Orkuokur fyrir þjófasjóð
14.11.2019 | 13:47
Orkan, bæði varminn og rafmagnið, er að verða of dýr eftir alla glórulausu "orkupakka" EES. Fyrirtæki landsins eru farin að fjárfesta í samkeppnislöndum til að fá eðlilegt orkuverð.
Atvinnuuppbygging landfastrar atvinnustarfsemi, sem getur borgað góð laun, er að staðna og snúast upp í hrörnun vegna skemmda ESB á orkumálum landsins. En samt ætlar ríkisstjórnin að láta orkufyrirtæki landsmanna okra á orkunni til þess að borga fyrir nýjan þjófasjóð (eða var það þjóðarsjóður) til að berjst við heimsendi falsspámanna. Sá sjóður verður líklega nýttur í óþarfa af spillingaröflum og klíkum stjórnmálaflokkanna.
https://www.frjalstland.is/2019/11/14/atvinnuuppbyggingin-komin-i-uppnam/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.