Móðuharðindi

Fafgradalsmengun1271532Gosmóðan frá Fagradalsfjalli skreið inn yfir frjósama Suðurlandsundirlendið í vestanáttunum á laugardaginn og fram á kvöld. Móðan hefur legið yfir höfuðborginni af og til í fimm mánuði. Fagradalsfjall framleiðir góð efni í milljóntonnavís sem næra jörðina og gera bara gagn. En upp úr gígnum kemur líka mikið af mengandi efnum, núna um fimmþúsund tonn daglega af brennisteinstvíildi sem er eitrað og gefur af sér sjöþúsund tonn af brennisteinssýru. Flúorsýra kemur líka upp. Mengunarefnin berast með úða, gasi og ryki gosmóðunnar yfir landið og á og í menn og dýr.

En okkar yfirvöld hafa lítinn áhuga á móðunni, þau eru upptekin við að eyða peningunum okkar í ímyndaða mengun samkvæmt EES-tilskipunum. Það er ekki einu sinni hægt að spá almennilega um gosmóðudreifinguna þó menn treysti sér til að spá veðurlagi aldir fram í tímann. En á meðan heldur "litla" gosið á Reykjanesi áfram að losa skipsfarma af heilsuspillandi mengunarefnum og eiturefnum út í andrúmsloftið okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband