar rithefðar og ritaðra heimilda Norðurálfu, þær voru ekki ritaðar á Norðurlöndum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband