Meiri sóun í rafbíla

pushing-3839062_960_720.pngNú á að halda áfram að henda peningum í "orkuskipti" sem ESB fyrirskipar, það á að framlengja niðurgreiðslur á rafbílum ("tengiltvinnbílum"). Milljón á bíl eða svo (Mbl 17.12.2020), tilgangslaus eyðsla skattfjár sem við þurfum í Covíðáfallið og vegina (sem eru að flosna upp af "umhverfisvænni" lífolíu).

Við sem keyrum þróaða bíla á bensíni og díselolíu þurfum að borga vask (24%) og vörugjöld eftir "koltvísýringslosun" sem ekki veldur neinum umhverfisskaða. Rafbílaeigendur fá þesssa skatta gefins frá okkur. Þeir fá líka orkuna á hálfvirði eða minna. Framleiðsla rafbíla veldur miklum "ósjálfbærum" umhverfisspjöllum auk mikillar koltvísýringslosunar. Rafbílar eru hálfu til einu tonni of þungir og ættu þess vegna að borga vegslitsgjald, rykmengunargjald og slysahættugjald. Þeir þyrftu að vera með síflautu til að vara menn og dýr við ofurþungum drekunum.

Við bilaeigendur viljum ekki endalaust borga fyrir hættulegan leikaraskap í umhverfisvernd samkvæmt EES-tilskipunum. https://www.frjalstland.is/2019/10/29/rafbilavaedingin-vanhugsud/#more-1639

Rafbílaeigendur geta sjálfir borgað það sem hlutirnir kosta eins og við. Eða hætt að slíta vegunum.

Í Ontarío í Kanada er áratugs reynsla af grænu lygunum https://greenhypocrisy.ca/ Okkar stjórnvöld geta lært af þeim í staðinn fyrir að apa alla vitleysuna eftir ESB og Sameinuðu þjóðunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er að í rafbílageymum eru notaðir málmar sem unnir eru með mjög óvistvænum hætti. Áætlað er að þessir rafgeymar muni endast í bílunum í allt að tíu ár. Líftíma þeirra er þó þar með ekki lokið því að nota má þá í allt að tíu ár til viðbótar í rafveitustöðvum sem geyma raforku frá  sólar og vindrafstöðvum. Þessar áætlanir hafa að sjálfsögðu verið gerðar eftir ítarlegar prófanir. Að þeim tíma liðnum mætti svo endurvinna efnin sem í þeim eru.  Unnið er að þróun rafgeyma sem eru umhverfisvænni, afkastameiri og ódýrari heldur en þeir sem nú eru í notkun, eru góðar horfur á að sú vinna skili árangri.

Hér á landi halda ýmsir því fram að umhverfisáhrif vegna aukins styrks CO2 í andrúmslofti sé bara bull og vitleysa. Þessi umræða virðist jafnvel vera háværari hérlendis heldur en í Evrópu þar sem víðast er þverpólitísk sátt um þessi mál.

Minna hefur farið fyrir umræðu um mengun vegna bílaumferðar í þéttbýli og er þá einkum rætt um rykmengun. Ísland er vindasamt, því er okkur ekki ofarlega í huga eiturloft frá bílaumferð sem hrjáir stórborgir út um allan heim. Veldur það heilsuleysi og dauða fólks í milljóna tali.

Í fersku minni er stórskandallinn þegar stærstu bílaverksmiðjur Þýskalands urðu uppvísar að því koma fyrir, í blekkingarskyni, útbúnaði í bifreiðum sínum til þess að sýna minni mengun frá þeim.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.12.2020 kl. 18:29

2 identicon

Hörður, það er lítið að marka pólitíska sátt, hvort sem hún er þver eða ekki. Það eina sem það segir er að allar hliðar á hinu pólitíska rofi sjá sér peningalegan hagnað af málinu.

Nær væri að eyða þessari orku og þessu fjármagni í alvöru mengun.

Það kemur oftar og meira í ljós hversu mikið plat þetta loftlags bull er, fyrir 20 árum þá vorum við á leiðina inn í nýja ísöld út af einhverri "mengun", þegar það gekk ekki eftir þá var það loftlags hlýnun, þegar hún gekk ekki eftir þá er það loftlagsbreyting.

Það eina sem þessi blessaða herför gerir er að koma sköttum í vasa ofurríkra, svona eins og parísarsamkomulagið sem mun kosta okkur skattborgara tugi ef ekki hundruði milljarða þegar tími þess er liðinn. Ég get lofað þér því að plánetan og lífríkið mun ekki vera neitt betur sett fyrir vikið.

T.d. græna byltingin sem er á fullu í bandaríkjunum er öll byggð á lygi, þar er verið að brenna "lífrænt" eldsneyti til að búa til rafmagn en það gleymist að minnast á það að óheyrilegt magn á trjám eru skorin niður til að standa undir þessari brennslu og síðan er gömlum dekkjum laumað með í brennsluna, einnig eru sólarsellurnar einungis til þess að hækka rafmagnsverð hjá notendum og auka mengun þar sem það þarf að hafa kolaverin í gangi allan sólarhringinn hvort eð er því ef það kæmi skýja hula þá þarf "vara" kerfið sem eru kolaverin að halda uppi spennu og fyrir vikið fá ofurríkir sem búa þessi lífbrennslu ver til óteljandi magn af skatta afsláttum og greiðslur frá skattgreiðendum (ríkinu).

Enginn má minnast á kjarnorku ver sem ótrúlegt en satt eru með þeirri hreinustu og með lægstu slysahættu af öllum þeim orkugjöfum sem til eru, mestu orku af minnsta svæðinu. Og ef tæknin væri þróuð aðeins betur þá gætum við nýtt efni hér sem er mjög mikið til af á þessar plánetu og er töluvert betra heldur en það sem notað er í dag.

Hafandi sagt það, þá er ég mjög fylgjandi þeirri þróun sem í rafhlöðum og sólar sellum, ásamt allri þróun í orkugjöfum, ég væri til í að sjá meiri þróun sem gæti nýtt hafið og ef hægt væri að nýta vindinn betur en þessi óskapnaður sem er notaður í dag.

Halldór (IP-tala skráð) 17.12.2020 kl. 20:01

3 identicon

Vera má að fyrir 20 árum hafi einhverjir spáð kólnandi loftslagi. Sú spá gæti hafa byggst á minnkandi útgeislun sólar sem fyrirsjáanleg var. Þessi spá rættist ekki heldur þvert á móti, það hlýnaði. Það var vegna þess að ekki var tekið tillit til sívaxandi styrks gróðurhúsalofttegunda. Áhrifa þeirra gætir út um allan heim, en einkum með hlýnun á norðlægum (og suðlægum) breiddargráðum. Einnig gætir þeirra með mildari vetrum. Þessu var búið að spá fyrir löngu með rökstuðningi og þær spár hafa ræst.

    Þennan hlekk með upplýsingum frá Potsdam Institute for Climate Impact Research tók ég upp úr Wikipediu. Þessar upplýsingar eru byggðar á mælingum og öðrum rannsóknum vísindastofnana út allan heim. Svo getur hver sem er gagnrýnt þessar mælingar, en þá væri gott að láta rökin fylgja.  climate impacts

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.12.2020 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband