Ósjálfbær utanríkisstefna
28.1.2021 | 19:39
ESB setti í gang refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi vegna mótmæla þar í landi gegn forseta landsins, Ísland og fleiri leppar ESB voru látnir taka þátt (EES-gerðir no 2020/1337,1338,1648,1650). Næst hlýtur ESB að setja í gang refsiaðgerðir gegn Bandaríkjunum vegna mótmæla þar í landi gegn forseta Bandaríkjanna.
ESB rekur landvinningastefnu gegn löndum Rússa. Ísland hefur þegar misst mikil viðskipti vegna valdabrölts ESB.
Viðskipti við Rússlandssvæðið bjóða upp á mörg tækifæri og hafa verið afgerandi fyrir efnahag Íslands. Eyðileggingu Brussel á samskiptum Íslendinga og Rússa þarf að stöðva. Ofsóknarbrjálæði ESB-leppanna (Norðurlanda og Eystrasaltslanda) gagnvart Rússum á sér ekki forsendur á Íslandi og á ekki að vera þáttur í utanríkisstefnu Íslands.
https://www.frettabladid.is/frettir/lukasjenko-faer-ekki-ad-stiga-faeti-sinum-a-islenska-grundu/
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.