Grænjaxla vetni Landsvirkjunar

bubble-nebula-1757104_960_720.jpgEinn af ljúfustu draumum ESB er að nota rafgreiningarvetni í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti. Vetni er framleitt úr jarðgasi ef á að gera það á hagkvæman hátt en "grænt vetni" úr vatni með rafmagni, 89% af afurðunum er hent. Dæmigerð "græn" framleiðsla.

Vetnið þarf að þétta, kæla niður í - 253°C, orkuþörfin eykst um 30% við það og verður um 65 MWh/tonn. Á nýjasta orkuverði Landsvirkjunar (um 6000 kr/MWh) verður raforkukostnaðurinn einn og sér um 400 000 kr á tonn vetnis. Verðið á jarðgasi, sem er helsta samkeppnisvaran, er um 30 000 kr á tonn í Hollandi. En þó vetnið sé nærri 3-sinnum orkuríkara verður rafmagnskostnaður einn og sér meir en 4-falt verðið á samkeppnisvörunni!

Ef vetnið er notað á bíla þurfa tankarnir að þola ofurþrýsting (um 700 loftþyngdir) og eru nærri 100 kg fyrir hver 5 kg af vetni, orkuinnihaldið í því er eins og í 20 lítrum af bensíni. Vetnisbílarnir nýta rúmlega helminginn af orkunni í vetninu. Þess vegna er tískubylgjan um vetnisbíla í rénun. Þegar menn fá að reyna hve "grænt vetni" er óhentugt og dýrt fyrir flest notkunarsvið, mun vetnistískubylgjan hjaðna í heild sinni. Landsvirkjun þarf því að finna betri orkukaupendur en vetnisrafgreiningu fyrir ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnist þú vera að tala niður þessa hugmynd. Ég er ekki hlynntur því að við göngum í ESB en að framleiða vetni til útflutnings er hinsvegar góð hugmynd að mínu mati sem á framtíðina fyrir sér. Margir veðja á vetni í stað rafgeima sem framtíðareldsneyti bifreiða og flugvéla. Frábært ef væri hægt að breyta yfirgefnu kísilveri í vetnisframleiðsluverksmiðju( mín hugmynd). Ekki gera þetta ESB mál að trúarbrögðum.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 25.10.2020 kl. 10:35

2 identicon

Vetnið er olía framtíðarinnar. Eftir tíu til tuttugu ár verður rifist um það, bæði innan og utan ESB.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.10.2020 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband