Bílar eiga að vera léttir

vw-beetle-1042003_960_720.jpgÞegar Porsche gamli hannaði Bjölluna, sem varð rúm 700 kíló, grunaði hann ekki að afkomandinn, e-Golf, yrði meir en eitt og hálft tonn vegna baráttunnar við hamfarahlýnun ESB. En farðu ekki á honum upp á heiði í vondu færi og kulda, það gæti klárast af rafhlöðunni.

Bílaiðnaður á villigötum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður átti eitt sinn Volkswagen bjöllu en aldrei datt mér í hug að aka henni upp á heiði í vondu færi og kulda. cool

Nissan Leaf er mesti seldi rafbíllinn í Evrópu og 3 tegundir Nissan Leaf 2020 eru 1.605-1.790 kg.

"The U.S. Environmental Protection Agency states that the average weight of a car in 2018 was 4,094 pounds [1.857 kg.]" cool

Morgunblaðið 15.9.2020:

"Tóm­as Kristjáns­son seg­ir sög­ur um biðraðir við hleðslu­stöðvar og hálfslapp­ar raf­hlöður á köld­um dög­um ekki eiga við nýj­ustu raf­bíla.

Fyrstu raf­bíl­arn­ir voru ekki jafn full­komn­ir og ekki með jafn öfl­ug­ar raf­hlöður og þeir bíl­ar sem eru á markaðinum núna, og eng­inn vandi til dæmis að ferðast hring­inn um landið á raf­magn­inu einu sam­an. cool

"Það á til dæmis við um bíla með 75-100 kWst raf­hlöðu sem ætti að vera nóg að hlaða einu sinni í viku miðað við venju­leg­an inn­an­bæj­arakst­ur," seg­ir Tóm­as en hann er formaður Raf­bíla­sam­bands Íslands og stolt­ur eig­andi níu ára gam­als Nis­s­an Leaf sem hann flutti til lands­ins árið 2012.

Raf­bíla­sam­bandið er hags­muna­sam­tök raf­bíla­eig­enda og hef­ur allt frá stofn­un leit­ast við að greiða leið raf­bíla, fræða og hjálpa eig­end­um þeirra með ýms­um hætti."

En sumir eru greinilega haldnir gríðarlega mikilli fortíðarþrá, þar á meðal sumir Bandaríkjamenn. cool

Lancaster County Amish 03.jpg

An Amish family riding in a traditional Amish buggy in Lancaster County, Pennsylvania

Þorsteinn Briem, 29.9.2020 kl. 17:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tómas áætlar að rekstrarkostnaður rafmagnsbílsins sé einn áttundi af kostnaðinum …

Tóm­as Kristjánsson áætl­ar að rekstr­ar­kostnaður raf­bíls­ins sé einn átt­undi af kostnaðinum við að reka sam­bæri­leg­an bens­ín­bíl. Viðhaldsþörf­in und­an­far­in átta ár hef­ur verið sára­lít­il og ódýrt að fylla raf­hlöðurn­ar. Morg­un­blaðið/​​Krist­inn Magnús­son

Þorsteinn Briem, 29.9.2020 kl. 17:19

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur. cool

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundraða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu. cool

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 29.9.2020 kl. 17:31

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 10.12.2016:

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag, eða um 11 þúsund kílómetrar á ári, og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan Leaf þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra. cool

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kílóvattstunda raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.

Og öll heimili nota einungis 5% raforkunnar hér á Íslandi en þau greiða mun hærra verð fyrir hverja kílóvattstund en stóriðjan. cool

Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 29.9.2020 kl. 17:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2017:

""Ég held að við þurfum ekki að reisa eina einustu virkjun.

Það sem rafbílar taka er mjög lítið og spá segir okkur að innan 15-20 ára verði komnir hundrað þúsund rafbílar í landinu.

Þessir bílar þurfa ekki nema 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í landinu í dag og til að fullnægja því höfum við 10-15, jafnvel 20 ár.

