Við fáum sýklakjöt
12.1.2020 | 20:31
Við ráðum minna og minna hvað er til sölu í búðunum, þær eru að fyllast af iðnaðarmat og undirmálsvöru sem enginn veit hvaðan kemur. Nú á að selja hér kjöt sem getur innihaldið framandi sýkla, niðurgreitt af ESB. Við fáum ekki einusinni að ráða hvernig fylgst er með sýklainnihaldi og gæðum, það gera aðilar í ESB eins og með brjóstapúðana: Eftirlitskerfi ESB sem ekki er hægt að treysta.
Við getum nú fengið sýklalyfjaþolna gerla, salmónellu, kamfílóbakter og fleiri sýkla sem drepa þúsundir manna í ESB. Auk þess er innifalin blanda af gróðureitri og skordýraeitri sem við fáum líka í matinn (Bændablaðið 9.1.2020). Blessun EES er mikil.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
Við munum öll deyja, af eitruðu útlensku kjöti. Nema af við borðum að á Klörubar á Kanarí eins og Guðni Ágústsson.
Eru annars engin takmörk fyrir því hvað fók getur verið heimskt?
Þorsteinn Siglaugsson, 12.1.2020 kl. 23:29
Það er slæmt að vera upp á ESB eftirlitið komin, þetta sem yfirsást m.a. hrossakjötssölu sem nautakjöt svo mánuðum skipti.
Nú hefur afríska svínapestin tekið land í Evrópu, eftir að hafa herjað grimmilega á Kína, en samvinna þeirra kínversku og evrópsku í matvælaframleiðslu er mikil. Kjöt alið og slátrað í Kína flutt til pökkunar í Evrópu, en eins og menn vita, þá skráist "framleiðsluland" á það land sem pakkar.
Og nú þurfum við að treysta á hrossakjötseftirlit ESB, hvort hingað muni flutt svínakjöt smitað með afrískri svínapest!
Mikil er skömm formanns framsóknar, en það var jú hann sem undirritaði þennan ólánssamning um aukinn innflutning á kjötvöru til landsins!
Gunnar Heiðarsson, 13.1.2020 kl. 07:49
Ekki veit ég hver skrifar þennan furðulega pistil.
Líklega best að gera það í skjóli nafnleyndar, þvílikt er rantið.
Ef þetta er skoðun e-r, þá mætti það þannig vera en að setja svona rant niður í nafni samtaka sem virðsta hafa lítin tilgang, er barnalegt í besta falli.
"Eftirlitskerfi ESB sem ekki er hægt að treysta.". Hér er komið með fullyrðingu án rökstuðnings, sem er í lagi ef um skoðun er að ræða. Að öðru leyti er þetta þvættingur að halda svona löguðu fram á rökstuðnings og þessum sömu samtökum til framdráttar.
En svo var það kannski ekki tilgangurinn, bara að hafa hátt...
Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.1.2020 kl. 20:28
Sigfús, rökstuðningurinn er til og kemur fram í fyrri athugasemd minni. Þar er reyndar einungis eitt dæmi nefnt, þegar eftirlitsstofnanir ESB létu viðgangast svo mánuðum skipti að hrossakjöt væri selt sem nautakjöt. En það má finna fjölmörg önnur svipuð dæmi.
Þá er staðreynd að afríska svínapestin er komin til Evrópu og er farin að herja þar. Sem dæmi eru Danir búnir að girða sitt land af, til að hamla gegn þeirri útbreiðsli í sitt land. Ef eftirlitskerfið væri í lagi, væri þessi skaðræðis pest ekki komin inn á ESB svæðið og ef eftirlitskerfið væri í lagi, væru Danir ekki að leggja í mikinn kostnað til varnar veirunni.
Það hefur ekki verið og er ekki, hægt að treysta eftirlitskerfi ESB.
Gunnar Heiðarsson, 14.1.2020 kl. 08:56
Hvaða tilgangi eiga svona skrif að þjóna Gunnar Heiðarsson? ESB þetta og ESB hitt, er þér ekki kunnugt um að hvert land í ESB sér um eftirlit innan síns lands, ESB setur línurnar, ekki bara í ESB, heldur einnig innan EES svæðising þ.e. sé um að ræða útflutning til ESB svæðisins skiptir þá engu máli hvort um sé að ræða fisk, kjöt eða önnur matvæli.
Jónas Ómar Snorrason, 14.1.2020 kl. 18:26
Kynntu þér málið, Jónas Ómar
Gunnar Heiðarsson, 15.1.2020 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.