Lygasmiðjur fóru á taugum
10.2.2024 | 13:01
Viðtal Tucker Carlsons við Vladimir Putin tók vestrænar lygamsiðjur og falsfréttamiðla á taugum.
Carlson er nú úthúðað þar og sakaður um alls kyns ósvinnu og að vera áróðursmaður Pútíns en Tucker er vinsælasti viðtalsþáttastjórnandi Bandaríkjanna og þegar hafa á annað hundrað milljónir séð viðtalið. Og Pútin er eins og venjulega sakaður um alls kynns illvirki og svikar. Til dæmis birti BBC nokkrar greinar, greinilega skrifaðar af þjálfuðum falsfréttamönnum um Rússland, sem sögðu útlistingar Pútíns um tilurð Úkraínu vitlausar (nonsensical) þó þær hafi aðeins verið upprifjun á löngu þekktri sögu. Þýskalandskanslari sagði það "absurd"! En meginfjölmiðlarnir fjalla ekki mikið um mikilvægustu atriðin í viðtalinu: Orsök og upphaf Úkraínustríðsins, höfnun NATO á tilbúnum friðarsamningum 2022 og opnun Putins á nýja friðarsamninga í viðtalinu.
Vonandi fá illa upplýstir og lygafullir ráðamenn NATO- og ESB-landa einhverja kunnáttumenn til að útskýra fyrir sér hvað kom fram í viðtalinu áður en þeir gera sömu mistökin og Napoleon og Hitler.
Nú geta þeir sem skilja ensku fengið að heyra milliliðalaust frá Putin, en ekki gegnum falsfréttamiðlana, hvað er að gerast í Úkraínu og Rússlandi.
https://twitter.com/TuckerCarlson/status/1755734526678925682
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:49 | Facebook
Athugasemdir
Og heldur þú að gamli kommadýrlingurin hann Pútín geti ekki logið, eða nýkomminn hann Tucker geti ekki logið? Tucker var atvinnulygari hjá Fox árum saman. Pútín var sérþjálfaður lygari í KGB og laug t.d. til um innrásina mánuðum saman. Gönuhlaup "hægri" hjarðarinnar á eftir gömlum Sovétkommum er alveg sprenghlægileg, svo ekki verði meira sagt! Pútín hefur margjaplað á "Rússneskri sögu" Úkraínu, sem á sér enga stoð í veruleikanum. Úr því honum tókst ekki að fá Úkraínu til að lúffa um leið, þá ætlar hann að ljúka ætlunarverki Stalíns og koma Úkraínumönnum fyrir kattarnef með fullum stuðningi vestrænna svikara og stuðningsmanna gömlu kommamyllunnsr í Kreml. Það er greinilegt að margir moggabloggarar geta vart vatni haldið þar til þeir eru komnir í hergallann fyrir Pútín og geta tekið til hendinni í gamla Sovétinu fyrir litla Stalín. Þá verður kátt í höllinni! Mér finnst þessi skriðdýrsháttur viðbjóðslegur en á einhverju verður Pútín svo sem að ganga þegar hann gengur í forinni!
Arnór Baldvinsson, 10.2.2024 kl. 17:08
Það er náttúrulega óhugsandi að fyrrverandi KGB maður ljúgi
Wilhelm Emilsson, 10.2.2024 kl. 21:10
Kjánaprik!
Jónatan Karlsson, 11.2.2024 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.