Þannig að við þurfum í rauninni ekki að virkja neitt til að skipta yfir í rafmagn í umferðinni," segir Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur." cool

Þarf ekki nýjar virkjanir fyrir rafbílavæðinguna, segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Þorsteinn Briem, 29.9.2020 kl. 17:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.11.2018:

"Strætó bs. áætlar að þeir rafmagnsstrætisvagnar sem teknir voru í notkun á þessu ári spari fyrirtækinu kaup á um 80 þúsund lítrum af dísilolíu miðað við meðaleyðslu dísilvagns.

Níu rafmagnsknúnir vagnar eru nú í notkun en alls hafa verið fest kaup á fjórtán. cool

Samkvæmt upplýsingum frá Strætó hefur reynslan af rafvögnunum verið góð síðan fjórir þeirra voru teknir í notkun í byrjun apríl og fimm til viðbótar í ágúst síðastliðnum.

Engin vandamál hafi komið upp."

"Miðað við notkun rafvagna á árinu 2018 er gert ráð fyrir að Strætó spari um 80 þúsund lítra af dísilolíu.

Fram til þessa höfum við verið að keyra hvern vagn um fjögur þúsund kílómetra á mánuði en stefnum að því að hverjum vagni verði ekið um átta þúsund kílómetra á mánuði á næstu mánuðum og þeir verði þá komnir í fulla nýtingu," segir Ástríður Þórðardóttir sviðsstjóri fjármála og reksturs hjá Strætó bs."

"Ástríður segir að gert sé ráð fyrir að allir fjórtán vagnarnir verði komnir í fulla notkun í ársbyrjun 2019 og þeir geti sparað Strætó allt að 500 þúsund dísilolíulítra á ári miðað við meðaleyðslu dísilvagns." cool

Þorsteinn Briem, 29.9.2020 kl. 17:55

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Kanski er ég dóni, þar sem ég ryðst framfyrir fyrsta ræðumann, en mér finnst eins og að ég ætti að yfirgefa þennan fund, þar sem fyrsti og síðasti ræðumaður hefur tekið til máls sex sinnum og er samt eini ræðumaðurinn.

 

Þegar þannig háttar til, að Þorstein Briem er mættur á svæðið, þá er ekki hægt að gera athugasemdir eða setja fram ábendingar, upplýsingar eða njóta upplýsinga.

Enda veit ég að ég er ekki ein um það að forðast þau svæði sem Breimarinn hefur merkt sér til eigna, hvort sem er með hlandi eða slefu, enda er hann verulega illa að sér í mannasiðum að mér sýnist, en þannig er þó ekki með alla fressketti.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.9.2020 kl. 00:20

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sú var tíðin að fólk valdi litlu bílana einmitt vegna þess hvað þeir voru léttir, sparneytnir og meðfærilegir í borgarumferðinni. 
En miðað við tölurnar (í pistlinum) þá eru þeir orðnir eins og litlir skriðdrekar! 

Kolbrún Hilmars, 30.9.2020 kl. 15:14

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Af hverju eiga bílar að vera léttir?

Þorsteinn Siglaugsson, 30.9.2020 kl. 18:38

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sammála Hrólfur. Þetta er dónaskapur.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2020 kl. 22:11

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Af hverju eiga bílar að vera léttir? Spyr Þorsteinn Sigurlaugsson.

Orkan sem þarf til að færa hlut úr stað eða stöðva hann er jöfn hálfum massanum sinnum hraðanum í öðru veldi og sama gildir um tjónið sem hlutur veldur í árekstri

Þetta þýðir í raun bara að létt farartæki endast betur, slitna minna, eyða minna, fara betur með umhverfið og virka almennt betur til að færa massa úr stað en þau sem þyngri eru.

Með tilliti til umhverfis og öryggis ættu bílar því að vera léttir.

Guðmundur Jónsson, 1.10.2020 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband