Verðmæt olíuleit

oilrigpexels-photo-3207536Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, arftaki gömlu Orkustofnunar, búa orðið yfir mjög verðmætum rannsóknagögnum úr olíuleitum í íslenskri lögsögu sem þeir sem leyfi hafa fengið til leitar hafa verið látnir skila til Íslands. Orkurannsóknir hafa gegnt lykilhlutverki í að nýta íslenskar auðlindir, starf gömlu Orkustofnunar og nú ÍSOR sýnir hvað grunnrannsóknir og verkfræðivísindi geta gert fyrir atvinnuuppbygginguna.

Nýjar kenningar og ný tækni koma stöðugt fram sem fylgjast þarf með og geta hjálpað til að varpa ljósi á jarðefnaauðlindir. Til dæmis segja enskir vísindamenn að sokkið meginland sé undir Íslandi, ennþá bara kenning en rannsóknaverð. Skorpan undir efnahagslögsögunni er ekki að fullu þekkt, kortlagning hennar og hafsbotnsins leiðir í ljós hvar jarðefni, vetniskolefni (olíu og gas) og málmefni, er að finna í íslenskri lögsögu eða á hafsvæðum þar sem Ísland getur gert tilkall til auðlindanýtingar. Orkurannsóknirnar eru áfram sem hingað til grunnur að þróuðu samfélagi á Íslandi. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/08/19/gognin_milljarda_virdi/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband