Rafbílavandinn
13.1.2022 | 17:56
Loftslagssvindlið hefur komið af stað svokölluðum "orkuskiptum", rafbílum er prangað inn á saklausan almenning með því að fella niður rokhá gjöld sem þarf að borga af venjulegum bílum. Rafbílavæðingin vanhugsuð
Fjármálaráðherra er kominn í vandræði, hann fær minni og minni peninga í vegamálin af því að vaxandi fjöldi er kominn á rafbíla. Ráðherrann hyggst nú fara að lesa af kílómetramælum og innheimta kílómetragjald af rafbílunum í staðinn fyrir virðisaukaskatt, vörugjöld, tvöfalt orkuverð og fleiri álögur sem eigendur venjulegra bíla þurfa að borga.
Rafbílar geta verið hálfu og jafnvel nærri heilu tonni þyngri en bensínbílar og slíta því vegum mun meir en bensínbílarnir. Hættuleg mengun frá þeim er mun meiri en frá bensínbílunum, hættulegt fínryk sem þeir spæna upp. https://www.brusselstimes.com/belgium/61738/heavier-electric-cars-wear-out-roads-faster
Af rafbílum þarf því með réttu að innheimta vegagjöld eftir þunga og eknum kílómetrum. Og takmarka akstur þeirra í miðbæjum þar sem er mikil umferð gangandi fólks. Umhverfisspjöllin sem framleiðsla og úrgangsvandi rafbílanna valda hrannast upp og verða fjármálaráðherranum dýrkeypt. https://www.frjalstland.is/2021/11/30/kolsvart-fotspor-rafbilsins/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 14.1.2022 kl. 14:59 | Facebook
Athugasemdir
Helvítis vitleysa!
Ragnar Þ. Þóroddsson (IP-tala skráð) 14.1.2022 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.