Flokkarnir í hlekkjum ESB hugarfarsins
26.2.2021 | 12:58
Stjórnmálaflokkarnir hafa í aldarfjórðung horft aðgerðalausir á hvernig ESB-tilskipanavaldið hefur vaðið yfir Alþingi og gert usla í þjóðlífinu í krafti EES. Nú eru svo komið að aðeins 1 af hverjum 5 landsmanna treysta Alþingi. Flokkarnir eru búnir að missa frumkvæði og sjálfstraust. Í komandi Alþingiskosningum virðast þeir hafa lítið nýtt og mikilvægt fram að færa. Stærstu málin eru ekki á stefnuskránni.
Hver eru þau?
Reynslan hefur sýnt að Alþingi, með þeim stjórnmálaflokkum sem þar eiga sæti, ræður ekki við stærstu málin. Alþingi ræður ekki við valdahrifs ESB og EES-samninginn, það réði ekki við bankaútrásina sem regluverk EES kom af stað og gat ekki gripið inn nema með neyðarlögum. Alþingi réð ekki við Icesave.
Tískustjórnmál frá útlöndum sem er oft kostnaðarsöm fyrir skattgreiðendur án þess að þau skapi ávinning fyrir landsmenn, orkuumskipti, kolefnishlutleysi, hringrásarhagkerfið, græn fjárfesting, slagorð sem breiða oft út vanþekkingu og kreddur í þessu landi hreinnar orku og sjálfbærni auðlinda umfram flestar þjóðir.
Stefnan í landbúnaðarmálum og fæðuöryggi þjóðarinnar er "frelsi" niðurgreiddrar ESB-matvöru, stefna í orkumálum er niðurgreiddir rafhlöðubílar og að rjúfa "einangrun" Íslands með sæstreng, skattaokur á eldsneyti, sala ríkisfyrirtækja í orkuiðnaði á dagskrá.
Flokkana skortir vitræna stefnu í stórum málum og málum sem ESB hefur lagt undir sig, í orkumálum, landbúnaðarmálum, iðnaðarmálum, loftslagsmálum, fólksinnflutningi og hælisleitendamálum sem ESB (Schengen) og nú síðast innkaupum á bóluefnum.
Til að fela ESB litinn og stefnuleysi stjórnmálamanna er almenningur blekktur, ráðherrar stofna óteljandi nefndir og gefa út miklar framtíðarskýrslur með bólgnu orðalagi sem að innihaldi eru tilskipanir ESB í málaflokkunum. Framtíðarsýn þeirra er ekki önnur en ESB og risið á stjórnmálamönnum er ekki hærra en það að segja "við verðum að eiga í samstarfi við nágrannaþjóðir okkar".
Engin er með framtíðarsýn um atvinnumál á Íslandi eftir einn mannsaldur. Einungis þrástaglað um nýsköpun, eins og tilviljanir eigi að ráða hvað bíður nýrri kynslóð. Engin stór hugsun eða hugsjónir um framtíð Íslands. Enginn flokkur er með stærsta málið á stefnuskránni. Flokkarnir sem stóðu að stofnun lýðveldisins, stækkun landhelginnar, orkuverunum og uppbyggingu sterkra atvinnuvega, eru orðnir máttlitlir málfundahópar. Til þess að hægt sé að reka uppbyggjandi stefnu í málefnum landsins þurfa þeir að taka á sig rögg og fá völdin yfir landinu aftur heim.
ESB flokkarnir bíða þess að komast að og taka upp viðræðurnar við ESB um inngöngu frá því sem horfið var frá, enda lítið eftir annað en að afhenda fiskimiðin. Svo ömurleg er framtíðarsýnin.
https://www.frjalstland.is/2021/02/11/stjornmalaflokkarnir-lata-esb-vada-yfir-althingi/
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki er það fallegt, en því miður trúlega satt!
Tæknikratismi er víst framtíðin og það hannaður af og fyrir Þýskaland og Frakkland, með smá uppáhellingi handa þeim sem utar standa svo sem Ítalíu og Spáni.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.2.2021 kl. 08:20
Held reyndar að Ítalía og Spánn fái lítið að smakka á þeirri uppáhellingu, Bjarni. Sá dropi er umsvifalaust innheimtur í hítina.
Gunnar Heiðarsson, 27.2.2021 kl. 11:39
Eftir að flokkarnir komust á rikisspenann er markmiðið aðeins að komast á þing, ekki hvort einhver óski eftir setu þinni þar.
Ragnhildur Kolka, 27.2.2021 kl. 20:25
Akkurat, og þess vegna er heldur ekkert spennandi að hlusta á framboðsræður þeirra sem menn hafa engan áhuga á að sitji á þingi.
Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2021 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.