Ósjálfstæði Íslendinga- ESA þarf að samþykkja neyðarlán.
20.4.2020 | 11:17
Á þessum erfiðu tímum er það forgangsatriði okkar að takast á við ráðstafanir sem tengjast heimsfaraldri kórónuveiru. Okkur hefur tekist að samþykkja umrædda ráðstöfun skjótt, þökk sé góðu samstarfi okkar við íslensk stjórnvöld og framkvæmdastjórn ESB, segir Bente Angell-Hansen, forseti ESA, í fréttatilkynningu. ESA Samþykkir lán.
Þvílíka orðaþvælu er erfitt að finna stað í raunveruleikanum. ESA getur ekki veitt undanþágu frá ákvæðum ESB tilskipanna um ríkisaðstoð. "Þökk sé framkvæmdastjórn ESB" er lykilinn.
Framkvæmdastjórn ESB var ekki spurð af eigin aðildarríkjum þegar þau hvert fyrir sig brutu næstum öll grundvallarákvæði sambandsins í neyðaraðgerðum fyrir eigin þjóðir.
Ekki þarf skýrari dæmi um ósjálfstæði íslenskra stjórnvalda gagnvart ESB vegna EES samningsins, jafnvel á neyðartímum.
Íslendingar ganga með bænaskjal fyrir umboðsmann (ESA) ESB til að samþykkja neyðarráðstafanir í eigin landi. Minnir mjög á bænaskjölin til danskra konunga í gegnum aldirnar.
Til að breiða yfir skömmina fer utanríkisráðuneytið í skoðanakönnun í miðjum heimsfaraldri til að sýna velvilja Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Hins vegar hlýtur ráðuneytið að vera vonsvikið af því að tæpur helmingur þátttakanda er á móti EES samningnum. Þeim samningi sem veldur ósjálfstæði Íslendinga í alþjóðasamstarfi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Það getur ekki annað verið en að jafnvel hörðustu INNLIMUNARSINNARNIR fari að sjá það hversu EES samningurinn er orðinn okkur óhagsstæður og ætti að segja honum upp STRAX ásamt Schengen samkomulaginu.......
Jóhann Elíasson, 20.4.2020 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.