Heim
19.2.2024 | 14:36
Löggan okkar ætlar nú að leyfa Grindvíkingum að vera heima hjá sér. Það var mikið að eitthvert vit kemst til Grindavíkur.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/02/19/grindvikingum_frjalst_ad_dvelja_i_baenum_a_eigin_ab/
Okkar forræðishyggjustjórnmálamenn í Reykjavík vilja gera Grindavík að "stærsta verkefni Íslandsögunnar" og ausa 100 milljörðum af skattfé í það til þess að geta skreytt sig með að hafa bjargað Grindvíkingum. En Grindvíkingar geta vel tekið ábyrgð á sjálfum sér og sínum, auðugt og blómlegt samfélag sem þarf að vinna úr högginu sem umhverfisöflin greiddu því.
Þann 28. desember 1908, varð mikil jarðskjálfti í Messina á Sikiley, af 150.000 íbúum fórst meir en helmingur. Stjónvöld ætluðu að færa borgina en íbúanir sem eftir voru sögðu nei takk! Og byggðu borgina upp á nýtt en þar búa nú 220.000 manns.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.