Lilja okkar

icebergs-932963_960_720Lilja viðskiptaráðherra ætlar að reyna að semja við Brussa um að sökkva ekki Íslandsfluginu í "loftslagsskatta" (Fréttabl. 24.3.2023)

Vandinn er að Alþingi álpaðist til að ganga í samflot við ESB í "loftslagsmálum" og fella þau inn í hinn glórulausa EES-samning að óþörfu, EES-skuldbindingarnar voru ekki um loftslag. Það hefur verið lögleiddur urmull tilskipana sem eru ætlaðar gerólíkum aðstæðum en hér ríkja og stefnir í meiriháttar efnahagsáfall af þeim sökum. Íslendingum er i lófa lagið að hanna sjálfir sín "loftslagsmál" og setja sínar reglur sjálfir. Við erum heimsmethafar í nýtingu reyklausrar orku.

Enn einn tilskipanapakkin, enn glóruminni og draumkenndari en þeir fyrri, er nú á leiðinni sem fyrirskipar skattheimtu út yfir allan þjófabálk á flug á EES-svæðinu: https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20221205IPR60611/fit-for-55-deal-on-more-ambitious-emissions-reduction-for-aviation

Okkar Lilja hefur erfitt verkefni í sjálstæðisbaráttu smáþjóðarinnar.

Eins og lesendum Frjáls lands er kunnugt er ekki til vísindaleg sönnun þess að koltvísýringur frá mannsathöfnum hafi áhrif á loftslag, aðgerðir til að draga úr útblæsti reyklofts byggja á tilgátum og ágiskunum og hafa verið áhrifalausar. Falsfréttir af hlýnun, sem oft er hnýtt aftan í fréttir af  öðrum fyrirbærum, s.s. skriðjöklatotum, komu lóunnar, skógareldum og fleiru miða við stutt tímabil sem gera falsanirnar trúverðugri.

https://www.frjalstland.is/loftslagsvisindi-hrjad-af-folsunum/

https://www.frjalstland.is/2022/03/20/dyrkeyptar-rangfaerslur-um-loftslag/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband