Vindmylluhagkerfi ESB heldur innreið sína

windmillsrawfilm-ihmzqv3lleo-unsplash_1356867.jpgÍ framhaldi af auknum afskiptum ESB af íslenskum orkumálum heldur vindmylluhagkerfið innreið sína hér. Útbreiðsla þess hefur verið í gangi um nokkurt skeið í ESB og einkennist af hnignun og fjölgun fátæklinga (dýpkandi orkukreppa í ESB).

EES-tilskipanir um orkumál hafa opnað á að einhverjir á EES-svæðinu (ESB, Noregi, Íslandi) sæki um virkjanaleyfi á Íslandi. Þar á meðal fyrir vindmyllur, m.a. vill Quadran Iceland Development ehf reisa vindmylluskóg á Laxárdalsheiði (Morgunblaðið 10.1.2020). Ef eitthvert múður veður mun virkjanaframkvæmdunum væntanlega verða þröngvað upp á landsmenn með EES-regluverkinu, atbeina EES-stofnana (ESA og "EFTA-dómstólsins") og ræfildómi íslenskra stjórnvalda (ætli Búðdælingar og Borðeyringar eigi skógarsagir?)

Vindmyllur eru dýrar í byggingu og rekstri, bilgjarnar, endingarlitlar, viðhaldsfrekar, nýting lítil og óörugg, lítið endurnýtanlegar, mengandi í framleiðslu og förgun, valda hljóðmengun og þar á meðal innhljóðsmengun og heilsubresti manna og dýra, hættulegar og þeyta frá sér ísdrumbum, drepa fugla, taka mikið landsvæði og valda miklum landslýtum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Torfið ullin dýrahald afl og hitagjafar lögðu lengst af grunnin að velmegun okkar þar til við lærðum að virkja heitar lindir og falvötnin.

Hvað kom fyrir þetta sprenglærða fólk á þingi; ætlar það að þröngva okkur til að afhenda útlendingum orkugjafa Íslands?

 Fyrir alla muni ekki; Vanmetið ekki fullveldissinna¨!

   






Helga Kristjánsdóttir, 12.1.2020 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband