Gullkorn orkuspámanna
24.9.2022 | 15:52
Þjóðin splæsti fokdýrum flug-og hótelmiða á okkar snakkara á óþarfa ráðstefnu undir hattbarði mistakaforsetans í Washington. Þau skildu eftir sig gullkorn um orkumál, kurteislega og í fullu samræmi við niðurrifsstefnu mistakaforsetans og spár loftslagsgaldramanna.
"Þjóðríki geta ekki hugsað aðeins um eigin hag andspænis loftslagsvá"- (Hörður Arnarson)
Orkuframleiðandi íslenska þjóðríkisins ætlar að hugsa um hag 8.000.000.000 manna en getur varla hugsað um hag síns eigin þjóðríkis. Loftslagsváin finnst í yfirlýsingum stjórnmálamanna og skýrslum spilltra stofnana sem eru á þeirra framfæri.
"Engin eyja er eyland þótt eyja sé" (Þórdís Kolbrún)
Augljóst!
"-stór hluti nýtanlegrar vindorku á hafi úti er tengdur orkuboganum (?) sem liggi frá Noregsströndum meðfram Bretlandi og Írlandi til Íslands og þaðan til Grænlands og Nýfundnalands en þaðan megi tengja orkubogann við bandaríska orkukerfið-" sagði lordinn á fundinum en boginn verður v-laga á stikli. Enska lorda dreymir enn um að endurheimta Norður-Ameríku. (Ísland verði hluti af orkubrú. MBl 24.9.2022; bls 20)
Það er bara að vona að Íslendingar þurfi ekki að borga tapreksturinn á "orkuboga" lordsins. Landsmenn hans ráða ekki við tapið sem orkubogar þeirra valda og húka skjálfandi heima. Reyndar er nýja breska ríkisstjórnin farin að taka eitthvert vit í sína þjónustu þrátt fyrir langa hollustu við loftslagsskrumið. Nú ætlar hún að setja aftur í gang alvöru orkuver sem voru fyrir hendi þarlendis fyrir loftslagssvindlið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.