EES lögleiðir lygar

fjarmalaeftirlit1105764_1355358.jpgÞað kemur engum á óvart að lygar séu hafðar í frammi þegar talað er um EES-samninginn. En að heimila EES-lygar og falsanir með íslenskum lögum er nýr undirlægjuháttur. Og viðurkenning á eðli EES. Nú ætlar Alþingi að stimpla ESB-reglugerð (nr 2017/2394) sem veitir ýmsum misþörfum eftirlitsstofnunum leyfi til að ljúga og falsa. Þetta er gert til að hægt verði að hneppa Íslendinga í sama ánauð og er í ESB. Alþingi ætlar sýnilega að brjóta lög sem Alþingi sjálft hefur sett.

Það er hlutverk lögreglu að fylgjast með lögbrotum. Ef gagnslitlar eftirlitsstofnanir, sem aðallega ganga erinda ESB og hafa eftirlit með að EES-tilskipunum sé hlýtt, fá heimildir til að starfa sem leynilögregla er réttaröryggið að leysast upp, eftirlitsstofnanir sem stjórnað er með tilskipunum frá ESB teknar við löggæslu og harðstjórn ESB að þróast í kúgun.

Alþingi ætlar að leyfa EES-falsanir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

EES er ekki stofnun og lögleiðir ekki neitt.

Löggjafarvald á Íslandi er í höndum Alþingis.

Fyrirsögnin er því villandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2019 kl. 14:50

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvert erum við komin? Grundvöllur réttarríkisins er að allir séu saklausir uns sök er sönnuð. Þarna er verið að búa til eitthvað kerfi sem hugsanlega gæti gert saklausan mann sekan!

Er hægt að leggjast lægra?

Gunnar Heiðarsson, 10.11.2019 kl. 20:27

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þvílíkur reginsmiskilningur Gunnar. Þarna er ekki verið að búa til neitt "kerfi sem hugsanlega gæti gert saklausan mann sekan". Ekki frekar en að eftirlit lögreglu með ökuhraða gerir sekan um eitthvað ef þú mælist á löglegum hraða.

Athugaðu að nánast allt sem er fullyrt í þessum pistli hér að ofan á sér hvergi neina stoð í þeim reglum sem um ræðir.

Talandi um lygar... þeir sem að hafa efasemdir um ESB hjálpa málstað sínum ekkert með því að bera sjálfir fram lygar. Þvert á móti varpar það rýrð á málflutninginn sem getur smitast yfir á aðra sem eru sömu skoðunar en byggja málstað sinn á staðreyndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2019 kl. 20:44

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað er þetta þá Guðmundur? Er ekki verið að innleiða fals/lygar réttlættar af Esbsinnum? Èg las þessa frétt fyrir ca.klukkutíma,er ég að ljúga eða vantar eitthvað í þetta sem ég ekki man.-- Ég bið guð á hverjum degi að aflétta þessu Ees fargi af Îslendingum, nÿ stjôrn taki við sem borgar fólki mannsæmandi laun og borgi þeim sem misstu allt þegar Jóhanna og Steingrímur tóku við. ---- annars góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2019 kl. 00:33

5 Smámynd: Frjálst land

Þetta er rangt hjá þér Guðmundur, ESB er í raun löggjafinn á Íslandi. ESB ákveður hvaða gerðir falli undir EES samninginn. Ef notuð eru orð stjórnmálamanna sem segja að aldrei hafi EES gerð verið neitað upptöku frá upphafi samningsins, er það augljóst. 

Langflestar gerðir eru teknar upp í EES-samninginn og innleiddar í landslög á grundvelli samþykkis ríkisstjórnarinnar, það er með stjórnvaldsfyrirmælum en ekki lögum. Gerðir sem krefjast lagabreytinga er aðeins hægt að samþykkja með svokölluðum stjórnskipulegum fyrirvara, það er með fyrirvara um samþykki Alþingis, og eru það einu gerðirnar sem fá þinglega meðferð fyrir gildistöku

Af um 12.000 gerðum sem búið er að taka inn í íslensk landslög frá upphafi EES samningsins, hafa 485 verið settar sem lög, hinu hefur Alþingi ekki komið að. Svona er nú löggjafarvald Alþingis gagnvart EES samningnum.

Frjálst land, 11.11.2019 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband