EFTA er ekki sama og EES

eftaflagsindex.pngÍsland hefur nú verið í fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA, í hálfa öld, ásamt Sviss, Noregi og Liechtenstein. Fyrir rúmum aldarfjórðungi reyndi ESB að ná EFTA inn í sitt fordyri með s.k. EES-samningi. Samstaða EFTA-landanna rofnaði, litlu löndin gáfust upp fyrir ESB en það stærsta, Sviss, hafnaði EES. Eins og kunnugt er hefur EES valdið hér efnahagsvanda, bankahruni, öfugþróun, ófrelsi og aðgerðalömun stjórnvalda.

Sviss er þjóðlandið sem trónir á toppi efnahagslegra gæða, Sviss er tekjuhæsta EFTA-landið (Liechtenstein hefur reyndar mælst með hærri tekjur en er í raun varla heilt þjóðland heldur sjálfstætt svæði í nábýli við Sviss) enda frjálst og sjálfstætt og laust við hina dauðu hönd ESB, EES. Þegar næsta afmælisveisla EFTA verður haldin þarf að vera búið að afnema EES, endurheimta sjálfstæði minni landanna, eins og Bretar eru nú að gera, og sameina EFTA aftur.

Ísland gekk í EFTA 1970


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sennilega er rétt að Sviss sé tekjuhæsta EFTA-ríkið, en það er ekki afleiðing þess að vera utan EES heldur ástæða þess.

Liechtenstein er í EES.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2020 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband