EES-sullið á bílana
3.7.2020 | 14:26
Eldsneytið sem bensínstöðvarnar selja á bílana þarf að vera minnst 5% lífeldsneyti (vínandi og jurtaolíuefni, EES-tilskipun 2009/28)sem gefur dýrara og lélegra eldsneyti og veldur fleiri ferðum á bensínstöðina. Skattgreiðendur blæddu 7 milljörðum í ívilnanir fyrir innflutning lífeldsneytis síðustu 5 árin. Hin ennþá dýrkeyptari (og vanhugsaðri) rafbílavæðing hefur lítil áhrif haft á innflutning lífeldsneytis. (Sigríður Andersen alþingismaður, Mbl 3.7.2020).
Lífeldsneyti er framleitt úr landbúnaðarafurðum, það þarf að jafnaði meiri díselolíu á dráttarvélar og fleiri tæki við framleiðsluna en lífeldsneytið sem verður til. Dæmigerð uppskrift úr umhverfistrúarguðspjöllum ESB. https://www.frjalstland.is/2018/04/05/dyrt-og-lelegt-bensin-veldur-umhverfisalagi/
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Facebook
Athugasemdir
EES sullið er líka komið í veglagningarefnin - hefur nýlega kostað 2 mannslíf. Hvenær kveikja ráðamenn á perunni sinni?
Kolbrún Hilmars, 3.7.2020 kl. 17:03
Það er auðvitað galið að sóa matvælum í eldneytisframleiðslu.
Gunnar Heiðarsson, 3.7.2020 kl. 18:04
Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) fyrir meira en aldarfjórðungi.
Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki einu sinni Miðflokkurinn eða Flokkur fólksins.
Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.
Og ef einhverjir Mörlendingar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu geta þeir að sjálfsögðu gengið í Íslensku þjóð"fylkinguna", sem fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í október 2016.
Þorsteinn Briem, 4.7.2020 kl. 12:57
Með aðild Íslands og Noregs að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eru þau ríki de facto einnig í Evrópusambandinu en án atkvæðisréttar í sambandinu.
Þar að auki eru langflest ríki Evrópusambandsins í NATO, eins og Ísland og Noregur.
"Túlkun Dómstóls Evrópusambandsins á Evrópurétti er bindandi fyrir aðildarríkin."
"Þá kemur fram í 3. og 6. gr. EES-samningsins að EES-ríkin skuldbindi sig til að skýra og beita ákvæðum samningsins í samræmi við úrskurði og dóma Dómstóls ESB og EFTA-dómstóllinn vísar nær alltaf til fordæma Dómstóls ESB í niðurstöðum sínum."
Þorsteinn Briem, 4.7.2020 kl. 13:00
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 4.7.2020 kl. 13:02
"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.
"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 4.7.2020 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.