Hnignun Svíþjóðar

riotaftermath-4506339_960_720Ungkratarnir sem tóku við völdum í Svíþjóð fyrir 54 árum sögðu strax að þeir ætluðu að breyta Svíþjóð í alþjóðlegt sæluríki. Landið skaraði þá framúr á mörgum sviðum.

En ungkratarnir höfðu ekki mikinn áhuga á sínu landi þegar upp var staðið en meiri á að skipta sér af öðrum þjóðum.  "Jafnréttið" varð trúarsetning, hyskni, agaleysi og bruðl með skattfé í takti. Um 26 árum eftir að ungkratarnir tóku völdin var óráðsían komin út yfir allan þjófabálk og opinberi geirinn í nærri 2/3 af þjóðartekjunum (fleiri en kratar stjórnuðu á tímabilinu en þeir komust að með því að taka upp stefnumál kratanna). Það varð til þess að Svíþjóð missti forskotið á mörgum sviðum. Góðu fyrirtækin fluttu burt eða komust í hendur annarra. Svíþjóð missti sjálfstæðið 1995, Evrópusambandið gúlpaði Svíþjóð í sig. Hópinnflutningur fólks af framandi siðum til sæluríkisins hófst með ungkrötunum og hefur náð miklum hæðum í samvinnu við ESB. Svíþjóð líkist meir og meir þróunarlandi. Óeirðir á götum úti, glæpagengi ráða svæðum, lögreglan ræður illa við ástandið. Siðmenningarhnignun.

Einn af lokahnykkjunumu í hnignun hinnar sjálfstæðu og hlutlausu Svíþjóðar gæti orðið aðild að NATO. Gömlu Svíarnir sáu fyrir að NATO yrði ekki varnarfélag heldur hernaðarbandalag til þess að reka hernað á vegum stríðsveldanna. Þeir reyndust sannspáir. En gildi Svía eru orðin svo brengluð að kratarnir geta nú látið Svía halda að NATO geti varið Svíþjóð! Góða sænska amma, sem alltaf barðist fyrir kjarnorkuvopnabanni, ætlar nú að ganga í hernaðarbandalag kjarnorkuvelda!

Gamla sænska sjálfstraustið er að dvína. Fyrir 54 árum datt engum Svía með sjálfsvirðingu í hug að draga Svíþjóð inn í hernaðarbákn eða útilokunarklíku gömlu stríðsveldanna: NATO og ESB.

Svíþjóð var stóra fyrirmynd og stolt norrænna þjóða. Nú er hnignunin, og grænjaxlarnir sem stjórna Svíþjóð, að verða ógn, það sem gerist í Svíþjóð varðar okkur, norræna félaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á Íslandi voru erfiðir unglingar sem komust upp með allt og var aldrei neitt bannað;Kallaðir "uppalningar".
 

Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2022 kl. 18:27

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sænskir unglingar hræðast þó að vera sendir sem NATO "friðargæslu" hermenn til Ukraínu því margir þeirra hafa horft á heimildarþætti um veru danskra hermanna í Afganistan

Grímur Kjartansson, 3.5.2022 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband