Sjóræningjaviðreisn
12.9.2021 | 14:23
Í svörum stjórnmálaflokka við spurningum samtakanna Frjálst land, Heimssýn og Orkan okkar eru skemmtilegar rassbögur. Spurningunni hvort flokkurinn vildi auka eða minnka vald ESB hérlendis svöruðu Píratar: "ESB hefur ekkert vald hérlendis". Viðreisn svaraði "ESB hefur ekkert vald á Íslandi". https://www.frjalstland.is/
Þessir flokkar hafa setið á Alþingi fjóra vetur og verið með í að taka á móti tilskipunum ESB og setja nokkur hundruð ESB/EES-lög inn í íslenskar lögbækur og valdboð í reglugerðasafnið. Meira að segja á Kóvíðþinginu síðasta vetur stimplaði Alþingi 26-EES-tengd mál(samkv. Mbl).
Það þarf að setja vekjara á borðin hjá sjóræningjaviðreisninni á Alþingi sem blikkar þegar ESB sendir tilskipun og tengja beint við takka í Brussel.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
"stimplaði Alþingi 26-EES-tengd mál"
Vegna þess að Alþingi hefur vald til þess og líka til að gera það ekki (þó sú heimild liggi ónotuð).
Guðmundur Ásgeirsson, 12.9.2021 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.