Lamað samfélag flækt í reglugerðadræsur

stock-photo-bureaucracy-172084331_1356395.jpgFyrirtæki þjóðarinnar geta ekki lagt raflínur, m.a. vegna ónýtra laga og reglugerða. Sveitastjórnir, landeigendur og afturhaldsseggir hafa heimildir til að þvælast fyrir. Erfitt er orðið að nýta orkulindir vegna laga gegn uppbyggingu ("rammaáætlun"). Íslenskar stjórvaldsstofnanir duga ekki lengur, senda verður ágreiningsmál til útlanda. Óþarfir milliliðir í orkukefinu eru byrjaðir málarekstur gegn orkufyrirtækjum almennings, útlend skrifstofa þarf svo að skera úr. Erfitt er að versla með hlutabréf í landsgagnaveitunni Mílu vegna EES (reyndar á Míla með réttu að vera í eigu ríkisins til framtíðar). Erfitt er að reka banka svo ekki sé talað um að selja þá vegna reglustafla EES. Sýslumenn þurfa að reka erinda umhverfissöfnuða gegn framleiðslufyrirtækjum út af ónýtum reglum.

Litla Ísland er flækt í dræsu regluverks EES og ónýt lög og reglugerðir frá okkar eigin fulltrúum. Við getum ekki breytt EES-regluverkinu meðan við erum í EES og okkar fulltrúar eru orðnir lélegir í að búa til lög og reglur, þeir eru orðnir vanir að fá þær frá Brussel. Eða frá umhverfistrúfélögum og sendlum þeira sem margir eru kostaðir af skattgreiðendum.

(dæmi um "umhverfisreglugerð" sem enginn getur notað)

(dæmi um "umhverfislög" sem hamla uppbyggingu)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ófremdarástandið núna hefur allt verið á svæðum, þar sem engin andstaða hefur verið við línulagnir, einfaldlega vegna þess að "fyrirtæki þjóðarinnar" hafa ekki haft neinn áhuga á að sinna þeim, heldur sett stóriðjulínur í forgang. Varðandi stóriðjulínuna Blöndulínu 3 hefur Landsnet hamast gegn lagningu hennar neins staðar í jörð. 

Svo heyrir maður í útvarpinu í dag því lýst, hvernig seltan á loftlínunum veldur því allt fer í steik ef vatn snertir þær.  

Ómar Ragnarsson, 16.12.2019 kl. 16:24

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Akkurat, stjórnarmenn orkufyrirtækja þjóðarinnar hafa verið jafn truflaðir af að græða á þeim eins og þjóðkjörnir fulltrúar þess.

Jafn sinnulausir um framtíð og hagsæld Íslands!





Helga Kristjánsdóttir, 17.12.2019 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband