63 þingmenn geta ekki sett lög án þess að þau mígleki.

Nú eru sóttvarnaaðgerðir sem áttu að tryggja betri vörn á landamærum, svo þjóðin gæti strokið sæmilega um höfuðið, fyrir bí.

Ný sóttvarnalög voru sett af hinu háa Alþingi eftir talsverða umræðu og að venju var lítil samstaða um lögin þó í húfi væru varnir lands og þjóðar.

Nú var reglugerð sem byggð var á þessum lögum skotin í kaf af héraðsdómara, VEGNA vankanta á lögunum.

1508328073_althingishusid_1354313.jpgSlík vinnubrögð Alþingis eru að koma upp trekk í trekk á undanförnum árum, þrátt fyrir gífurlega aukningu á aðstoðarmönnum þingmanna og ráðherra, sem áttu að bæta álag og vinnubrögð og þar að auki hafa þingmenn hækkað við sig launin þannig að nú ættu þau að laða til sín hæfara fólk. -EN HVAÐ? Sífellt verri vinnubrögð er niðurstaðan.

Spurningin er, er þetta leti eða almenn vanhæfni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Það er ekkert að sóttvarnarlögunum, en það var reglugerðin sem heilbrigðisráðherra setti sem er ekki í lagi. Hún ein ber ábyrgð á því .

Jón Magnússon, 6.4.2021 kl. 22:43

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reglugerðin var ekki dæmd ógild vegna vankanta á sóttvarnalögum heldur vegna þess að reglugerðin var ólögleg. Reyndar á það ekki við um alla reglugerðina heldur eitt ákvæði hennar.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2021 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband