Íslensk loftslagsvísindi
25.4.2022 | 18:33
Nú eru íslenskir vísindamenn farnir að senda frá sér rannsóknaniðurstöður sem varða loftslagskenningar. Kominn tími til, við höfum verið í slagtogi við ESB og þar með skrifstofu SÞ, IPCC, í ein 8 ár um "loftslagsvísindi". Hvergi hefur loftslagskólnun eins mikil áhrif og hér, við þurfum vandaða vísindamen til rannsókna hér, við getum ekki treyst á skrifstofur úti í heimi sem vinna samkvæmt ósönnuðum kenningum eða bábiljum.
Vísindamenn Landbúnaðarháskóla Íslands hafa nú staðreynt að útöndun koltvísýrings úr landi hér er uþb. 1/10 af því sem skrifstofurnar hjá ESB og SÞ (og Umhverfisstofnun) reyna að telja okkur trú um. https://www.frjalstland.is/2022/04/25/islensk-loftslagsvisindi/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
Í skýrslunni marg ítreka fræðimennirnir að frekari rannsókna sé þörf og vissulega er það rétt. Niðurstaðan er í þvílíku hrópandi ósamræmi við þá skoðun sem haldið hefur verið fram, svo miklu ósamræmi að jafnvel sá sem þessa athugasemd skrifar trúir vart niðurstöðunni. Og er þá langt gengið.
Stjórnvöld hljóta að leggja ofuráherslu á frekari rannsóknir á þessu máli, enda mikið í húfi. Forsætisráðherra hefur fyrir hönd okkar landsmanna, á erlendri grundu, lofað ótrúverðum samdrætti á losun co2 hér á landi. Ef þessar nýjustu rannsóknir standast mun Ísland geta staðið við þessu óraunhæfu loforð Kötu, með því einu að leiðrétta tölur og reyndar gott betur.
Þegar svo við þessa rannsókn, sem er einungis um losun jarðvegs á co2 út í andrúmsloftið, bætast við rannsóknir á áhrifum þéttari og öflugri gróðurþekju á þurrkuðu landi, til ljóstillífunar, mun árangur okkar verða enn betri.
Það er deginum ljósara að útilokað mun verða fyrir okkur að standa við loforð Kötu, en með þessari rannsókn og þeim sem hljóta að koma á eftir, gæti leynst leið til að leiðrétta þær tölur um losun á co2 hér á landi og þannig hægt að ná þeim árangri er lofað var, jafnvel mun betri árangri.
Það er grunn forsenda fyrir einhverjum loforðum að þekja þær stærðir sem verið er að ræða. Að nota erlendar "rannsóknir" til viðmiðunar hér á landi er fráleitt. Samsetning jarðvegs hér á landi allt annar en erlendis, jarðvegsþekja mun minni og kannski það sem mestu máli skiptir er að erlendis er akuryrkja ráðandi, með opnum ökrum stórann tíma úr árinu, meðan hér eru gróin tún.
Gunnar Heiðarsson, 26.4.2022 kl. 07:34
Nidurstodur thessarar rannsoknar eru sennilega svo mikid afall fyrir heimsendaspamenn Islenskrar politikur, ad erfitt verdur fyrir tha ad kyngja thessu. Thad a ju ad leggja enn meiri alogur a skattborgarana i framtidinni.
Alogur sem byggjast a erlendu rugli og ottastjornun. Sennilega verdur thessi nidurstada hundsud af herlendum stjornvoldum, thvi med henni eru slegin vopn ur hondum theirra ad einhverju radi. Vopn sem nota atti til aframhaldandi skattpiningar af halfu hugsjonageldra politikusa.
Godar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 27.4.2022 kl. 17:35
Góður,já það ætla ég rétta að vona Halldór.
Helga Kristjánsdóttir, 29.4.2022 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.