Er aflskortur Landsvirkjunar leikrit?

king-306448_960_720.pngSpilar Landsvirkjun "skammtímaskort" á almenning og stjórnvöld til að stýra hækkun á rafmagnsverði, eða hvað?

Nýir orkusamningar Landsvirkjunar síðustu ár hafa fyrst og fremst verið við Bitcon gagnaver (og í raun á kostnað orku til vöruframleiðslu eins og ylræktar) og þar með skapað orkuskort í kerfinu.

Fyrir tveimur árum var ljóst hvert stefndi.Fjögur gagnaver stórnotendur- Líkur á aflskorti 2022

Í sumar endurnýjaði Landsvirkjun samninga við gagnaver (og bætti einu gagnaveri við) og stóriðjufyrirtæki og samkvæmt Viðskiptablaðinu  https://www.vb.is/skodun/landsvirkjun-ad-losna-ur-snuinni-stodu/169653/  er "Ólíklegt er að bjartsýnustu spár Landsvirkjunar um duglega hækkun raforkuverðs hafi ræst í nýgerðum samningunum."

Fyrir mánuði síðan tilkynnti Landsvirkjun um hækkun raforku í heildsölu, sem fyrst og fremst er ætluð til almennra nota (5% notenda) en ekki til stórnotenda með fasta samninga. Hver voru rökin fyrir hækkuninni? -

„Verðlagn­ing raf­orku á hverj­um tíma fer eft­ir stöðunni í kerf­inu hjá okk­ur, þ.e. fram­boðs- og eft­ir­spurn­ar­hliðin. Nú í heims­far­aldr­in­um var ein­fald­lega minni raf­orku­notk­un og þar af leiðandi hag­stæðara verð á raf­orku í heild­sölu og skamm­tíma­sölu til stór­not­enda.... það hef­ur verið nán­ast full nýt­ing á vinnslu­kerfi fyr­ir­tæk­is­ins."

ER þetta tilbúin skortur til að stýra stjórnvöldum til aðgerða og áhyggjur blaðamanns mbl.is í dag og koma fram í spurningunni;        

  "Gæti komið til þess að hækka þurfi verð á al­menna neyt­end­ur til að spara orku? og ráðherra svarar: „Við skul­um bíða með að velta slík­um hlut­um fyr­ir okk­ur.“

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/12/07/fer_gegn_stefnu_okkar_i_orku_og_loftslagsmalum/

Eða kannski löngu samið leikrit? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er verið að venja þjóðina smátt og smátt við hærra verð á raforku. Leikrit sem fyrir löngu er samið. Nú fer senn að hefjast söngurinn um að Landsvirkjun sé of markaðsráðandi skv. samkeppnisreglum ESB og því þurfi að skipta henni upp og selja einkaaðilum. Allt í nafni "aukinnar neytendaverndar" og að menn vilji ekki koma "EES-samningnum í uppnám".
Það eru landsmenn, kjósendur sem ættu að komast í "uppnám".

Júlíus Valsson, 8.12.2021 kl. 09:22

2 Smámynd: Þröstur R.

Þetta er týpiskt Problem - Reaction - Solution aðferðarfræði. 

Þú býrð eða sýnir fram á A) vandamál er rafmagnsskortur

Þú býður eftir að almenningur (B) og aðrir bregðast við vandamálinu og fólkið heimtar lausnir. Í þessu tilviki er sýnt fram á að sjávarútvegurinn þarf að standa straum, kostnað á útgjöldum af skorti á rafmagni. Ekki álverin enda ekki eins áhrifamikið að erlend stóriðja þurfi að borga brúsann.

Svo kemur lausning fljótlega eða C) sem er nú þegar búið að ákveða og það er að fjölga virkjunum. Líklega eru nú þegar ákveðnir fjárfestar búnir að fjármagna eða kaupa lönd í kringum ár eða hugsanlegar virkjanir. Jim Ratcliffe er ekki að fjárfesta á Íslandi til að bjarga íslenska laxinum ef einhver hélt það.

Guðlaugur Þór var settur á réttan stað til að tryggja að réttu virkjanir verða byggðar. Gull framtíðarinnar er raforka og XD er með puttana á að tryggja sér þær auðlindir.

Þröstur R., 9.12.2021 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband