Umboðsstríð
27.4.2022 | 22:03
Stríðið í Úkraínu er umboðsstríð Bandaríkjanna gegn Rússlandi (mætti kalla Seinna Hvítliðastríðið, það fyrra var 1917-1923). Bandaríkin með aðstoð ESB og fjármagns frá aðilum í NATO-löndum hófu stríðið 21. nóvember 2013 með árásum launaðra óeirðaseggja og málaliða á stjórn Úkraínu, á lögregluna og stjórnarbyggingarnar í Kænugarði. Þeir kveiktu elda, skutu úr byssum og komu af stað götubardögum. Þeir drápu fjölda lögreglumanna og meir en 50 borgar féllu í árásunum sem náðu hámarki 18-23 febrúar 2014. Löglega kjörin stjórn Úkraínu var hrakin frá völdum.
Kveikjan að stríðinu var að hin löglega kjörna stjórn Úkraínu hafnaði aðild að ESB í nóvember 2013. Þegar hún hafði verið hrakin frá völdum komu Bandaríkin, með stuðningi ESB, sinni leppstjórn til valda 27.febrúar 2014.
https://www.frjalstland.is/2018/06/30/esb-akvedur-utanrikisstefnu-islands/
Leppstjórnin hóf þegar í febrúar 2014 stríð gegn Rússneskum íbúm austurhéraðanna sem kröfðust sjálfstjórnar, dráp á þúsundum Rússa í Luhansk og Donbas. Í drápsveitum Kænugarðsstjórnar er samsafn öfgamanna. Hluti úr s.k. Azov-herdeild eru enn innilokaðir í Azov-stálverinu með málaliðum og með almenna borgara sem skildi og neita að láta þá lausa.
Rússland fór með her inn í Úkraínu í febrúar 2022 eftir að NATO- og ESB- lönd höfðu svikið loforð um að víkka ekki út NATO til austurs og stjórnin í Kænugarði hafði brotið Minsk-samningin um öryggi Rússa í Austur-Úkraínu.
ESB þátturinn í stríðinu er að koma vopnum, málaliðum, peningum og annarri hernaðaraðstoð til Úkraínu. Og ekki síst að reka áróður. Þekktust er margauglýst blekking um "innlimun" Rússa á Krím sem varð til þess að Rússar settu hömlur á viðskipti við Ísland eftir að ESB/EES fyrirskipaði Íslandi að setja viðskiptabann á Rússland vegna "innlimunar Krím"! Eins og kunnugt er hefur Krím löngum verið hluti Rússlands þar til Úkraínu var "gefinn" skaginn í einhverju innansveitarspili í Ráðstjórnarríkjunum 1954. Strax eftir valdarán leppanna í Kænugarði höfnuðu Krímverjar að vera áfram hluti af Úkraínu í þjóðaratkvæðagreisðslu 16 mars 2014 og ákváðu að verða aftur hluti af Rússlandi enda aðallega Rússar sem búa þar.
https://www.frjalstland.is/2022/03/07/utthensla-nato-og-esb-orlagarik-mistok/
Íslendingar sölumenn dauðans eða friðarins? NATO og ESB ganga nú langt við að auka þjáningarnar. Bönn, höft, útilokanir, eignaupptökur, rán, þjófnaðir, borottrekstur. Og ótakmarkað magn af drápstólum inn á ófriðarsvæðið.
Þegar Íslendingar láta hafa sig í að flytja drápstól að Úkraínu er það ekki bara undirlægjuháttur við stríðsöflin í ESB og NATO. Það er aðild að drápum á Rússum, takmarkalaus lítilmennska og brot á gamalgrónu trúnaðartrausti við þjóð, Rússa, sem hefur aldrei gert Íslandi neitt en staðið með Íslendingum gegn yfirgangi NATO-og ESB-landa í öllum veðrum
Íslendingar eiga að gerast sölumenn friðarins, eins og fyri 36 árum, og bjóða leiðtogum Bandaríkjanna og Rússlands til viðræðna á Íslandi. Það væri ekki lítilmennska.
bloggið skrifar Friðrik Daníelsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 3.5.2022 kl. 13:38 | Facebook
Athugasemdir
Þeir gætu vel gengið að því með þökkum.
Helga Kristjánsdóttir, 29.4.2022 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.