Lýðræði? Nei, forræði.

climbing_in_bureaucracy__alfredo_martirenaLýðræði? Ekki lengur, það fór í úreldingu. Lýðurinn fær þó áfram að kjósa sér fulltrúa en þeir ráða litlu. Forræði embættismanna, nefnda og ráða, er tekið við, ábyrgðarlausir aðilar, oft valdagráðugir, vanhæfir og spilltir og til bölvunar. Þeir fara oft eftir ónýtu regluverki ættuðu frá fjarlægum valdabáknum, Evrópusambandinu og jafnvel Sameinuðu þjóðunum. Áþján forræðisins vex stöðugt, frelsið minnkar, kostnaður vex:

Á síðustu fjórum árum voru ráðnir 9000 ríkisstarfsmenn hérlendis meðan fækkaði um 8000 í atvinnulífinu (Mbl 6.12.2021)

Engin nettó atvinnusköpun hefur verið í ESB í nærri hálfa öld nema í opinberri skriffinnsku.

Fjármálaeftirlitð vex hratt. Sífellt verður meira stagl að skpta við banka enda Fjármálaeftirlitið undir stjórn fjarlægs regluverks og stofnana ESB/EES (Mbl 17.11.2021)

Klappstýrur EES og ESB  (Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð) segja að EES-regluverkið  sé innleitt hér með "íþyngjandi hætti"! Það er gömul lumma, tilskipanirnar koma stimplaðar og í gildi frá Brusselnefnd (sameiginlegu EES-nefndinni) og ganga sjálfvirkt inn í íslenskt regluverk. Samkeppnisregluverkið er 28 ára gamalt stjórnarskrárbrot, Persónuverndarlögin 2 ára. Samkeppniseftirlitið og Persónuvernd eru erindrekar annarra landa. Persónuvernd vill nú láta lögregluna ganga sinna vafasömu erinda gegn þegnum Íslands, það eru stjórnarhættir sem hafa tíðaskast i ESB-löndum síðan á galdrabrennuöld og sumsstaðar lengur (Mbl 9.11.2021).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband